Fjallkonan


Fjallkonan - 30.07.1887, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 30.07.1887, Blaðsíða 2
86 F JALLKON AN. Stjórnarfrumvarp um bátfiski á fjörðum kom frá ed. nokkuð breytt til 1. umr. í nd. 27. þ. m. í því máli talaði Orímr Thomsen á þessa leið: „Það heíir verið skoðun þingsins, að með lögum 1787 væri bátfiski á fjörðum heimilað íbtium landsins einum; þetta var skoðun þingsins 1884 og 1885; þetta álítr stjórnin ekki; hún álítr, að heimild til bátfiskia á fjörðum nái til allra danskra þegna. Ég skal nú ekki deila um skilning téðra laga frá 1787, enn aliir geta imyndað sér hvað sá góði íslandsvinr, Jón Ei- riksson, muni hata meint, er hann samdi þessi lög, hvort það haíi ekki verið hans mark og mið, að vernda atvinnuvegi lands- ins fyrir landsmenn sjálfa, og þessum skilningi heíir þingið 1883—85 haldið fram, og ég álít það skyldu þingsins nú 1887 að halda sama skilningi fram. Hin heiðr. ed. heflr þó hér vik- ið talsvert frá skoðun þingsins áðr á þessu máli, og ég efast um, hvort hér er ekki farið heldr langt í því að slaka til við stjórnina; — ég segist efast um það —; sérstaklega þegar vér gætum að allri aðferð ráðherrans viðvíkjandi atvinnuvegum lands- ins og atvinnuvegafrelsi landsmanna, þá undrar mig það stór- lega, að álit amtmannsins á Pæreyjum og dómr skipstjórans á danska herskipinu hér við land skuli vera þyngri á metaskál- um stjórnarinnar í Kaupmannahöfn enn eindreginn og tviteíánn úrslcurðr alþingis í þessu máli, og ráðherrann endar rökleiðslu sína á því, að amtmaðrinn á Færeyjum óski að þessi lög verði ekki staðfest, og að skipstjórinn á danska herskipinu segi, að allir flrðir íslands sé svo fullir af flski, að nógr fiskr sé þar handa hverjum sem hafa vill, enn má ég spyrja — og ég vildi að þessi orð bærust til h. h. ráðherra —: Hvað kemr oss þetta við? Oss kemr ekki hið minsta við, hvað færeyskr aintmaðr eða einhver danskr skipherra segja um atvinnuvegi vora. Ég hefi hér fyrir mér tvö bréf frá ráðh. ísl. til landshöfð- ingja dags 4. mai ’82; fyrra bréflð er um framkvæmd á Fær- eyjum á íslenzkuin dómi og amtsúrskurðum, er innifalin væri í því, að ná inn frá form. færeyskra fiskiskipa sektum fyrir að þeir neituðu að gefa sig undir toll- og- sóttvarnar-eftirlit í Suðr-Múla- sýslu áðr þeir fóru að fiska á fjörðunum, og þar hafði þessi au'ka- réttardómr verið uppkveðinn. Þegar svo ráðherra íslands sem ráðherra Færeyja á að fara að sjá um, að sektirnar náist inn, þá segir hann: „Lögin virðast ekki gefa heimild til, að krefj- ast af formönnum fiskiskipa, að þeir, að eins af þvi þeir ætla sér að stunda fiskiveiðar í landhelgi, komi áðr enu þeir byrja fiskið við í löggiltu kauptúni til þess að gefa sig undir toll og sóttvarnar eftirlit“. Og svo endar hanu bréfið á þvi: „Efcir því sem þannig er int, hefir eigi ástæða þótt til vera, að bjóða stjórnarvöldunum á Færeyjum að ná inn sektunum". Með öðr- um orðum: ráðgjafinn gerir sig að æðra dómi. Og í síðara bréfinu út af spítalagjaldi af færeyskum fiski- skipum stendr þessi regla, sem ég verð að álíta að sé almenn regla: — — — „og með þvi það, hvað öðru líðr, ekln virðist ráðgjafanum hentugt, að leita úrskurðar dómstólanna í öðrum ríkishlutum um skilning isl. laga, hefir ekki þótt ástæða til að gera neitt meira í þessu máli. Hér finst mér vera nokkurs konar ritningargrein fyrir því, að ráðgjafinn ætlist til að fulin- aðarúrskurðr íslenzkra mála eftir íslenzkum lögum ætti helzt að fara fram í landinu sjálfu enn ekki i öðrum ríkishlutum11. Þótt ræðumaðr tæki það ekki fram, þá er auðsætt af þessu, að ráðgjafinn mnndi ekki verða á móti því, að dómsvald liæsta- réttar í íslenzkum málum væri af numið. Framför trúarbragðanna, átrúnaða, sem nú eru í gengi hér á jörðu, og sem hver um sig eignar sér þá frumtign, að hann sé hinn eini sanniogjafn- framt hinn eini sáluhjálplegi. Nálega allar þessar trúarkenningar og trúbragða „form“ eru bygð á mjög svo fornlegum hugsunarhætti og hugmyndum. Því þess ber að gæta, að á engu svæði andlega lífsins halda erfiskoðanir og erfikenningar sér þrálátlegar enn á hinu trú- fræðilega. Og það er ekki heidr nein furða. Þær eru inn- rættar mönnum frá blautu barnsbeini, og lögð hin mesta á- herzla á, að undir þeim sé öll velferð manna komin, eigi að eins í þessu lífi, heldr einnig hinu, sem eftir dauðann á að koma. Með þessum hætti lifa eldgamlar hugmyndir í nýjum trúbragða mynd- unum. Trúbragðasagan fræðir oss um það, að i hinum mörgu og sundrleitu kirkjufélögum kristindómsins haldast enn þá ýmsir helgisiðir og þeim samfara hugmyndir, sem eru miklu eldri enn kristindómrinn sjálfr. Þar getum vér rakið þetta eigi að eins til þjóðskoðana ísraels á fyrstu og annari árþúsundinni fyrir Krists burð, heldr einnig til Assyríu, Egyptalands og Indlands ; meira að segja til heiðindóms sjáltra vor, í hinni norræuu og germönsku Ásatrú. Það var aldrei nema eðlilegt, þó guðs hugmyndin á þessum ómuna öldum væri næsta takmörkuð, og enda mjög svo klúr, þar sem lienni er varnað að víkka sig út fyrir takm örk þess hugmynda hringsvæðis, sem manninum á ýmsum öldum og í ýmsum þjóðfélögum verðr auðið að leggja undir sig. Hið sama á sér stað um farsældar hugmyndina, um góðs og ills hugmynd- ina o. s. frv. Hvarvetna hafa náttúruöfiin hin mestu ábrif á ímyndunaraflið og hugmyndalífið, sem aftr skapar andlög (objekt) fyrir dýrkun eða ótta, með þar af leiðandi trúarlegum athöfn- um til blíðkunar og friðþægingar við hin góðu goðmögn, enn varðveizlu frá hinuin vondu. Það er ekki hætt við að neitt sé ranghermt þó sagt sé, að allar trúarkenningar sé í öndverðu komnar að innan, það er að skilja frá tilfinningarlífi og þekkingar hugmyndum mannsins — einkum þó frá tilfiuningarlifinu. Það er setning sem gildi hef- ir fram á síðustu tíma. Þegar þekking mannsins á jarðarhnettinum náði ekki lengra enn yfir örlitinn hlnta af yfirborði jarðarinnar, þá var hægt að sætta sig við þá hugsun, að guð hinn hæsti gengi um kring og gæfi sig á tal við ráðvendnis menn þeirrar eða þeirrar þjóð- ar. Þar sem Grænlendingrinn hefir æðstu ánægju sina og jafnframt lifsuppeldi af selaveiðum, þá er vel skiljanlegt að hann hugsi sér starfsemi þessa samfara annars heims sælu. Eins var það eðlilegt, að sonum herskárrar þjóðar þætti það vera hið æðsta sæluhnoss að komast í Einherja tölu og berjast á völl- ununi kringum Valhöll. Ekkert lá beinna við, enn að suðrænu þjóðirnar sæu hið góða goðmagn i deginum og ljósi hans, enn hið vonda í myrkrinu. 1 norðlægari löndunum samsvaraði hið góða og illa goðmagn hitanum og kuldanum. Jafnvel pólitíska ástandið hafði stundum áhrif á trúarhug- myndirnar. Þegar mörg hernumin smáriki vóru sameinuð í eitt, þá urðu goð minni landanna að lúta goði öndvegislands- ins. Úr því sigrinn var eignaðr guði, þá leiddi þar af að guð hinnar sigrsælu þjóðar var voldugastr og þess vegna sjálfsagt að ganga honum á hönd. Þegar kristinn höfðingi á Norðr- löndnm vann sigr á heiðiugjum, þá var það sönnum fyrir því, að Hvíti Kristr var máttugri enn goð Valhallar, og því væri ráðlegast, að játast honum. Það sést af fornsögunum, hvernig forfeðr vorir létu hópum saman skírast af þeirri ástæðu. Þvi hærra sem einvaldsdrotnarnir hófu sig yfir múginn, því beinna lá við að gera þá að guðum, auðvitað í þeim þröngva skilningi sem samsvaraði guðshugmyndinni í þá daga. Róm- versku keisararnir létu kalla sig guði og kröfðn reykelsisfórnir sér til handa. Þá var þvi síðr nein furða, þótt guðhræddir á- gætismenn þættn beinlínis vera opinberanir guðdómsins, efekki á meðan þeir lifðu, þá samt eftir dauðann. ----ooo------ Það sem hinn mentaði heimr á þessum timum einkum hefir þörf fyrir og margvíða þráir, það er æðri og hreinui guðs hug- mynd enn sú, sem fólgin er í öllum þorra þeirra trúbragða eð a Þannig skapaðist hjá Hindúum á fyrstu öldum Brahmatrúar sú hugmynd, að guðirnir sínu sinni hverjir íklæddust mann- legu holdi, og nefndist mannorðning (holdtekja) þessi „avatar“. Guðinn Krishna hafði sjö sinnum opinberazt á jarðríki iklæddr mannl. holdi. Þar við tengdist, einnig hugmyndin um fæðingu

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.