Fjallkonan - 20.06.1887, Qupperneq 2
66
F.TALLKONAN.
vóru í þjónustu landsins. Það íná segja um Iivort-
tveggja þessi útgjöld, að landssjóðr er liér gerðr að
fátækrasjóði. Enn við það er atliugandi, að et fé
til þessara útgjalda ekki væri íraruboðið, þá væru
þessir íátæku njótendr ekki til, að nrinsta kosti ekki
margir, Þingið skapar því ódugnað og fyrirhyggju-
leysi með þessum fjárveitingum. Að gera mönnum
svo greiðan veg að þeim mentunarstofnunum, sem
leiða hugann og viljann frá því að vinna og fram-
leiða fé úr jörðunni, að allir sem geta vilja þang-
að keppa, það virðist ekki heillavænleg regla fyrir
framför landsins. Enn að leiða huga þjöðarinnar að
vinnu og framkvæmd er eina ráðið til þess að reisa
hana upp úr sínu eymdarástandi.
Ef þeim nærfellt 34,000 krónum, sem veittar eru
árlega í ölmusur, eftirlaun og styrktarfé, væri að
öðru viðbættu af því, sem spara mætti, varið til bú-
fræðisþekkingar og til eflingar verknaðinum í land-
inu (t. d. innleiðslu tóvinnuvéla, sem reyndar ætti
ekki að veita fé til öðruvísi enn að láni með vægum
kjörum), þá færi afleiðingin sjáanlega í gagnstæða og
heillavænlegri átt. Engar ölmusur til embættismanna-
efna, meðan engin hætta er að ekki fáist nógir til
að læra. Engin eftirlaun, nema aðeins með sérstök-
um lögum við einstök tækifæri. Flestum embættis-
mönnum er launað svo, að þeim er engin vorkunn
að hafa þá fyrirhyggju, að sjá sér og sínum borgið
og geta verið sjálfstæðir menn þegar embættistið þeirra
er liðin; enda er það og mikið sæmilegra fyrir menn-
ina sjálfa. — Eg vil segja að ef ráðstöfun almanna-
fjár væri samkvæm þörfum þjóðarinnar, og ef stjórn-
in hefði áhuga og viðleitni á að efla og styrkjagóða
búuaðarmentun og verklega tramför í landinu, þá væri
það samfara bærilegu árferði eitthvert hið kröftug-
asta hjálparmeðal til þess að liefja þjóðina upp úr
hennar auma ástandi. Enn ég er þar á móti viss
um, að ef þing og landsjóðr gerir ekkert annað til
þess að bæta úr vandræðum manna enn að veita
hallærislán og lána bréfpeninga, sem hvorutveggja
verðr fljótlega upp étið, þá verðr ekki langt eftir að
bíða, að allir sem vilja bjarga sér leita af landi burt
þangað, sem þeir fá að njóta efna sinna og atorku,
og get.a verið sjálfstæðir menn. Enn þess skal ég
líka túslega geta að ég liefl þá sannfæringu. að hér
í landi megi framleiða nægileg auðæfi til þess að
uppfvlla allar þartír þjóðarinnar, cf þekking, áhuga
og framkvæmd ekki vantaði, jafnvel þó þarfir þjóðar-
innar vaxi með vaxandi mentun1.
Náttúrufræöiskensla (safn og félag).
Uftð er flestnm kunmigt að náttúnitræði er kend í latiuuskól-
anum í Reykjavík, enn |iað er ekki kunnugt öðrum enn þeim,
sem gengið haía á latínuskólaun. live erfitt er að læra þar nátt-
úrufræði. Það má jafuvel segja með sanni, að ómögulegt sé að
komast, niðr í-henni svo að lag sé á og eru þó kendar þar
hæði grasafræði, dýrafræði og steiuafræði. Fæstir sem koma úr
skólanum þekkja varablóm frá krossblómi eða skjaldkrabba frá
kolkrabba, og er þó munrinn miklu meiri eun á mauneskju og
1) í næsta lilaði kemr athugasemd nm grein þessa. ffitstj.
ketti. Þetta er ekki kennurunum að kenna. Engiun kennari
gæti troðið náttúrnfræði inn í lærisveina sína, hve ágætr sem
hann væri, eftir því sem á stendr í Reykjavík. Piltum er það
ekki að kenna. Enginn piRr getr, sem stendr, lært náttúru-
fræði í Reykjavíkr lærða skóla, hve gáfaðr og iðinn sem hanu
er. Hvernig stendr þá á þessu?
Við alla latínuskóla erlendis og fjölda af öðrum skólum eru
söfn af náttúrugripum, hverju nafni sem netnast. Um leið
og lærisveinarnir læra í kenslubókinni um eitthvert dýr eða
einliverja jurt, þá er þeim sýnt þetta dýr eða þessi jurt, og má
na rri geta að lærdómrinn festist í þeim við það. í Reykjavík
er reyndar til dálítið náttúrugripasafn, sem mest hefir aukizt
fyrir atorku Beuedikts Gröudals, enn það er í svo óhentugu
húsnæði, að ómögulegt er, að kennararnir geti látið piltana nota
það til hlítar. Þessu safnleysi er það að kenna, að ómögulegt
hefir verið að komast niðr í náttúrufræði í latínuskólanum.
Nú kemr flestum saman um það, að náttúrufræðin sé sú vís-
I indagrein, sem einna mest mentar unga menn, ef vel er með
j farið, og er þvi sorglegt að hún skuli vera svona á hakanum í
skólanum. Það er að eins eitt ráð til að bæta úr þessu, enn
það er að náttúrugripasafn skólans sé aukið og að því sé út-
| vegað hentugra húsnæði. Það er ekki hægt um vik, sízt að
því er snertir hið seinna, enn safnið mætti auðga með hægu
móti, bæði að útlendum, enn einkum og sér í lagi að íslenzk-
um náttúrugripum. Og ef satnið stækkaði að mun, þá færi
varla hjá því að viðunanlegt húsnæði fengist áðr enn langt um
liði, því að það væri óvirðing fyrir alt ísland, sem lengi væri
að niiiiiiuiii liöfð, ef góðir og dýrmætir náttúrugripir væru látn-
ir skeminast eða eyðileggjast alveg af húsrúmsleysi.
Eftir því sem fréttist hingað með seinasta póstskipi hafa ís-
leudingar í Kaupmannahöfn stofnað félag, sem heitir „íslenzkt
náttúrufræðisfélag“. Aðaltilgangr félagsins er sá, að koma upp
sem fullkomnustu náttúrugripasafni á íslandi, er geyint sé í
Reykjavík. Aðaláherzluna á að leggja á íslenzka náttúrugripi,
eins og eðlilegt er, enn safna þó lika sams konar munum út-
lendum, eftir því sein föng eru á. Tillagið er 3 kr. á ári eða
50 kr. eitt skifti fyrir öll. Félagið á að hafa aðsetr sitt og
! stjórn í Reykjavík, þegar félagsmenn þar eru orðnir jafumargir
og stofnendr þess vóru, eða milli 30 og 40, enu þangað til hef-
ir það bækistöðu sína í Kaupinanuahöfn.
Það væri óskandi að menn vildu styrkja félag þetta með því
að ganga í það og svo seiuna með því að vera því í útvegum
með náttúrugripi, enn á því þarf varla að halda í sumar, því
félagið gefr ekki gert mikið með ekki meira fé enn það liefir
enn undir höndum. Ef félag þetta næði nokkurum þroska og
safn þess væri svo sameinað við íiáttúrugripasafn Reykjavíkr-
skóla, þá ætti ekki að vera neinn galdr, að læra náttúrutræði
í skólanmn. Og það væri ekki skólinn einn, sem hefði gagn af
því. Ef safnið væri á hentugum og góðum stað í Reykjavík,
i eins og væri alveg óhjákvæmilegt, þá væri sjálfsagt að alþýða
manna hefði aðgang að því á vissum tíinum, alveg eins og t.
d. Forngripasafninu, og gæti hún fræðst þar um margt merki-
legt, enda er ávalt fult á slíkuin söfnum í útlöndum, þegar þau
eru opin.
Útlendingar hafa lengi vel verið þeir eiuu auk Benedikts
Gröndals sem liata safnað ísleuzkuin dýrum og jurtuin. Þeir
hafa farið með það sem þeir söfnnðu út úr landinu eins og
eðlilegt er. Enn nú liggr hverri |)jóð sem er næst, að gera
hreint fyrir sínum dyrum, bæði að því er snertir náttúrufræði
og annað, og ættu því íslendingar að styrkja fyrirtæki þetta
‘ eftir töngum ; þá kæmist á safu at islenzkum náttúrugripum á
íslandi, sem íslendingar sjálfir hefðu allan veg og vanda af.
Nýjungar frá ýmsum löndum.
Fní níMlistaniáliuu. Meðau malarekstriun stóð yfir gegn
níhilistum þeim, er gerðu Rússakeisara banatilræðið 13. marz,
þá var það einkum einn þeirra, ungr stúdent, Oulianow að nafni,
sem dró að sér almenna athygli: bæði var auðséð að samtang-