Fjallkonan - 18.09.1887, Síða 3
F JALLKON AN.
111
Þegar þessar ófarir fréttust til Danmerkr, gerði konungr ftt
annan leiðangr til Indlauds. Það var árið 1622. Var að eins
eitt skip haft til ferðarinnar ; |iað hét „K.ristjanshavn“ og for-
maðrinn Kristoff. Bogi. Svo er að sjá sem ferðin hafi gengið I
allvel. Gerðist Jón liðsmaðr i kastalanum Dansborg. Af dvöl
sinni i Indlandi segir hann fátt, enn ritar sitthvað um háttu \
landsmanna. Hann vann Jiað sér til frægðar í Indlandi að
hann drap höggorm, er var 8 álna langr og 2 álnir ummáls.
Á pálmasunnudag (1624?) kom skip frá Danmörku til Dans-
horgar. Það hét „Perlan“, og var hygt í Hollandi, 700 lestir
á stærð. Þetta skip átti að sækja farm af indverskum varningi, |
er metinn var á við 10 tunnur gulls. Með skipi Jiessu voru 140 '
manns, og bjóst Jón til heimferðar með því. Enn tíu dögum j
áðr enn skipið lagði á stað, vildi honum slys til. Hann var
að hlaða fallbyssu, enn er minst varði, hljóp skotið úr henni;
höfðu verið í henni leifar af éldra skoti; kastaði skotið Jóni
60 faðma á sjó út og sökk hann til hotns á tíræðu djúpi; um
leið misti liann 3 fingr hægri handar og meiddist allr. Tókst
þó að bjarga honum og lagðist hann sjúkr; vinir hans töldu
hann af ferðinni, enn hann þýddist það ekki. Hann lá 16
vikur.
Skipið lagði af stað frá Indlandi 24. sept. 1624 og hrepti á
leiðinni (sumarið eftir) storma mikla, einkum undan útnorðr- \
ströndum Afríku, og misti þá nokkra af skipverjum útbyrðis;
síðan (um haustið eftir) við írland, og var þá nærri farið; þó
náðu þeir þar landi og vóru þá dauðir 35 af skipverjum, sumir
af slysum og sumir úr skyrbjúgi og öðrum kvillum. Skipstjór-
inn, Kristoff. Bogi, dó þegar í land kom og 5 aðrir. Þeir ,sem
eftir lifðu fengu þar góðan beina og aðhlynningu, og 53 af
skipverjum leigðu sér þegar skip til heimferðar. Þeir komu við
Hálogaland í Noregi, og fóru þaðan til Danmerkr. Yar það
árið 1625, er mánuðr var af vetri. Höfðu þeir þá verið á leið-
inni frá Indlandi fnlla 13 mánuði.
Jón hafði aflað sér nokkurs fjár í Indlandi, og urðu allar
eigur hans, er hann telr 6000 rd. virði, eftir í skipinu við ír-
land; höfðu þær verið i vörzlum skipstjóra. Síðan var gert við
skipið og það kom heim til Danmerkr; heimti Jón fjármuni
sína, enn fékk eigi, og fóru þeir til erfingja skipstjórans.
Haun réð þá af, að leita til Kristjáns konungs, enn hann var
þá á ferð í Þýzkalandi. Fór hann þá til krónprinzins og bað
hann að leggja sér uppeldi af einhverjum konungsjörðum hér á
landi, þegar heim kæmi, og hlutast tilum, að indverska félagið
bætti honum handlöm hans. Krónprinzinn varð vel við, og
reit 23. marz 1626 höfuðsmanni Holg. Bosenkranz um, að Jón
fengi afgjald af einhverjum konungsjörðum á íslandi. Enn
indverska félagið lét ekkert af hendi rakna. — í Khöfn buðust
Jóni góðir kostir, enu hann vildi fyrir hvern mun fara til
íslands.
Yorið 1626 í maí varð hann samferða höfuðsmanninuin Ros-
enkranz, Þorláki Skúlasyni og fl. íslenzkum mönnum heim til
Islands. Þeir komti út í Seilunni fyrir Jónsmessu.
(Niðrlag næst).
Heilbrigðisþáttr.
Nokkur atriði heilkrigðisí'ræðinnar.
Eftir Dr. med. J. Jimassen.
-----ooo------
Sú fræðigrein, sem kennir oss, hvernig vér eigum að varð-
veita heilsuna, og hvernig vér eigum að reyna að forðast það
alt, sem heilsunni er skaðlegt, nefnist einu nafni lieilbrigðis-
frœði. Þótt þessi fræðigrein sé einhver hin þýðingarmesta fyr-
ir líf vort, þá gegnir það mikilli furðu, hversu menn alment
leggja litla rækt við hana; eigi að eins alþýða (henni er vork-
unn að því leyti, að vér eigum, því miðr, enga bók um heíl-
brigðisfræði á íslenzku), heldr og hinir, sem til menta hafa
verið settir, eru mjög fákunnandi um sumt það, sem að lieil-
brigðisfræði lýtr. Að réttu lagi ætti þegar í bamaskólum að
kenna börnunum meginatriði heilbrigðisfræðiunar og í gagn-
fræðaskólum og kvennaskólum og latínuskólanum ætti vissnlega
kensla í heilbrigðisfræði að fara fram; Englendingar og Ame-
ríkumenn hafa lengi séð, hversu nauðsynlegt það er, að allir,
bæði æðri og lægri, sem fyrst nemi þau fræði, sem hafa svo af-
armikla þýðingu fyrir alt lífið, og því er ágrip af heilbrigðis-
fræði kent þar á skólum. Það er gamalt máltæki, sem segir:
„þegar heilsuna vantar, vantar alt“, og er það inála sannast,
því hver eru þau heimsins gæði, sem geta jafnazt við góða
heilsu? Með heilsuleysinu smá-þverrar öll lítsgleði. Hvað stoð-
ar það ríka manninn, að vita af því, að hann á svo eða svo
mikið af krónum, ef hann er heilsulaus og veikr ; fátæklingrinn
sem á fult í fangi með að vinna fyrir sér og sínum, er marg-
falt ánægðari með lífið, sé hann frískr og liraustr á sál og lík-
ama. Þótt vér allir verðum að viðrkenna, að máltækið „þegar
heilsuna vantar, vantar alt“, liafi í sér hin fylstu sanuindi, þá
hljótum vér á hinn bóginn og að játa, að mikið vautar á það,
að vér með daglegri breytni vorri sýnum, að þetta só oss hug-
fast; já, vér högum margoft vísvitandi lifuaði vorum gagnstætt
því, sem ekki einungis heilbrigð skynsemi segir oss, að sé rétt,
heldr og gagnstætt því, sem dagleg reynsla og vísindin kenna
oss.
Ég ætla mér í eftirfylgjandi greinum að taka fyrir nokkura
kafla úr heilbrigðisfræðinni og reyna að skýra þá svo fyrir al-
þýðu, að hún fái ljósa hugmynd um þýðingu þeirra. og skal ég
í þetta skifti fara nokkurum orðum um andrúmslo/tið.
Loftið, sem lykr um jörðina, er ekki ein sérstök lofttegund,
heldr samblendingr af tveimr aðal-lofttegundum, ufl. lífslofti og
köfnunarlofti; auk þess er meira eða minna af vatnsgufu í loft-
inu og lítið eitt at kolasýrulofti. í 100 pörtum lofts eru 21
partr lifsloft og 79 partar köfnunarefni, og í þessu hlutfalli er
altloft, hvort sem það er nálœgt eða fjarri jörðunni.
Lífsloftid er litar- og lyktar-laus og bragðlaus lofttegund.
Sé logandi kerti borið inn í eintómt lífsloft, eyðist kertið fljótt,
því loginn brennr miklu harðara í lífslofti enn venjulegu lofti;
ef vér ættum að anda að oss tómu lífslofti, yrði blóðsumierðin
í líkainanum og öll efnisumskifting með iniklum hraða, og vér
mundum eigi endast til þess nema skamman tírna; vér mund-
um fljótt brenna upp.
Lífsloftið hefir óumræðilega mikla þýðingu í ríki náttúruun-
ar, því eugin lofttegund megnar eins og það að sameinast öðr-
um líkömum og breyta þeim; það er lífsloftið í lottinu, sem
viðheldr öllum efnisskiftingum í líkama vorum og í hinum lif-
andi jurtum; það viðheldr öllu lífi. Án lífslofts væri tómr dauði;
alt líf sloknar út af, nái lífsloft ekki að komast að, alveg á
sama hátt eins og eldrinn sloknar, berist eigi að honum nýr
loftstraumr.
Kófnunarloftiö er miklu meira i loítinu enn lífslottið; það er
kallað köfnunar- eða dauðaloft af því, að hvorki menn né skepn-
ur geta lifað í því eintómu; þessi loftteguud er einnig ósýni-
leg, lyktarlaus og bragðlaus; sé logandi kerti borið inn í ein-
tómt köfnunarloft, slokknar ljósið þegar á kertinu; köfnunar-
loftið í loftinu dregr úr magni lífsloftsins; það má segja, að
það þynni lífsloftið, álíka og vér þynnum vín með vatni til þess
að deyfa vínið.
Kólasýrulofliö er einnig litarlaus lofttegund, enu sá ermunr-
inn á kolasýrulofti og hinum tveim fyrnefndu, að nokkur lykt
er að því og nokkur súrkeimr. Sé logandi kerti borið inu i
eintómt kolasýruloft, sloknar þegar á því; hvorki menn né
skepnur geta lifað í því. Kolasýruloftið er miklu þyngra enn
venjulegt loft; það má hella því rétt eins og vatni úr einu í-
láti í annað.
Vatnsgufa er ávalt meiri eða minni í öllu lofti.
Lífsloft, köfnunarloft, kolasýruloft og vatnsgufa eru ávalt í
andrúmsloftinu og hvervetna í jöfnu hlutfalli hvert til annars,
hvort sem vér erum skamt eða langt frá jörðunni. Þessar loft-
tegundir eru allar jafn nauðsynlegar fyrir alt dýra og jurta lif