Fjallkonan


Fjallkonan - 08.09.1887, Qupperneq 4

Fjallkonan - 08.09.1887, Qupperneq 4
108 FJALLKONAN. Andatrú (spiritism). Það er öðru nær enn að hin forna trú á svipi dauðra manna sé útdauð. Hún hefir að eins breyzt og er orðin eitthvað pýðai'i og samkvæmari aldarstefnunni. Það eru einkum andatrúarmenn (spiritistar), sem hafa vakið þessa trú á ný. Hún er fyrst komin upp í hinni nýju mynd í Ameríku, sem kalla má heimkynni alls „humbúgs11, 1847. Síðan hafa „spíritistar11 breiðzf út um allan heim, og ætlað að gera menn vitlausa; kynjasögurnar og undrin fylla árlega stórar hækr og blöð. Aðalkenning þeirra er sú, að sálir dauðra manna sé á sveimi á jörðunni, að minsta kosti um víst tímabil, og að hinir lifandi geti talað við pá og spurt þá spjörunum úr. Við- talið fer oftast fram á þann hátt, að andinn klappar högg í horð, enn við borðið sitja tveir meðalgöngumenn (media), er hafa náð andanum á sitt vald. Stafir og orð eru sett saman eftir höggva tölunni (eitt högg þýðir a, tvö högg 6 o. s frv.). Stundum skrifa andarnir, stundum leika þeir á hljóðfæri o. s. frv. — Á síðustu árum hafa verið stofnuð félög bæði í Bvrópu og Ameríku til að rannsaka athæfi spíritista, og þótt eigi hafi tekizt að skýra eða sanna fullkomlega hver brögð þeir hafi í tafti, þykjast menn vera vissir um, að hér sé ekkert „yfirnátt- úrlegt“ á seiði, heldr gangi alt eðlilega til og að þetta alt sé tóm brögð. — Draugasögur heyrast nú á hverju ári. í sumar gengu miklar sögur um reimleika í húsi einu í Karlskrona í Svíþjóð; það var á þann hátt, að öllu sem lauslegt var í hús- inu var kastað og umturnað, enn engi maðr sást. Sótti þang- að múgr og margmenni til að sjá þessi undr, og lögreglustjóri bæjarins hefir gefið skýrslu nm þetta, er staðfestir frásögnina. Það má nærri geta, að hér muni ekki annað um að vera enn samkynja brögð og „spíritistar" heita. í kvennahúri soldáns í Konstantínopel andaðist nýlega ein hjákonan 110 ára að aldri. Hún var tekin í kvennabúrið 1792 og þjónaði 5 herrurn: Abdúl Hamid I., Mahómeð II., Abdúl Medsjid. Abdul Aziz Múzad og að endingu soldáni þeim er nú rikir, Abdúl Hamid II. Hafði hann einatt gaman af því að hjala við þessa vildarkonu fyrirrennara sinna. — Það sér ekki á að lífið í kvennabúrunum sé lagað til að stytta konum aldr. AUGLÝSINGAR. SÁLMAR OG KVÆÐI HALLGRÍMS PÉTRSSONAR, I. bindi, skrautútgáfa með mynd höfundarins, er út komin á minn kostn- að og kostar þetta bindi heft 2 kr. 60 au. enn í ágætu bandi 3 kr. 75 au. — 4 kr. 25 au. — Þetta afar-lága verð á jafn- prýðilegri hók er að þakka þeira fagnaðar viðtökum, sem bók- in hefir fengið meðal landsmanna. — Síðar verðr þetta 1. bindi til sölu í frábærlega vönduðu skrautbandi. Þeir sem kaupa þetta bindi áðr enn næsta hindi kemr út, verða taldir sem áskrifendr og fá því bindið með þessu aug- lýsta verði, og hækkar verðið þannig ekki fyrr enn síðara bind- ið er komið út, enn sú verðhækkun kemr að eins fram við þá sem þá hafa ekki gerzt áskrifendr að báðum bindunum. Sigurðr Kristjánsson. Gullhringr mteð liTÍtum stteini týmlist 2. þ. m. frá Kálfa- tjörn til Hafnarfjarðar. IIinii ráðvandi flnnandi er bcðinn að skila honnm til ritstj. þessa blaðs gcs:n góðum fundarlaunum. Munið eftir Lotteríinu í 26. tbl. Fjall- konunnnar. TANNPÍ NUMEÐUL. Samskonar tannpínumeðul og ég hefi hingað til viðhaft við tannlækningar heima hjá mér, en engum selt, verða nú eftir- leiðis til sölu hjá mér. Þess skal getið að meðul þessi eru samsett eftir hinum beztu ráðleggingum (recept) hr. A. Préterre í Parisarborg, sem ekki er einungis álitinn frægastr tannlæknir meðal Frakka, heldr jafnvel beztr tannlæknir sem nú er uppi. Meðul þessi eru — eins og margir munu kannast við, sem ég hefi hjálpað — svo fljótverkandi að undrun sætir. Rvík 24. ágúst 1887. Páll ÞorTcelsson tannlæknir. Examíneraðr tannlæknir, cand. pliarm. Xickolin, gegnir lækningum frá kl. 11 til 3, nema á sunnudögum. Pyrir fátæklinga þriðjudag, fimmtudag og laugardag kl. 10—11. Holar tennr eru fylltar sársaukalaust fyrir 1—3 kr. hver. HXTZQ. Tannpína stillist þegar i stað, og meðalið með fyrirsögn um notkun þess fæst fyrir 1 kr. Það er ómissandi á hverju heimili, þar sem tannpína þekkist. — Bústaðr i húsi Guðnýjar Möller i Reykjavík. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja lif sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Fjallkonan. Þessi hlöð af Fjallkonunni kaupir útgefandi háu verði: af I. ári, 1884, 1., 2., 19. og 21. blað. — II. — 1885, 6., 7. og 8. blað. — III. — 1886, 11. blað. _ XV. — 1887, 2. blað, 10. blað. Þeir sem hafa fengið þessi blöð ofsend, eru beðnir að endr- senda þau og merkja utan á hvaða nr. þeir senda. ' w Vanskil. Ef vanskil verða á sendingum Fjallkon- unnar, eru útsölumenn og aðrir kaupendr beðnir að láta útgef- andann vita það greinilega með fyrstu póstferð eða eigi síð- ar enn með annari pústferð, sem fellr eftir að þeir hafa feng- ið eða áttu að fá blaðið. Ef þeir láta ekki útgefanda vitaum vanskilin í tækan tíma, mega þeir ef til vill búast við, aðekki verði bætt úr þeim, því að upplagið er á þrotum. 1 næstu blöðum „Fjallkonunnar“ koma: nýjir palladóm- ar um þingmenn; hugleiðingar um sjálfstjóm; framh. af ísl. sögnbálki; mynd af einhverjum merkismanni með œviágripi; framh. af heilbrigðisþœtti eftir dr. Jónassen o. fl. PrentsmiÖja |S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.