Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 08.05.1887, Blaðsíða 2
50 FJALLKONAN. meira enn 80 au., enda þj'kjast kaupmenn í Reykja- vík standa við að selja lóðið á 8 aura. Virðist þá sem garðyrkjufélagið mundi geta selt fræ með líku verði. Enn það er að vísu skammsýni, að fást um fárra aura eða jafnvel tvöfaldan verðmun á fræinu ; mest er undir því komið, hvernig það reynist. Fræ garðyrkjufélagsins á nú að vera það lang-bezta fyr- ir íslenzka jörð og loftslag, at því það er frá Þránd- heimi, er liggr álíka norðarlega og ísland. Enn hefir þá félagið vissu fyrir, að fræið sé aflað i Þránd- heimi ? Eða er það fullreynt að það sé áreiðanlegra enn fræ frá öðrum stöðum? Það ætlar forstöðumaðr garðyrkjufélagsins; enn af því að þess eru dæini, að öðrum helir reynzt hið gagnstæða, ætti að veita því nákvæma eptirtekt, hvaða fræ bezt reynist, og sá því fleiri tegundum í sama reit og með sömu aðferð. Að sá í kassa snemma á vorin og setja svo plönt- urnar í beðin, þegar jörð er orðin þíð, eins og hr. Schierbeck benti á í vetr í ísafold, má álíta mjög ráðlegt. Ef félaginu væri veittr styrkr af landsfé til fræ- kaupa, ætti að hafa það í skilyrði, að fél. útbýtti fræinu ókeypis. Ella ætti engan styrk að veita fé- laginu. Því miðr er fátt kunnugt um framkvæmdir þessa félags, enn líklegt er, að þær séu þó aðrar og meiri enn að okra með fræ. Qaröar. Útlendar fréttir. Danmörk. Það fór að vonum í þetta skifti sem , venja hefir verið til, að ekki fengust regluleg fjár- hagslög. Hefir því ráðaneytið eftir vanda, auk þeirra | fjárveitinga er báðum deildum kom saman um, tekið i 8 miljónir samkvæmt allrahæstu heimildarveiting; af þeirri upphæð ganga 7 miljónir til hernaðarlegra ráðstafana. Ymislegr fréttasveimr hefir verið um það, j að ekki væri óvænlegt til sátta með flokkunum, hægri og vinstri, meira að segja, að hægri menn væri ekki ; ótilleiðanlegir að láta ráðaneytið fara f'rá, enn á slíku } er ekki að lienda reiður. Mörgum þótti kynlegt, að Berg sagði af sér forsetastarfinu í fólksþinginu, enn það ætla menn hafi verið orsökin, að atkvæðagreiðsla í ýmsum áríðandi málum hafði gengið honurn ámóti, og eins var eitthvert kvis um það, að lionum hefði mislíkað samdráttr vinstri manna (Hörups og Boje- sens) við hægri menn (Nellemann), enn það er alt ó- víst og stendr heldr ekki á miklu, því að í raun réttri mun alt- sitja við sama í „landi Gorms“: veðr- staðan austræn, golan rússnesk og andar kalt „sem yfir lík liðið liafi — Monrad biskup (f. 1811) and- aðist 28. marz; hann var meðal helztu merkismanna lijá Dönum, og átti mikinn þátt í því er Danir fengu stjórnarbótina 1848. Hann var gáfumaðr og lær- dómsmaðr mikill, enu misvitr var hann í pólitík- inni, eins' og Dönum hættir við; það sannaðist í stríð- inu við Þjóðverja 1864, er hann var forsætisráðherra, enda var honum mest um kent að úrslitin urðu eins ill og þau urðu. Þá fór liann sjálfviljugr í útlegð til Nýja Sjálands, enn misti þar aleigu sína og kom aftr til Danmerkr og varð biskup í annað sinn á Lálandi og Falstri. Síðustu ár ævi sinnar fylgdi M. vinstri mönnum, enn hevrði upphaflega til flokki þjóð- frelsismanna (nationalliberale), er kallaðr var, sem nú mætti fremr heita flokkr ófrelsismanna. Svíþjóð. Þar hafa verið deilur síðan í fyrra milli tollverndarmanna og tollfrelsismanna, sem njóta fylg- is stjórnarforsetans, og hinna ráðherranna. Dró deila þessi til þingrofs í vetr, og fóru nýjar kosningar fram í f. m. Báru tollfrelsismenn þar hærra hlut. Frakkland. Hér mæna nú allra augu upp á her- málaráðherrann Boulanger og vænía sér mikils af honum ef til ófriðar skyldi koma. Þar er og alment álitið, að honum hafi tekizt að útbúa Frakkland svo vel í hernaðarlegu tilliti, að meiri sé sigrvon enn áðr ef til kæmi. Lesseps, stórvirkjameistarinn mikli, var sendr til Berlínar til afmælishátíðar Vilhjálms keisara (22. marz), og átti að flytja friðarorð af hendi Frakka. Var honum tekið með mestu vinsemd og virktum, eins og slíkum gesti var samboðið, og skorti ekki fögur vinmæli og friðar-fullyrði af hendi keis- arans, Bismarcks og fleiri. Ekki eru samt allar við- sjár úti enn, því að eftir síðustu fréttum frá 23. f. m. var aftr hlaupin á snurða. Þjóðverjar höfðu mis- boðið Frökkum ineð þeim hætti, að þeir gintu fransk- an lögreglustjóra, Sclmaebell að uafni, yfir landa- mærin, og réðust þar á liann t-veir menn, sem vóru sendir af lögreglunui þýzku; tóku þeir hann fastan, settu í járn og fluttu til Metz. Frakkar þurfa minna til enn þetta, og Paris komst í uppnám. Heflr Frakkastjórn krafizt skýrslu um þetta af hendi Þjóð- verja, og má vera að rnálið jafnist ef Þjóðverjar gera afsökun fyrir, enn jafnt við hinu búið, að til meira dragi. (Niðrl. næst). Leó páfi hinn þrettándi, er nú sitr á páfastóli, er fæddr 2. marz 1810. Hann heitir skírnarnafni Gioacchino Pecci. Hann er maðr lærðr vel, og fékk brátt orð á sig sem góðr klerkr Le6 páfi 13. og vandlætingasamr. Varð hann mjög vinsæll af alþýðu manna sakir mannúðar og mikillar röggsemi, er hann sýndi í því, að eyða ósiðum og ránskap í ýmsum héruðum. 1837 gerði Gregor páfi 16. hann

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.