Fjallkonan


Fjallkonan - 18.10.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 18.10.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 123 Jeir skoða umbðta viðleitni sem eyðingar tilraunir, og þykir sem allar endrbætr séu byltingar. Höfundrinn tekr það tram bvað eftir annað, að það mundi verða mannkyninu til ógæfu ef trúar- brögðin kulnuðu út, og segir, að rit sitt sé ekki stílað móti hinni háleitu kenningu Krists, heldr mót rangsnúningnum á kærleiks boðskap hans. Hann heldr að hnignun trúarinnar með- ! al mannanna komi af því. að kristindómrinn heldr fram úreltum setningum og stendr öndverðr gegn skynseminni og aldarand- j anum, í stað þess að leggja mesta áherzlu á boðorð mannkær- leikans. Þessvegna ræðst höfnndrinn á hina ytri trúboðnn, er i hann segir að hafi einungis orðið heiðingjnm hefndargjöf, enda hafi aldrei kent þeim að skilja höfuðatriði trúarlærdómanna. Þá rannsakar hann rit biblíunnar og segir, að í þeim séu margir vitrlegir siðalærdómar og talsvert af góðum skáldskap, enn bins vegar fjöldi mótsagna, margar villur og óskiljanlegar setningar og kafiar, sem særi tilfinninguna fyrir góðu siðferði og velsæmi. Það telr haun einna skaðvænlegasta setningu kristindómsins, að | jafnvel hinir verstu menn megi vera öruggir um sáluhjálp sína, j ef þeir að eins iðrist á deyjanda degi og trúi á kenningar kirkj- j unnar, þar sem hinir ágætustu menn og sannir mannvinir verði j glataðir að eilítu ef þeir trúa ekki. „Hver hræsnari, hver ó- j þokkinn, sem níðst hefir á ekkjum og mnnaðarleysingjum, hver j harðstjóri, sem hefir fótum troðið mannfrelsi og mannréttindi, j geti gengið hróðugr inn um dyr eilífðarinnar með geislabaug j um höfuð, ef hann að eins hefir á endanum verið nógu kænn j til að hafa af djöftinum bráð hans“. Aðra mótbáru gegn sannleika kristindómsins leiðir höfundr- inn af því, hve margir trúflokkar hata komið upp í kristindóm- j inum, sem hatast og ofsækja hvorir aðra. Hann telr 300 trú- j fiokka í kristnu trúnni, og talar að eins um liina lielztu þeirra. Hinn yngsti kristni trúflokkr kom upp í Michigan (i Bandarikj- j unum) 1882. Þeir kalla sig „Perfectionista" (algervinga) og trúarjátning þeirra hljóðar þannig: „Frú Dóra Beckmann er t Kristr, og hver sem ekki trúir því er glötunarinnar barn“. Það i er ekki einungis þessi frú sjálf, sem trúir því, að guðdómsius fylling búi i henni og að hún og guð sé eitt, heldr halda fylgj- arar iiennar því fast fram, að hún sé frelsari heimsins, og kalla hana „það guðslamb, sem burt beri heimsins syndir“, og það „ljós, sera upplýsi heiminn11. Sá, sem þessu trúir er alger, og getr ekki syndgað. — Gerbard kennir kreddutrúnni og krafta- j verkatrúnni um það, að inenn geti leiðst i slíkar villur, og færir i sönnur á það, hve auðveldlega menn rati í myrkr flónskunnar ' et' hún að eins hjúpar sig í blæju yfirnáttúrleikans“. Góðar þóttu Gerhardi-hugvekjur. hinar gömlu, sem j lengi vóru hafðar að húslestrum hér á landi. Hér hefir nú verið sagt frá nýjum Gerhardi-hugvekjum, og þykir ekki ólíklegt, að þær féllu sumum mönnum hér á landi ekki síðr í skap. Skoðanir þær sem koma þar fram um bókstafiega biblíutrú eru nú mjög al- gengar meðal mentaðra þjóða í ræðum, bókum og blöðum, og þótti því rétt að skýra frá þeim einu sinni í íslenzku blaði. Enn það er satt — það má ekki rita eitt einasta orð um trúarmál eða kirkjumál í blöð hér á landi; „það á ekki við að skrifa um þess háttar í blöðin“, sagði einn þingmaðr við mig um daginn ; „almenn- ingr vill ekki heyra slíka liluti nefnda á nafu í dag- blöðum“. Það lítr svo út sem flestir vilji helzt þegja í hel allan kristindóm og kirkjulíf. Það eru prestarnir einir, sem mega tala um trúarmál og kirkjumál og það að eins í prédikunarstólnum ; um kirkjulega mál- fundi er ekki að tala, því síðr kirkjulegt tímarit. Það getr ekki hjá því farið, að ýmsar trúar og trúleysis skoðanir læðist inn í landið frá útlöndum; það fer alt í kyrþey, því aldrei má vekja máls á neinu slíku, aldrei rannsaka neitt, aldrei verja neitt né mótmæla neinu. Undiröldurnar geta orðið nógu sterkar í logninu. — Kirkjulíf vort hleðr utan að sér ! kíuverskum garði; þar tvrir innan er sífeld kjTrð og — dauði. Enn stjórngarparnir, hvað hugsa þeir um kirkj- una? Þing er háð á þing ofan, stjórnarskrárbreyt- ar eru ræddar á hverju þiugi og þó eru litlar sem engar breytingar gerðar á kirkjulegum málum. Það er verið að ræða um stjórnmál i hverju blaði, enn varla rninnst einu orði á kirkjuleg mál. Kirkjumálin eru þó eiun höfuðþáttr stjórnarskipun- arinnar, einn kapítulinn i stjórnarskrá vorri. Til kirkjunnar ver landið meira fé enn þótt lögðsésam- an gjöld til allra annara stofnana og embætta á land- inu. Til presta og kirkna ver landið nokkur hundr- uð þúsund krónum á ári. Og þó má aldrei rita neitt í blöðin um trúarmál eða kirkjumál.1 a-\-b. 25 o* 3C. í 46. bl. Þjóðólfs þ. á. hefir dr. Finmir Jónsson ritað grein um z og x, sérstaklega með tilliti til Frt.tta frá íslandi síðast. Hann segist eigi vita af livaða ástæðum höf. hafi útrýmt ]>ess- um stöfum, en eg get fullvissað hann um það, að höfundur Fréttanua hefir eigi útrýmt þeim af neinu öðru en því, að hon- um hefir, sem mér, þótt þeir alveg óþarfir í íslensku. Dr. Fiunur er líka á samri skoðun að þvi er snertir z, en það er eigi rétt sem liann segir, að z hafi ávallt til forna táknað ís; ]iað gerði húu eigi nema stundum (t. d. í beztur f. betstur), en aptur á móti i yfirstigum einknnna og miðmynd sagna táknaði hún st (t. a. m. sannaz f. sannast og berjaz f. berjast). Eg veit það vel, að Hoff'ory heldur því fram, að z liafi allstaðar verið ts til forna, en hann hefir eigi fært nein sláandi rök fyrir þessu, enda er það víst örðugt, og það er næst.a óliklegt, að nokkurn tíma liafi verið sagt á íslandi harðats f. harðast eða finnats f. finn- ast o. s. frv. Þar að auki hefir dr. Jón Þorkelsson leitt full- gildar sannanir að þvi, að z liafi líka táknað st i forntung- unni. Þá fer greinarhöf. að tala um x. Það er víst engum vaf'a háð, sem hann segir, að x sé í íslensku að upprunanum til ks, það sýuir samanburður við önnur germönsk mál bæði fornogný. En hitt er rangt, að ks og x sé eigi livarvetna borið fram al- veg eins í tali íslendinga nú um stuudir. Hljóðið sem k lietír í loksins er alls eigi ið sama sem í lok (vér segjum eigi lok-\-s), heldr ið sama að öllu sem fremra hljóðið í x i fas, vöxtr, og sama sem i g á undan s, t. d. í hugsa, en (/-hljóðið í hugsa er þó eigi ið sama sem i hugr, dagr, því að í þessum orðum er g linur blásandi, en fremra hljóðið í ks,gs, x er harður blásandi sem k og g eru líka á undan t (t. d. í sagt, rakt); jietta eru þær einu leifar, er vér hölum eptir í málinu at' imirn harða blásauda góm-og kvcrkstafanua. Blásturhljóð þettastendur í öldungis sama hlutfalli við blásið g-hIjóð, sein harða /’-hljóðið í hrif8a, gifta, glapti, stendurívið ið lina f í stáfa, tifa o. s. t’rv. eða ji-hljóð við d-hljóð. Það er algild regla í frambnrði á íslensku að in hörðu lokhljóð (versclilusslaute) k, t, p, og iuir linu blásturstafir g, ð, f, fá sama liljóð, það er verða harðir blásendur á undau hörðum staf; þanuig er 6 í maðkur borið fram sein þ (o: maþkur) en eigi sem ítnaður og t i vitkast tiigi sem t í vit, heldr eins og þ (o: viþkast), p í upsi og f í ofsi (af of) fá ið sama harða /-hljóð. Nú stendr svo á að s er einmitt harður stafur og er því engin ósamkvænmi í því að Zc-ið í x sé ritað eins og önnur /c-hljóð í máliuu á undan s, það er að x sé leyst í sundr í ks, án þess að taka nokkuð til greina hvort báðir stafiruir heyra rótinni til eða eigi, úr því hljóðið er hvarvetna hið sama. Vér höfum hér eitt hljóðsamband ritað á þrjá vegn, /cs, gs, x, og væri sannarlega betra og auðveldara að liafa eigi nema tvö merkin og fækka þeim um eitt, en þá auðvitað um ‘) Áðr eun grein þessi er öll komin út, ritar biskupinu P. Pétrsson grein í ísafold um bók Gerhards og ritdómsþýð- inguna í Fjallk. Heldr hann að slíkar greinir geti orðið hættulegar veiktrúuðum mönnum. Ég held þvert á móti, að slíkar greinir muni bezt glæða trúaráhuga manna. Ef slikar greinir geta gert skaða hér á landi, þá kemr það af því, að almenningr er hér á lægra stigi í kirkjulegum efn- um enn alment gerist meðal mentaðra þjóða. — Ritstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.