Fjallkonan


Fjallkonan - 27.08.1887, Page 1

Fjallkonan - 27.08.1887, Page 1
Kemr út þrisvar á mán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Asmimitnraon ritstjóri jiessa blaós býr i Þingholtsstræti og er að hitta kl. 3—4 e. m. 26. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 27. ÁGÚST 1887. |jy Fáeinir nýir kaupendr geta fengid síðari hluta þessa árga ngs af FjaUkonunni frá 8 júlí til ársloka, alls 18—20 bl'óð, og ýms fylgiblcð og smárit í kaupbceti, fyrir að eins eina kriinu. AIþingi var slitið í gær, kl. 5. Á þinginu hafa verið af- greidd 28 lög (11 stjórnarfrumvörp. 17 þingmannafrumvörp); feld 30 frumvörp; ekki útrædd ð frumvörp (stjórnarskrárfrum- varpið, frv. um breyting 4 launalögum embættismanna, frv. til viðaukalaga við tilskipun um veiði 20. júní 1849; um friðun á laxi; frv. um unglinga kenslu); 17 þingsályktanir voru sam- þyktar, 4 feldar, 2 teknar aftr. Fallin frumvörp, aukþeirra, er fyrr er getið: um styrktarsjóð handa aljiýðu í e. d.; um búnaðarkenslustofnanir í n. d. Lög frá alþingi. Auk þeirra er áðr er getið eru þessi lög afgreidd frá þinginu: 19. Lög um söfnunarsjóð íslands. 20. Lög um þurrabúðarmenn. 21. Lög um löggilding kaupstaðar í Vík í Skaptafellssýslu. 22. Lög er nema úr gildi konungsúrskurð 22. apr. 1818 (um 60 ríkisdala styrk til biblíufélagsins). 23. Lög um uppeldi óskilgetinna barna. 24. Viðaukalög við útfiutningalögin 14. jan. 1876. 25. Lög nm samþykt á landsreikningnum 1884—86. 26. Fjáraukalög fyrir 1884—85. 27. Fjáraukalög fyrir 1886—87. 28. Fjárlögin fyrir 1888—89. Stjórnarskrármálið Meiri hluti nefndarinnar í etri deild í því máli (hinir konungkjörnu) kom með álit sitt skömmu fyrir þinglok, og réð deildinni til að fella frumvarpið, fyrst og fremst af þeirri ástæðu, að frumvarpið gæti aldrei öðlast stað- festingu konungs, og svo af þeim ástæðum að frv. kæmi í bága við stöðulögin, að ákvæði um kjörgengi til efri deildar væri ófullkomin, auk annars fleira, er meiri hluti nefndarinnar fann að frumvarpinu. Framhald 1. umræðu var 25. þ. m. og urðu allharðar umræður einkum milli framsögum. (Arnl. Ól.) og Jóns Ólafssonar. Málinu var siðan vísað til 2. umræðu. Lengra komst það ekki á þessu þingi. Yfirskoðunarmaðr landsreikuinga var endrkosinn í efri deild Jón Ólafsson með 6 atkv. Kristján Jónsson yflrdómari fékk 5 atkv. Gjöf Jóns Sigurðssonar forseta, sem verja skal til verð- launa „fyrir vel samin vísindaleg rit viðvíkjandi sögu landsins og bókmentum, stjórn þess og framförum", er nú orðinn 9400 kr. Nef'nd sú er kosin var á alþingi 1885 til að meta ritgerð- ir, er sendar væru til að vinna verðlaunin (Magnús Stephensen land töfðingi, Björn Jónsson ritstj. og Eir. Briem, prestaskóla- kennari) hefir eigi tekið gildar þær ritgerðir sem ennhafakom- ið fram. Nú er kosin ný nefnd, og eru i henni: Eiríkr Briem, Steingrímr Thorsteinsson og Kristján Jónsson. Þjóðvinafélagið hélt aðalfund sinn24. þ. m. Yaraforseti Eiríkr Briem skýrði frá framkvæmdum félagsins. Eins og kunnugt er, þá eru það alþingismenn einir er hafa tillögurétt og atkvæðisrétt í félagsmálum. Var því fundrinn haldinn í pukri eða fyrir lokuðum dyrum. — Varaforseti Eiríkr Briem skýrði frá framkvæmdum félagsins árið sem leið. Reikningar félagsins hafa lengi verið í ólestri; var nú lagt fram ágrip af þeim fyrir sex ár, 1881-86, og eftir þeim var félagið við árs- lok 1886 í 436 kr. skuld, enn aftr mikið útistandandi hjá um- boðsmönnum, sem þó var eigi til fært. Eftir nokkurar umræður vóru reikningarnir samþyktir með því skilyrði, að fullnægt væri tillögum yflrskoðunarmanna. Ennfremr var samþykt að eftirleiðis væru reikningarnir framlagðir endrskoðaðir. Þetta ár gefr félagið út Andvara, Dýravininn (2. h.) og Al- manakið. Vakið var máls á því af einum þingmanni (sr. Jak. Guð- mundssyni) hve mjög félagið væri nú komið út af sinni upp- haflegu braut; það væri nú ekki aunað enn bóka-útgáfu-félag og horfið frá allri pólitik. Andvari væri mestmegnis búnaðarrit. Áleit hann nú vera hentugan tíma til að snúa félaginu að hinum upphaflega tilgangi sínum. — Björn Jónsson kvað dej’fð þessa ekki vera stjórn félagsins að kenna; hún vildi gjarnan halda télaginu í sömu stefnu og það hafði upphaflega, enn hefði ekki fengið neinar pólitiskar bendingar eða ritgjörðir frá félags- mönnum og hefði því ekkert getað gert í þvi efni. — Eftir litlar umræður var samþykt till. sr. Sigurðar Stefánssonar að taka í Andvara, fremr öðrura ritgerðum, ritgerðir “um stjórn- réttindi og landsréttindi íslands".1 Áðr enn stjórn félagsins var kosin, var iesið upp bréf frá forseta Tr. Gunnarssyni, þar sem hann lýsti yfir trygð sinni og hollustu við félagið og að hann væri fús á að hafa enn stjórn þess á hendi. Kosningarnar fóru svo, að þeir Benidikt Kristjánsson, prófastr, og Tr. Gunnarsson fengu 13 atkv. livor. Var Tr. síðan kosinn með bundnnm kosningum. Varaforseti varð hinn sami og áðr: Eiríkr Briem. í forstöðunefnd vóru kosnir: Jón Ólafsson, Þorleifr Jónsson og Páll Briem (áðr vóru i henni Björn Jónsson, Björn M. Ólsen og Gr. Thomsen). Yfirskoðun- arm. reikninga: Jón Jensson og Indriði Einarsson. Embættisprófi á prestaskólnuum lúku 24. þ. m. Jón Steingrímsson . I. eink. 50 stig. Jón Arason . 1. — 49 — Ólafr Petersen . I. — 49 — Einar Friðgeirsson . I. — 45 — Ólafr Magnússon . I. — 45 — Magnús Björnsson . . I. — 43 — Árni Björnsson . II. — 41 — Gísli Einarsson . II. — 39 — Þórðr Ólafsson . II. — 39 — Jón Straumfjörð . II. — 23 — Camoens kom í morgun frá Borðeyri og Sauðárkrók með 294 vestrfara. Hefir verið 12 daga á leiðinni, síðan hann fór héðan norðr 15. þ. m., vegna hafísa og þoku. Hafíshroði var enn við Hornstrandír, enn þókomst Oamoens báðar leiðir fyrir Horn. Dalasýslu. 14. ágúst. „Tíðarfar hefir mátt heita hið ákjósau- legasta, það sem af heyskapartíma er liðið, og nýting hin besta, enn nokkuð lakari fyrir austan fjallgarðinn. Grasvöxtr víðast í góðu meðallagi, nema til fjalla rniklu lakari vegna tíðra nætr- frosta. Á Skógarströnd er sagðr rýr grasvöxtr“. Vestr-Skaptafettssýslu 15. ágúst. „Síðari hluti júnímánaðar vóru hér fádæma rigningar, svo að eldiviðr ónýttist hjá almenn- ingi. Síðan hefir tíð verið ákjósanleg og oftast þerrir. Hey- skapr hefir því gengið vel; grasvöxtr er allgóðr og útlit fyrir að heyfengr verði með meira móti“. * Ráð gegn sveitarþyngslum. n. I IV. kafla fátækrareglugjörðarinnar 8. jan. 1834, 9. gr. stendr: „Stjórnarar fátækramálefna eiga umhyggjusam- lega að sorga fyrir því að skorti hins fátæka frá bægist, á þann hátt er mest samsvarar sérhvers ') Enn eru stjórnréttindi og landsréttindi ekki alveg hið sama?

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.