Fjallkonan


Fjallkonan - 18.09.1887, Síða 4

Fjallkonan - 18.09.1887, Síða 4
112 FJALLKON AN. á jörðnnni; enn langmest kveðr að lífsloftinu og köfnunarloft- inu. í hreinu lofti er að eins mjög lítið af kolasýrulofti. (Framhald). Steinkolaforði Evrópu. Menn hafa ekki alls fyrir löngu látið Jiá skoðun í ljósi, að þess mundi ef til vill ekki vera svo afarlangt að bíða, að steinkolaforði Evrópu kæmist að þrotum, og að hann á Englandi t. a. m. mundi verða upp unninn að 105 árum liðnum. Nú eru menn komnir á aðra skoðun og j reiknast svo til að steinkolaforði Englands muni geta enzt enn | i 600—800 ár, enda veitir Englendingum nú erfiðara enn áðr að koma út kolum sínum erlendis. Þýzkaland er kolaríkara enn öll önnur Evrópulönd. í kolanámssvæðinu sem liggr að ánni Rulir í Yestfalen ætla menn að muni felast yfir 50,000 j miljónir farmlesta. Þá eru í sama héraði hiu feiknalegu kola- lög, sem liggja milli ánna Emseher og Lippe; má því óhætt fullyrða að þessi vesttalski kolaauðr mun endast enda lengr enn J um 1000 ár. I efri Slesíu eru þess utan kolalög, sem ætla má að geyma muni um 50,000 miljónir farmlesta ef reiknað er i 600 metra dýpt, enn meira ef dýpra er farið; þar að auki eru ' víðar mikil koialög. í Böhmen og Máhren er nægð stein- kola. Kolaauðr Rússlands er ekki enn rannsakaðr til hlítar, ! enn mun vera talsverðr. Aftr eru steinkolanáraar í Belgíu j Frakklandi, Svíþjóð, Ítalíu og Spáni ekki nægjandi fyrir lönd þessi, svo þau þurfa aðflutninga af kolum. Skipafloti Evrópnnianna og Ameríkumanna. í Evrópu, ! Ameríku og eignum Evrópuþjóða í öðrum heimsálfum vóru 1. J jan. 1886 103,757 skip og farmtaka þeirra til samans 20,507,500 tons; þar af vóru 16,015 eimskip með 7,699,000 t. farmtöku og j 87,742 seglskip með 12,807,600 tons farmtöku. Frá þvi árið j 1879 heíir eimskipaflotinn aukizt um 3,807 skip (3,202,600 tn.), enn seglskipaflotinn minkað um 9,802 (1,754,100 tons). Árið j 1879 var farmtaka eimskipanna 48°/0 af öllum verzlunarflotann um, enn nú 64V2%' AUGLÝSING A R. Samskot til tombólu. Hér með eru allir þeir, sem vilja styðja með gjöfum tombólu, til inntektar fyrir hús Grood-Templ- ar-Stúknanna i Rvík, vinsamlega beðnir að afhenda 1 gjafir sínar til einhvers af undirskrifuðum, helzt fyrir 2. október. Reykjavík 14. sept. 1887. Helga Eiríksdóttir. Ingunn Loftsdóttir. Jórunn Sighvatsdðttir. Kristín Schou. Marta Pjetnrsdóttir. Ragnheiður Bjarnason. Þorbjörg Sveinsdóttir. Andrjes Bjarnason. Arni Gíslason. Borgþór Jósepsson. Guðl. Guðmundsson. Indridi Einarsson. Jón Ólafsson. Konráð Maurer. Magnús Zalcaríasson. Ö. Rósinkranz. P. Pjetursson. S. Jónsson. Þorl. Ó. Johnson. Þar eð sýslumaðr B. Sveinsson hefir gefið mér fullkomið um- boð til að hafa umsjón með því fyrir hans hönd, að enginn veiði í óleyfi í Elliðaánum fyrir landi eignarjarða hans, þá gefst hér með til vitundar, að ég mun strauglega framfylgja mér gefnu umboði, og láta hvern þann, er gjörir sig sekan í veiði i Elliðaám fyrir ofangreindri landareign, sæta fyllstu á- byrgð samkvæint landslögum. Reykjavik 4. sept. 1887. W. Ó. Breiðfjörð. svo óþokkaðr af rógi vondra manna, að enginn, sizt af hetra tagi, vill ókeypis ganga með mér á bæjarins götum, þá aug- lýsist hér með, að ég hýð séntilmönnum, sem vilja spasséra með mér minst hálfan tíma í albjörtu (sér í lagi á skytnings- ferðum) 2 hálfa bjóra og 2 konjakka að minsta kosti, og þeim, sem vilja ganga með mér jafnlengi í tunglsljósi eða hálfdimmu 2 væna bittera pr. túr. Eldgrímr íleggr. Vandað skatol er til sölu með mjög góðu verði. Ritstj. vísar á. Lesiö! Nytt og vel nmvandað liús fæst til haups, fyrir óvanalega lágt verð. Borgunarshilmálar einhar góðir. Ritstjóri þessa blaðs vísar á. Fataskápr vænn og vel lagaðr er til sölu fyrir gott verð. Ritstjóri ávísar. Timhr, borð, óhefluð og hefluð, smáplankar og tré, fæst með óheyrðu lágu verði hjá M. Johannessen. 10 af hundraði gefr undirskrifaðr til september-mánaðarloka á eldri beholdn- ingu af als konar kramvöru; eins af því, sem eftir er af álnavöru frá í sumar. M. Johannessen. Ágæt ofnkol, á 3 kr. pr. skpd., fást hjá M. Johannessen. 4“ 5 börn geta fengið kenslu í námsgreinum þeim, sem kendar eru í barnaskólum, frá 1. októher næstkomandi, 2—3 klukkutima á dag, hjá prestaskólakandídat hér i bænum. Rit- stj. vísar á. Munið eftir Lotteríinu í 26. tbl. Fjall- konunnnar. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Sakir þess að ég, — enn þótt með öllu saklaus —, er orðinn Prentsmiðja |S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.