Fjallkonan


Fjallkonan - 27.08.1887, Síða 2

Fjallkonan - 27.08.1887, Síða 2
102 FJALLKONAN. þörfum og minst er sveitinni til þyngsla. Þeir eiga, þegar hjálpar er beiðst af fátækrafjárhlutum, sem nákvæmast að rannsaka skort hlutaðeiganda j og hans orsakir, áðr enn þeir álykta, hvort hann eigi slíks styrks að njóta, eiga þeir með mannljúf- legri umhyggju fyrir hjálp í bjargarleysi, samkv. þessarar tilskipunar 5. gr., einmitt að hafa tilhlýði- legt tillit til sveitarinnar þarfa, og þeirra fordjarf- anlegu afleiðinga fyrir siðlæti og iðjusemi, er alt of auðveldum aðgangi til hjálpar af sveitarsjóð fylgja kunna. Sveitarstyrkr á þannig ekki að veitast þeim, sem með tilhlýðilegri brúkun krafta sinna getr sorgað fyrir nauðþurft sinni, eðr sem getr öðlazt hana hjá þeim, sem eru skyldugir eða vilj- ugir til áð hjálpa honum“. Svo mörg eru nú þessi textans orð, o. s. frv. Nú stendr æði oft svo á, að enga vinnu er að fá sem borgun fæst fyrir, svo þeir sem hjálp- ar þarfnast eru sjálfs síns ómagar og sjálf- um sór ónýtir, og sveitarstjórnin er ráðalaus með þá nema hún grípi til þess óyndisúrræðis að leggja þeim styrk af sveitarfó. Til að ráða bót á þessu er reynandi, að gefa sveitarstjórnum kost á því, að mega verja vissri fjárupphæð t. d. alt að 2—800 kr. af sveitarfó, til að byrja með, eða mega taka lán til þess upp á á- byrgð sveitarfélagsins, til þess að geta komið upp eða byrjað á nokkurs konar vinnustofnun í sveit- inni, þó í smáum stíl væri fyrst um sinn. Maðr getr hugsað sór að byrja slíkt þannig, að sveitarstjórnin semdi við einn eða tvo, eða máske þrjá bændr í sveit sinni, sem væru stjórnsamir og starfsamir, til að hafa á reiðum höndum daglauna vinnu handa þeim mönnum, sem lægju við sveit, gegn hæfilegum daglaunum. Enn þess konar samn- ingum yrði auðvitað torvelt að ná nema meðnokk- ururn fjárstyrk til að byrja með, bæði til viðrvær- is handa þessum verkamönnum, og húsnæðis og verk- færakaupa til að koma þessu í gang. Til slíkrar vinnu mætti líka beita þeim þurfamönnum hrepps- ins, sem væru vinnufærir. Þetta fyrirkomulag mundi með tímanum, undir góðri stjórn, hljóta að borga sig sjálft, og í öðru lagi mundi það geta verndað margan frá því að verða þurfamaðr; i þriðja lagi yrði þetta til verk- legra framfara i sveitinni, því störf þessi hlytu að verða mest fólgin í jarðabótum. Menn munu segja að ekki só auðvelt að hafa vinnu til taks þegar þörfin kallar mest að til að fá styrk til bjargræðis, og er það satt, því á vetr- inn er þörfin mest, enn vinnan þá sizt fyrir hendi. Enn þá ætti sá maðr, eða þeir menn, sem vinnu- stjórnina tækjust á hendr, að vera svo í stakk búnir að geta látið í tó nokkrar kr. eða matbjörg í móti ábyrgð sveitarstjúrnarinnar, sem þiggjandinn mætti endrgjalda með vinnu sinni á næsta sumri. Að sýslunefndir álitu sig hafa lagaheimild til að gefa samþykki sitt til þess, að sveitarstjórnir verðu fátækrafó til slíks, sem hér er farið fram á, erefa- samt, nema ef vera skyldi með tilliti til 26. gr. í sveitastjórnarlögunum 4. maí 1872, þar eð slíkr kostnaðr getr ekki reiknast þurfamannastyrkr bein- línis, heldr óbeinlinis; annars þarf að koma laga á- kvæði um það, að sveitastjórnum geti gefizt kostr á að verja fátækrafé á þenna hátt. Um þetta mætti setja sórstök samþyktarlög, sem gæfu sveita og sýslufólögum heimild til að búa til samþyktir um slikt. Þá væri það í sjálfsvald sett hvort menn vildu koma slíku í verk hjá sér eða J ekki; enn reynslan mundi sýna og sanna þeim sem j framkvæmdu þetta undir góðri stjórn, að þurfamenn- irnir yrðu færri enn áðr, og að meira yrði unnið enn nií er til hagnaðar fyrir landbúnaðinn. Valþjófsstaöarhuröin. Það er kunnugt að þessi gripr er kominn (it úr landinu sömu leiðina eins og svo margt annað, enn á hvern hátt, það verðr hér spumingin. Bins og svo oft hefir verið tekið fram, er hurð þessi forn skálahurð eftir þvi helzta sem með nokkurri vissu verðr sagt, enn engin rök liggja fyrir, að hún sé upprunalega kirkjuhurð, enda brann kirkjan á Valþjófsstað 1361, enn hvorki að færa frekari rök fyrir þessu, eða að tiltaka um aldr hurðariunar, er j hér umtalsefnið. Hurð þessi mun hafa verið fyrir hinum forna J skála er stðð á Vaiþjðfsstað, enn upp úr máttarviðunum úr hon- um, sem vðru alldigrir rauðaviðir, var þá kirkjan bygð. Það J sést á fornum skjölum, að kirkja þessi var bygð á Yalþjófsstað kringum 1500; og hefir þá hinn forni skáli verið rifinn; var [ hún útbrotakirkja með fordyri, og hurðin mun þá látin fyrir kirkjuna; enn i hinni fornu skálatótt var aftr bygðr skáli, sem stðð þar til kringum 1861. Á þennan hátt er hurð þessi orðin eign kirkjunnar, og í vísitaziubðk Brynjólfs biskups 1641 er hurðin sérstaklega nefnd með sínum einkennum : „Skorin hurd sterk fyrir kirkju á járnum med silfursmeltum hring“; þá er kirkja þessi )%j siálfre sier stædeleg ad máttarvidum, lasen sum- stadar ad þilvidi; kirkjan er með útbrotum". Svo kemr þar næst: „Registr kirkna í Skálholtsstifti 1635“ (aftan við hinn átoriseraða Gisla máldaga): “Kirkjan (á Yalþjófsstað) göm ul af tré, sumstadar endurbætt af Sr. Böðvare". Og ennfremr segir | síra Páll Högnason, prófastr á Valþjófsstað, er var þar allan sinn prestskap (veitt brauðið 1686), í prófasts vísitazíu frá 1721 | um kirkjuna á Yalþjófsstað : „Kirkjan er í sjálfu sér aígamalt hús, alt af timbri, mikið tilgengin til norðurs; undirvidirnir eru sterkir, það á má sjá, enn þakið og súðin á kórnum gam- alt og fornlegt; á hákirkjunni yngra og ófúið að sjá.--— Hurð stór og sterk fyrir hákirkjunni með gömlu verki og ein- um stórum járnhríng innsettum með silfri". Það sést á þeirri kirkju, sem hér er bygð næst á eftir, að sú áðrtalda kirkja hefir staðið fram undir hálft þriðja hundrað ár, eða frá því um 1500, og þar til fram um 1740. Visit. Olafs biskups Gislasonar. 1748: „Kirkjan með útbrotum . . . moldir kirkjunnar taka nokkud ad bila, sem stadarhaldari tekur i akt med heutugleik- um; annars er þetta hús vænt og velstandandi, nýlega uppgjört. .... Hurð á járnum með skrá, lykli og járnhríng gamal-silfr- uðum a). Þessi kirkja mun þá bygð um eða eftir 1740, þarsem segir „nýlega uppgjört", enn þar sem talað er um „moldir kirkjuunar", mun eiukanlega meint til þaksins, því kunnugt er að ný þök springa fyrst i stað, og þurfa því endrbótar áðr enn þau geta gróið. Þessi kirkja mun hafa staðið þar til 1845—6; 1) Þessi skýrteini úr fornum skjölum um kirkjurnar á Yal- þjófsstað og hurðina hefir Valdimar Ásmundarson, ritstj. Fjallk., útvegað mér og fleira; ég hefi og fengið fleiri upplýsingar að austan um þetta efni.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.