Fjallkonan


Fjallkonan - 23.07.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 23.07.1887, Blaðsíða 2
82 FJALLKON AN. fyrr og halda betr áfram ; eftirslægjur, há, hlaðvarpagras, kál og kartöflugras sé gott í súrhey; súrhey sé minna fyrirferðar, ] fyrirhöfn á því minni, það verkist ætíð vel o. s. frv. TJm banka eftir Jón Ólafsson alþingisraann (sérprentun úr Andvara, 98 bls.). Þessi ritgerð er stærsta ritgerðin í And- j vara í ár. Fyrst er i henni yfirlit yfir bankasöguna, þar næst ljftst og greinilegt yfirlit yfir hin ýmsu störf banka. Ritgerð þessi er mjög skemtilega rituð og fróðleg, enda hefir höfundr- j inn stuðzt við fjölda margar útlendar hækr og rit um þetta efni. j Yér erum ekki bærir að dæma um ritgerð þessa í hinum ] ýmsu greinum bankafræðinnar, enn ráðleggjum öllum almenn- ingi að lesa hana vandlega. Nýr orðbókritari íslenzkr. Páll Þorkelsson, tann- læknir í Rvík, hefir i mörg ár safnað til íslenzkrar orðbókar, og hefir hann safnað miklu af orðum bæði úr hinum nýrri rit- um og úr alþýðutali. Þetta safn er því mjög auðugt af orð- um, sem ekki finnast í islenzkum orðbókum (eða „forn-norskum“ eða „forn-norrænum“, sem Norðmenn og Danir að orði komast). Jafnframt hefir hann stundað útlend mál, einkum frakknesku. Hefir hann nú samið frakkneskar þýðingar yfir hina íslenzku orðbók sína, og sent út boðsbréf um að hann ætli að gefa út „stóra íslenzk-franska orðbftk“, sem á að verða minsta kosti 100 j arkir og koma út í heftum, 2—3 á ári. Enn fremr hefir hann i j smíðum frakkneska orðmyndalýsing, er mun eiga að vera fram- : an við orðbókina. Þjóövinafélagiö. Jftn Sigurðsson var i upphafi lífið og sálin í Þjóðvinafélaginu. ] Eftir að hans misti við tftk Riddarinn tryggvi við taumhaldinu ! í félagsstjórninni. Beygði hann og kögursveinar hans félagið ] þegar út af hinni upphaflegu braut sinni, og félagið varð for- j lags félag, er gaf út allra handa rusl í gróðaskyni eins og „for- J leggjarinn" heitinn. Landstjórnarmál vóru varla nefnd á nafn. Andvari fyltist nýtum og ónýtum búnaðarritgerðum, og var nú eigi lengr í honum andvari frelsisins, heldr ónota dragsúgr frá einhverjum súrmjóikrsáium. Það lá við sjálft að þjóðin félli í pólitískt öngvit. Þessi ófagnaðr hefir haldizt nú í nokkur ár, enn siðustu árin virðist sem félagið sé að ranka við sér. Það gaf út í fyrra bftk Mills um frelsið, og er það ein hin nýtasta bók sem félag- ið hefir gefið út, þótt hún sé ef til vill eigi fyllilega við hæfi almennings. Einhver skriffinskublær hefir verið yfir aðgerðum félagsius þessi ár. Skýrslur félagsins hafa eigi verið prentaðar né reikn- ingar; fundir liafa verið haldnir í pnkri og þingmenn einir hafa haft þar atkvæðisrétt. Með því, að svo lítr út sem þjóðhátiðarvíman sérokin afþjóð I og þingi, þar sem ný barátta er hafin tim endrbætta stjórnar- skrá, þá virðist korninn tími til að Þjóðvinafél. snúi aftr á hina upphaflegu braut sína. Er vonandi að félagið snúist til aftr- hvarfs og iðrunar á fundi þeirn, er haldiun verðr í sumar. Félagið á góða liðsmenn i Þingeyjarsýslu þar sem Þjóðliðið er, og væri líklega bezt að Þjóðliðið gengi inn í Þjóðvinafélag- ið. Mætti þá breyta lögum félagsins í líka stefnu og lög Þjóð- j liðsins eru, enda þarf að breyta þeim hvort sem er, þar sem j pólitiskar ástæður eru nú talsvert öðruvísi enn þegar fél. var stofnað. Það mundi vera heppilegast, að fél. gæfi út pólitísk smárit, nokkurs konar stjórnfræðilega barnalærdóma, og jafnframt smá- ritgerðir um helztu áhugamál þjóðarinnar á hverju ári. Þjófvinr. SÝSLUMANNAÆVIR. Alþingi 1885 veitti bókmentafélaginu 1500 kr. styrk til að gefa út tímarit. sýslumannaævir o. fl. Þennan styrk hefir félagið fengið útborgaðan úr landssjóði, enn ekki fullnægt þeim skilyrðum, sem þingið setti, þar sem það hefir dregið undan út- gáfu sýslumannaævanna. Yirðist svo sem félagið, eða félagsstjórnin, sem mestu ræðr með útgáfu bók- anna, ætli að hætta við þetta verk, þegar það er nýbyrjað, eins og félagið hefir áðr hætt við ýms rit, þegar helmingrinn af þeim hefir verið út kominn eða varla það. Þetta ráðleysi félagsins hefir eink- um ágerzt síðan Jón Sigurðsson leið, enda hefir félagsstj órnin síðan oft farið í glundroða og handa- skolum. Veldr því að nokkuru leyti tvídrægni sú, sem er í milli deildanna. Félagar eru mjög óánægðir yfir þessu ráðleysis bruðli. Allir hljóta að viðr- kenna að félagið kastar fé sínu á glæðr, er það byrjar að gefa út bækr. og hættir við þær i miðju kafi. Það getr verið, að sum af þessum hálfverk- um félagsins hafi eigi verið sem hyggilegast stofn- uð, né að öllu leyti við alþýðuskap, svo sem t. d. útgáfa „Tölvisinnar"; enn það verðr þómestrskaði og skömm fyrir félagið, að hætta við þau ófullger, úr því það einu sinni hefir byrjað á þeim. Að því er snertir sýslumannaævirnar, þá er Islendingum mjög brugðið, ef þeir amast við söguritum sínum. Það hefir verið fundið að sýslumannaævunum, að þær væru mestmegnis nafnaupptalningar, ártöl og ættartölur, enn menn gæta eigi þess, að þetta eru einmitt þeir máttarviðir, sem hver söguritari verðr jafnan að byggja á. Sýslumannaævirnar eru þann- ig mikilsvert stuðningsrit fyrir hvern þann, er skrifar sögu Islands. Yarla mun nokkur þjóð í heimi vera jafnauðug af sögufróðleik og íslend- ingar; íslenzk sagnaritun er svo víðskygn og fjöl- þrifin, að hún lætr einskis ógetið sem nokkuð ber á. Hver ættbálkr, hvert heimili, hvert örnefni á sina sögu ritaða, meira og minna skíra og sam- stæða, og við engrar þjóðar sögu kemr slíkr fjöldi einstaklinga sem við sögu Islands. Þetta er að miklu leyti að þakka ættfræðinni, er síðan í fom- öld hefir verið iðkuð af öllum fróðleiksmönnum landsins, enn nú virðist sá fróðleikr vera að líða undir lok hér á landi, ásamt fornum sögulestri og söguritan. Islendingar kunna sjálfir manna sizt að meta ágæti hinna fornu bókmenta sinna. Þeir leggja niðr að stunda söguvísindi; þeir hætta að rekja og rannsaka ættir sinar um sama leyti sem nágrannaþjóðirnar, Danir, Sviar og Norðmenn taka að iðka þenna fróðleik og stofna félög til að safna ættfræðilegum skýrslum. Ættfræðileg rit eru nú gefin út á hverju ári á norðrlöndum, enda hljóta allir fróðir menn að játa, að ættfræðin er sem ann- að auga sagnfræðinnar og hefir einnig mikla þýð- ingu í þjóðfræðilegu tilliti. Sjálfsagt ætti engin þjóð að komast i hálfkvisti við Islendinga í þess- ari fræðigrein, ef þeir legðu stund á hana, og það yrði ekki lítill styrkr fyrir ættfræðina, ef sýslu- mannaævirnar kæmu út, og yrði þá einnig þjóð vorri til frægðar. Og það má ekki gleyma því, að það er hrein og bein skylda félagsins, að halda á- fram útgáfu sýslumannaævanna, skylda gagnvart útgefandanum, sem unnið hefir að þessu verki í

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.