Fjallkonan


Fjallkonan - 08.04.1887, Qupperneq 3

Fjallkonan - 08.04.1887, Qupperneq 3
FJALLKONAN. 39 á Ródus, sem Forn-Grikkir töldu með sjö heimsins furðverkum, var 105 fet, goðlíkneski Nebukadnesars 105, Svings (Sfinx) hin egypzka 90 fet. Aþena Pro- makkos 70, Sevs í Olympiu 60. Mcmnonsstyttan 49. Sýnir þessi samanburðr. live langt Bartlioldjr hefir yfir stigið líkneskjur þær. er áðr liafa verið gerðar stærstar. Líkneskjan var aflijúpuð 28. okf. f. á.. og fór það fram með mestu viðhöfn. J sjálfri liátiðargöngunni var hér um bil 1 miljón manna. Fór Cleveland með hinni frakknesku sendinefnd og öllu stormenni á stóru gufuskipi út til Frelsiseyjar (Liberty Island), þar sem likneskjan stendr, og fylgdu honum 137 gufuskip önnur, öll saman flöggum prýdd. Lesseps afhenti líkueskjuna með stuttri ræðu, og er Ewarts ráðherru hafði þakkað gjöfina, var líkneskjan afhjúp- uð. Fimm hundruð fallbyssum var skotið í senn á herskipum þeim er lágu við eyna og á skotvirkjun- um á landi, öllum klukkum í New York var hringt, enn manngrúinn æpti fagnaðarópi. Mynd líkueskjunnar hefir áðr verið prentuð í blað- inu Heimdalli, cnn öðruvísi enn vera á og miklu ó- ffíðari enn þessi mynd. Bendingar um sálmasöngsbók. Yjer höfum nú fengið nýa sálmabók, verulega nýa, sálma-marga og auðuga að ágætis-sálmum, eun líka auðuga að háttum og lögum (lagboðum). í bókinni eru um 120 (121) hættir, enn yfir 170 (173) lagboð, og ræður að líkindum að margt af pvi muni vera oss ókunnugt, ef þess er gætt, að í sálmabók vorri frá 1871 eru ekki nema um 120 lagboð. Vjer höfum því híngað t.il ekki þekt nema álika mörg sálmalög, sem nú eru hættir í sálmabókinni, og vita þó allir að vjer höfuin haft mörg lög við suma hætti. — Detta er nóg til að sýna, að til þess að full not geti orðið að nýu sálmabókinni, þarf henni að fylgja ný sálmasöugsbók. Enn það er ekki nóg að út komi einhver sálmasöngsbók. Vjer þurfum sjálfstæða sálmasöngsbók, að sinu leiti eins og sálmabók vor er sjálfstæð. Sálmasöngs- bókin þarf að vera löguð eftir vorum kröftum, vorurn tilfiun- ingum og voru audlega og þjóðeruislega ásigkomulagi — hún þarf að vera — íslenzk. Hvers konar sálmasöngsbók þurfum vjer þá? hvaða lög eiga að vera í benni ? og hvernig á að fara með þau ? — Dað eru einmitt þessar spurningar, sem sá þarf að svara, er teknr að sjer að semja lianda oss sálmasöngsbók. Knn það hlýtur lika hver söngmaður að vilja gera sjer grein fyrir úrlausn þeirra; að minsta kosti vil jeg, þótt jeg sje allra söngmanna minstur, reyna það. Þótt það sje farið að tíðkast hjer á landi, að harmonium sje | notuð til að stýra söng i kyrkjum, þá sýnist mjer ekki ráð- legt að tyrsta sálmasöngsbókin, sem út er getin með nýu sálma- t bókinni, sje löguð fyrir harmonium; því, i fyrsta lagi eru þær j kyrkjur — og munu lengi verða — tærri, og, í öðru lagi virð- ist það ekki ofætlun fyrir þá, sem læra að leika á harmonínm, að skrifa lögin upp fyrir liljóðfærið. — Nei, í fiestöllnin kyrkj- i um og á ölluiu heimilum íslands ern sálmar snngnir hljóðfæris- laust. Et'tir þessu á að laga sálmasöngshókiua. Jeg æila að j sálmalög með tveim og þrem röddnm sje lielzt við vort hæfi, sein stendur. ÖIl þau lög, sem ætla má að verði oft súngin í kyrkjum, ætti að vera sett fyrir þrjár söngraddir, enn þan lög, sem eingöngu — eöa þvi nær — eiga við heimilin, aðeins fyr- ir tvær raddir. — Það cr auðvitað, að slík bók ætti ekki að vera i grallaraformi. Hún ætti helzt að vera í líku formi og söngkenslubókin fyrir börn o. s. frv., og koma út í smáheftum tvisvar eða þrisvar á ári. Hvert uýtt hefti glæðir áhugann, þar sein uokkur samtök eru um að læra að sýngja. Það hefi jeg reynt. Á kápu livers bettis ætti að vera leiðbeiningar um söng og söngkenslu, eða uppruna laganna. Það muudi auka þrá maiina eftir liverju nýu liefti. Enn er bókin væri öll koni- in út, þá ætti lienni að fylgja fróölegur forniáli um kyrkju- sönginn og sögu haus, einkum að því cr Islandi við kernur, — og eftirmáli um uppruna laganna, tónaskáldin o. s. frv. Þetta er nóg til að sýna að hjer er vítt verksvið. Og þó er fleira. Með nýu sálmabókinni þarf — sem þegar er sagt — að inn- leiða mörg ný (áður óþekt) lög; já, sum lög, sem inn liafa ver- ið leidd, eru ekki mikils virði, og væri vert að fá önnur i þeirra stað. Hjer er verksvið fyrir meira enn meðal-pilt. Eng- inn getur tekið að sjer að safna til sálmasöagsbókar handaoss, nema liann geti átt aðgang að nokkrum lielztu söngbókmn lút- ersku kyrkjunnar. Það er nú sjálfsagt. Enn hann þarf lika að kynna sjer seni bezt sönglegt ástand islendinga; liann þarf að grafa í rústir „gönilu laganna“ ; því ekki er ómögulegt, að þar leynist enn margt gullkom, sein vert væri að geyma og fága. Allir vita að nokkur af ágætustu sálmalögum voruin eru einmitt íslenzkir þjóðsöngvar, sem hafa orðið fyrir því láni að að komast á nótur. Skyldi ekki eitthvað geta verið til af þvl tagi ónótusett, sem vert væri að firra gleymsku. í öðru lagi ! eru íslendingar nú komsir á það stig í söuglistinni, að ekki er j ólíklegt að sumir hinua dýrmætustu sálma í nýu sálmabókinni, | sem eru með ókendum háttum, kynni að lokka fram tóna, sem ekki væri með öllu einskis virði. Safnandi sálmalaganna ætti að bafa kynni af öllura helztu söngmönnum landsins. Eða, ætli það væri nokkuð óeðlilegt, þó svo mörgum nýum sálmum fylgdi fáein ný sálmalög ? Enn ekki er það einna minstur vandi að gefa lög þessi út. Það er kunnugt að sum iuna eldri sálmalaga vóru uppliaflega þjóðlög með all-breytilegri og oft líflegi hreyfmg, enn síðan hefir verið slett úr inum misjöfnu nótum, lögin nkóralíseruð“. Við þetta hafa sum þeirra mist ekki all-lítið af þeirri fagnað- arfyllíng og innilegleika. sem upphaflega bjó í þeim. Mætti nefna slik lög sem Hjartað, þankar, hngur, siuni, og Ouði’ lof skal önd min inna o. fl. Það væri því vert að rannsaka sem bezt l sögu hvers lags, og mundi ekkert á móti því, að vjer tækim snm : þeirra upp sem næst i upprunalegu formi. Á sumnm tímum I hefir í útlöndum verið forðast að skrifa sálmalög í vissum takt- j tegundum. Af þessn hefir það leitt að sum lög, sem um það j leiti hafa orðið til eða verið nótusett í fyrsta sinn, eru altaf

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.