Fjallkonan


Fjallkonan - 23.07.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 23.07.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 83 mörg ár og skylda gagnvart félagsmönnum, að þær bækr, sem þeir fá fyrir tillag sitt, sé í beilu liki ; enn ekki rifrildi eða partar, sem engin heild getr \ orðið úr. Styrmir. PÖNTUNARFÉLÖGIN. „Eigi yeldr sá er varar“. Mikið gengr nú á fyrir pöntunarfélögunum, sem verið er að stofna víðsvegar um land. Formælendr þeirra pykjast liafahim- in höndum tekið; Jieir þykjast hafa fundið lykil að gullkistu verzlunarinnar; pöntunarfélögin sé hið eina skynsamlega og ngglausa ráð til að koma upp verzlun landsins og þar með at- vinnuvegunum. — Oss íslendingum eroft brugðið um tortrygni, enda er það einkenni allra kúgaðra þjóða; enn margan verri skaplöst hygg ég mætti að oss finna; vér höfum oft verið kelzt til auðtrúa og leiðitamir við suma ginningamennina. Ég ðska þessum pöntunarfélögum allra heilla, enn það dylst mér eigi, að slík verzlunaraðferð er hvorki einhlít né getr staðizt til lengdar. ísland getr ekki, fremr enn öll önnur lönd, komizt af án þess að hafa innlenda kaupmannastétt, og að henni eigurn vér að hlynna; ég tala ekki um útlenda kaupmenn, er draga allan ágóða sinn út úr landinu; þeir mættu og ættu að fara fjandans til. Vér skulum því eigi gera oss of glæsilegar vonir um pönt- unarfélögin, hversu fagrlega sem forgöngumennirnir mæla. Vér höfum margreynt það, að félög í stðrum stíl geta eigi þrifizt hér, sízt verzlunarfélög. Lítum á Gránuféiagið. Það var ekki lítið um dýrðir í því félagi framan af. Félagið ætl- aði sér ekki minna enn að leggja undir sig alla verzlun lands- ins — „gera verzlunina innlenda, svo allr ágðði hennar lendi í landinu sjálfu . . . og efla menning og auðsæld landsmanna“ — stendr í lögum félagsins. Lofsöngvar um forstöðumanninn þrum- uðu úr öllum áttum ; þeir hræðr, Tryggvi og Eggert Gunnars- synir, vóru þá taldir þeir þjððmæringar, er enginn gæti við jafnazt; þá var þetta kveðið (þegar þeir bræðr „hófu suðrgöngu sína vetrinn 1873“, Tryggvi í verzlunarerindum, enn Eggert að sögn á leið til Bismarcks til að sækja ráð til hans í fjár- kröfumáli íslands við Dani): „Bræðrum vorum blíðum biðjum allir friðar, Tryggva eins og Eggert ísland styðja fýsir; leiði lánið báða langan veg og strangan; guð á himna hæðum hlýrum fylgi dýrum“. (Norðanfari 1873, bls. 38). Nú er komið annað hljóð í bjöllur almennings. Nú er þetta húmbúgsins krófatildr hrunið, Eggert flúinn úr landi til Ameríku og Tryggvi á einhverju ráðaleysis ráfi. Hagnaðr sá, er pöntunarfélögin hafa af verzluu sinni fram yfir þá sem verzla við kaupmenn hér, er nú talinn í tugum og hundruðum þúsunda. Enn menn gæta eigi þess, að kaupmenn ! mundu gefa miklu betri kaup, ef allir væru skuldlausir og hönd seldi hendi, gæta eigi áhættunnar sem pöntuninni fylgir og reikna eigi ýmsan smákostnað, er getr þó munað allmiklu. 1 ísafold XIV,5. er skýrsla um verzlunarfélag Dalamanna eftir T(orfa) Bjarnason, og virðist mér sú skýrsla bera það með sér að reikningar þessa pöntunarfélags sé ekki allskostar áreiðan- legir. Vér skulum nú líta á reikning hr. Torfa. Látum svo vera, að fengizt hafi hér vestra um 13 kr. 35 a. í vörum eftir verðlagi kanpmanna og 2 kr. i peningum = alls 15 kr. 35 au. fyrir hverja kind, enn þá er hitt rangt, að kind sú er T. tekr til dæmis hafi að eins lagt sig á 11 kr. 20 au. hjá kaupmönnum; ég þekki kaupmann, sem verzlaði við sam- sveitunga sumra félagsmanna og borgaði 30 au. fyrir pd. af mör og 3 kr. fyrir gæru af kindum af þessu tagi. Mismuur á reikningi T. verðr því: á 9 pd. af mör á 12 au. = kr. 1,08 og á gæru 1 kr. = 2 kr. 8 au.; dragi maðr liann frá liinum talda hagnaði 4 kr. 15 au., verðr að eins eftir helmingrinn 2 kr. 7 au.; kæmu öll aukakostnaðar kurlin til grafar, mnndu þau höggva drjúgum skarð i þessa 207 a. og hvað er svo íyrir á- hættunni ? Fjársalan á Englandi virðist eigi liafa gengið sem heppilegast fyrir félaginu, að ekki skyldi fást meira enn 12 kr. 60 au. fyrir hverja kind til jafnaðar. Tökum til dæmis tjár- kaup Coghills og Slimons. Þeir munu að meðaltali hafa gefið 14—15 kr. fyrir kindur svipaðar þessum, og þó er sagt að þeir, að öllum kostnaði frá dregnum, liafi grætt í fyrra á fjárknupun- um að meðaltali 3 kr. á hverri kind. Þeir hafa eftir því feng- ið 17—18 kr. afgangs kostuaði fyrir hverja kind, þar sem Dalasýslufélagið fékk 12 kr. 60 a. Það er talsverðr munr. Yfir höfuð fékst fult meðalverð fyrir íslenzkt fé á Bretlandi í haust er var, þótt ekki væri það eins hátt og undanfarin ár. Þar á móti hefir ekki lengi verið jatnilt útlit með sölu á isl. slátrfé erlendis sem í fyrra. Væri hyggilega að farið í pöntunarfélögunum, þyrfti árlega að leggja í varasjóð ekki minna enn 15—20% af söluverði fjár- ins til að standast óhöpp. Enginn skilji svo orð mín, að ég hafi á móti pöntunarfélög- um yfir höfuð. Þau eru lítt reynd enn þá, og geta víst komið að góðu liði, að minsta kosti sumstaðar, ef þeim er vel stjórn- að. Það er ekki litið undir forstöðumauninum eða kaupstjór- anum komið. Ég þekki ekki nema télag Dalamanna af eiginni reynd, og hefi ég nú sýnt fram á, að ágóði þess hefir ekki orð- ið eins mikill og látið er í veðri vaka. Hins vegar vildi ég vara almenning við því að láta blindast af tagrgala forgöngu- manna, né ætla sér of mikið, hrapa ekki að því að ganga í slík félög, heldr fara varlega, hafa félögin í smáum stíl og eiga sem minst á hættu. Verzlunin hér á landi kemst ekki í viðunan- legt horf fyrr enn menn taka sér alment fram í ráðvendni og reglusemi í öllum viðskiftum. Pöntunarfélögin þrífast ekki ef þau eru stofnuð og þeim er framhaldið á lánum, hversu dug- legir sem forstöðuinennirnir eru. Ef pöntunarfélögin kendu almenningi skilsemi og sparsemi, þá ynnu þau ómetanlegt gagn. Ekkert land getr staðizt með því ráðlagi, ef bóndinn tekr ekki annað fyrir vörur sínar enn kaffi og sikr, tóbak og brennivín og eitthvað af sirzi o. s. frv. og „innleggið" hrökkr ekki einu sinni fyrir þessu, enn—svo verðr hann að fá til láns allar nauð- synjavörurnar. Ef almenningr kynni sér hóf jiegar í kaupstað- inn er farið, reyndi að losast úr skulduuum, vaudaði alment vöru sína eftir föngum og hagaði sér ráðvandlega í öllum við- skiftum, þá mundu hinir íslenzku kaupmenn gefa beztu kaup sem unt er að fá, og þá þyrfti ekki að stotna pöntunar- félög. Þá kæmist verzlunin fyrst í lag og þá mundi ekki vanta fjör og samkepni. Dálakarl. Um útskipun á saltfiski, í ísafold, sem út kom 1. júní þ. á., stendr auglýsing frá flestum kaupmönnum í Reykjavík og Hafnartirði. Þeir áminna jiar bændr, sem liafi saltfisk til verkuuar, að gera sitt ýtrasta til, að vanda verkun á honum svo liann nái áliti í útlöndum, og lofa að sjá um að fiskrinn sé vaudlega sortéraðr, eins og síð- astliðið ár, bæði við móttöku og uppskipun, og að ekki sé ann- að tekið í 1. flokk enn jiurr og góðr fiskr og matsmenn út- nefndir til þess. Fleira leggja þeir fyrir bændr, sem er nauð- synlegt, og er ég þeim háttvirtu herrum jiakklátr fyrir þessar leiðbeiningar, því á jiessu sér bver heilvita bóndi að kaupmenn gera sitt til að að fiskrinn verði að sem mestum noturn. Þessi atriði, sem greinin talar um, hata mikið að þýða, sé þeirra vand-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.