Fjallkonan - 30.07.1887, Blaðsíða 4
88
FJALLKONAN.
dettr úr sögunni. Það þarf ekki að brýna það fyrir mönnum,
bver nauðsyn beri til að halda slíku verki áfram, því að það
mun flestum vera ljóst af því sem út er komið, og þó nær það
einungis yflr þann tíma í sögu íslands, sem er einna ljósastr.
Það má svo að orði kveða, að ekkert lýsir betr og áreiðanleg-
ar þekkingu á högum landsins á allar hliðar, enn þetta safn
mun' gera. Svo öldum skiftir eru hin fornu skjöl og gjörning-
ar hinar einustu leiðarstjörnur í sögu viðburðanna, menningar
og máls, enn mörg þeirra eru líka skjöldr og verndarengill
gamalla réttinda og 'einstakra eigna um allt land og geta þegj-
andi skorið úr mörgu þrasi manna á milli. Þó að svo mætti í
snöggu bragði virðast sem nóg efni til safns þessa lægju fyrir
hendi í hinum opinberu skjala- og handritasöfnum á íslandi og
í Danmörk og víðar, og sem enda eru æði mikil, mun þó mega
telja það víst, að mikilla muna sé vant til þess, að þar sé alt það, !
sem enn þá er til af slíku. Á ýmsum opinberum stöðum á ís-
landi, svo sem við kirkjur, liggr enn þá margt af gömlum skjöl-
um og það enda frumbréfum ærið fornum, og er vonandi að
landsstjórnin sjái svo um, að öll slik skjöl verði nú bráðlega
innheimt og þeim safnað á einn stað, t. a. m. á Landsbókasafn-
ið í Iteykjavík, svo að þau bæði verði örugglegar geymd og sé
aðgengileg fyrir þá sem sérstaklega þurfa að nota þau. Bnn
auk þessa mun enn þá á víð og dreif í eign einstakra manna
á íslandi flnnast æði margt af fornum skrám, máldögum ein- I
stakra jarða, dómasötnum og, fleiru þess konar, sem menn ann-
aðhvort ekki hafa annarstaðar ellegar þá í miðr vönduðum af- ]
skriftum, svo að gott væri að fá aðrar til samanburðar. Slík
söfn eru þeim mun erfiðari viðfanga enn kirknasöfnin, sem þau i
eru á alveg óvissum stöðum, svo að ekki er hægt að vita, hvar ;
þeirra skal leita. Það eru því okkar innileg tilmæli til allra
þeirra manna á íslandi, sem hafa undir höndum forn skjöl eða |
vita af þeim, hverju nafni sem nefnast, (landamerkjabréf, reka-
skrár, kaupbréf, afsalsbréf, gjatabréf, arfleiðslubréf, ættleiðslu- !
bréf, dómar, samningar o, s. frv.), að þeir:
1. gefl eða selji hinu islenzka bókmentafélagi eða Landsbókasafn- !
inu í Reykjavík slík skjöl eða skjalabækr;
2. ljái félaginu eða okkr slík skjöl, séu þau ekki föl að öðrum !
kosti, og ábyrgjumst við að skila eigendunum þeim jafngóð-
mn aftr, þegar búið er að nota þau við fornbréfasafnið;
3. ef skjölin fást hvorki keypt, gefin né léð, sendi félaginu eða
okkr skýrslu um hvar slík skjöl sé að flnna, svo að hægt sé i
að afta sér nánari upplýsinga nm þau, og tá nákvæmar af-
skriftir, ef þurfa þykir. Sömuleiðis verða áreiðanlegar af- |
skriftir af fornskjölum með þakklæti meðteknar, þó beztséað
fá fr'umskrárnar sjálfar.
Við vonnmst til, að allir góðir íslendingar, sem vilja gagn
og sóma síns eigin lands, bregðist vel undir þetta og gæti þess
að hér er um það að tala, að frelsa og varðveita hinar merk- ;
ustu og þörfustu menjar landsins frá glötun og um leið að gera
þær öllum aðgengilegar.
Útgáfu saínsins mun verða hraðað svo sem bægt er, og eru |
Jiví skjótar undirtektir manna mjög áríðandi.
Kaupmannahöfn 13. júni 1887.
Ólafr Halldársson,
forseti í deild hins íslenzka bókmentafélags í Kaupmannahöfn. J
Jón Þorkelsson,
eand. mag.
Athugasemd ritstj. Vér viljnm vara menn við, að senda
þau fornu skjöl, sem hér er um að ræða, út úr landinu, enda J
stendr víða svo á, að menn mega ekki sleppa úr höndum sér |
frumbréfnm, sem hljóða um réttindi einstakra jarða eða stofn- j
ana. Það er nóg að senda alt slíkt á landsbókasafnið.
Oddr Oddssou,
dáinn 16. aprílmán. 1887.
Sá, sem geymdi lífs á leið
ljósið trúar sér í hjarta,
aldrei þvi um æfiskeið
efaði guðs bandleiðslu bjarta—
vissulega sæll er sá
sitt við komið endadægur,
hvort sem lifði lýðum hjá
lítt nafnkendur eða frægur.
Þú hefir, bróðir, fundið frið,
fenginn ei með heimsins gæðum,
stefnu lífs þá studdur við,
styrk sem veitti þér af hæðum.
Br. Oddssmi.
Öfugmæli.
VIII.
Allar verur vítiskyns
með „vinstri"1 trú ég brokki,
enn engla skarar upphimins
eru með hægra flokki.
Auðna vex ef einurð þver,
er það vegrinn rétti;
langbezt haldið alþing er
undir fjallaketti.
Aldrei vanta ætti þrjá
um ættlands mál að sýsla
Bakkabræðr alþing á,
Eirík-Helga-Gísla.
J) þ. e. með vinstri mönnum.
Það er satt, ég eitt man enn
að inna höldum slingum:
bezt er að séu meðfram menn
mállausir á þingum.
Veg ranglætis, vinr, halt,
það verðr drýgst í pokum;
efast þar um aldrei skalt,
að ilt mál sigri’ að lokum.
Sakamálum einatt í
eru flóknir vegir,
helzt er mark að henda áþví,
hvað hinn kærði segir.
A U GLÝSINGAR.
JJndirskrifaðr kaupir blautan fisk, helzt ýsu, fyrir 40 aura lísi-
pundið. Fiskrinn verðr að vera flattr, vel hreinn og himn-
an tekin úr þunnildunum, og verðr því að eins keyptr að hann
sé fluttr til mín samdægrs og hann er veiddr.
Reykjavík, 25. júlí 1887.
W. O. Spence Paterson.
co oo b* tr!
fí M a_ m ri
S’i&Sg'
^.5'i
1 3*g -»
-S-Í?o.
h* O ct>
»-• CLi < •— ö
æ E A" Vi - CL--
ÍL o: 5^ ÍZÍ ^ œ ° ^
CT'.S (þ ® H ft. P:.
‘ cr-f <rt> »
p 3 p
HH Ö P **
P Os ^LCÍQ
P- o> co
i ►— tr* i
s«'sS.!
m Si6> o> 1
H-.cn? CÞ S -
a ct> c
<t> 2- Cfi L
“• æ •T' g" s
i-ft 2. cr* Ef <
i sr
co hj co ET
E3 <t> o-CF?
^ pa (V ®
• P-
f» <x>
_ p PS
<t> „ O (KJ
ö >- ^
p- >
CD
sis
«--.
S2J
crq
CD
<1B
æ »
S-(K* œ
rv &
.. (V <—■
(“H
olS’S.
æ 5 »
'r~* m (D
W
3
CD^
08
<Z>
p
Þakkarávarp.
Það er ineir enn skylt að geta í blöðunum þess veglyndis
er ýmsir heldri menn hér í Keflavik sýndu fátækum börnum
á jólunum í Vetr sem leið. Það vóru þeir herrar 0. A. Olavsen
verzlunarstjóri, Þ. J. Thoroddsen læknir, Jens Pálsson sóknar-
prestr, H. J. Bartels og Ó. Norðfjörð verzlunarstjórar, ogverzl-
unarmennirnir Jón Gunnarsson, A. Höller og Guðm. Böðvars-
son. Þessir menn skutu saman fnllum 170 kr. (0. A. 01. 100
kr., Þ. J. Th. og J. P. 20 kr. hver, H. J. B. og Ó. N. 10 kr.
hvor) til þess að halda börnum fátækra manna í kaupstaðnum
jólaskemtun. Auk þess gaf herra Bartels jólatré. í boði þessu
tóku þátt 30—40 börn, sem flest áttu ekki von á neinni hátíðar-
skemtun. Var þeim haldin veizla á jóladagskvöldið ogsíðanhélt
síra Jens ræðu til þeirra. Þar á eftir var börnunnm skemt
með dansi og söng o. s. frv., og loks vóru þau útleyst með gjöf-
um og gjafir sendar af samskotunum flestum húsráðendum í
þorpinu. Pyrir þetta mannúðarverk flytjum vér gefendunum
vort innilegasta þakklæti.
Nokkrir íbúar Keflavíkr.
Prentsmiðja S. Eymundssonar og S. Jönssonar.
Prentari Th. Jensen.