Fjallkonan


Fjallkonan - 28.10.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 28.10.1887, Blaðsíða 4
128 FJALLKONAN. haim. Pyrst var hann smali, enn síðan dáti og var í þjóða or- ustinni miklu við Leipzig 1813; tóku Frakkar hann höndum, enn síðan komst hann heim til Ungaralands aftr og lifði at vagnmensku. Ekki man Nagy til þess að hann hafi nokkurn- tíma verið veikr. Hann reykti tóhak til 1824, enn hætti þvi þá fyrir sparnaðar sakir. Nú lifir hann á góðsemi manna í fæð- ingarþorpi sínu. Hann hefir mist sjónina á vinstra auga, enn sér með hinu, og enn er honum allétt um gang. Hár hans er afarþykt og gulhvítt. Tennr hefir hann þó nokkurar enn í neðra gómi. Aldrei hefir hann kvongast, og segist hann ekki hafa fnndið hjá ser neina hvöt til þess. Þess vegna hefir hann ef til vill orðið svo langlífr. Fyrirspurnir. 11. Getr maðr ekki fengið ábyrgð fyrir eldsvoða á húsum í sveit ? 12. Hvað er mikið gjald af t. d. 100 kr. um árið? 13. Fær maðr ábyrgðargjaldið útborgað eftir 1 ár, ef t. d. húsið hrennr. Guðjón. 14. Hverjir eru hinir réttu landsdrotnarar presta þeirra sem húa á kirkjueignum með tilliti til laganna af 12. janúar 1884 um ábúð og úttekt jarða. Fyrir hverjum á að kæra, ef þeir sem leiguliðar hrjóta lög þessi, eða ná þau ekki til presta þess- ara ? Hreppstjóri. 15. Getr sá, sem þegið hefir sveitarstyrk í fieiri ár fyrir sig eða þá, sem honum ber að lögum fram að fsðra, áunnið sér sveitfestu í annari sveit, ef hanu flytr þangað og dvelr þar í 10 ár, án þess að þig'gja neitt af sveit, enn skuldin er þó ó- borguð? Eða er skuldin því til fyrirstöðu, að hann geti unnið sér sveit annarsstaðar enn þar sem haun skuldar? 16. Hver eru helztu einkenni að þekkja unglax frá birting, þegar báðir eru á sömu stærð? Nokkrir búendr á lax- og sil- ungs-veiðijörðum segja, að birtinga kyn geti orðið á stærð við 8—9 eða alt að 10 pd. lax, og þá (birtingana) megi alt af veiða; það sé einungis laxinn, sem friðaðr sé. Af því að marg- ir, sem óvanir eru lax- og silungs-veiði þekkja þetta ekki glögt, þá væri fróðlegt að vita, hver væru glöggust einkenni á þessu fiskakyni, hvoru fyrir sig, til aðgreiningar. Ef silnnganet, sem grípr 8—10 pd. silung, má liggja átölulaust í veiði-á nær sem er, skyldi þá ekki einnig geta slæðst i það lax? S. 2. Hið konunglega octroyeraða ábyrgðarfélag tekr í ábyrgð hús, alls konar vörur og innanhúsmuni fyrir lægsta endrgjald. Afgreiðsla: J. P. T. lírydes verzlun í Reykjnvík. Til hinna minnugu. Þeir sem kynnu að muna eða hafa í handritum áframhald af vísum þeim, sem hér á eftir eru prentaðar, eignaðar Hallgrími Pétrssyni, eru vinsamlega beðnir að gefa ritstjóra þessa blaðs afskrift eða nppskritt af þeim. I. „Tveir era að smíða Torfa kistu, tala skal nm það í fyrstu, að dauður er hann; seggir vóru með sinni tvistu sýslu Árness þegar mistu höfðingjann“. Vísur þessar eiga að vera 6 alls. ■ II. „Kunni’ eg kjöl á fara, á ristum gekk um rann; konstugum knetti snara, koss fékk hjá mér píka, saltið vega vann; .... Hér á eftir vantar 4 línur, hér um bil 10 atkv. hver. ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar uppiýsingar. Þeir, sem auglýsa í blöðunum, ætti að vera svo hygnir, að auglýsa helzt í FJALLKONUNNI. Hún er útbreiddasta blaðið álandinu (kaupendr 2000), ogerþvi j lesin víðast og af flestum. Hún hefir einnig fleiri kaupendr í : Reykjavík og nágreuninu, enn hvort hinna Reykjavíkrblaðanna. Loks hefir hún fleiri kaupendr erlendis enn nokkurt annað ís- lenzkt blað. Auk þessa er öllu ódýrara að auglýsa í Fjallkonunni enn i | hinum blöðunum. Væri að jafnaði eins mikið af auglýsingum í Fjallkonunni og í hinum Rvíkrblöðunum, stæði útgefandinn jafnréttr þðtt blað- ið væri stækkað svo, að það kæmi út í hverri viku og kostaði þó ekki meira enn áðr. Hér á landi eru menn ekki komnir á það stig, að menn kunni að auglýsa í blöðum. Engar þjóðir jalnast á við Ameríkumenn og Euglendinga í því sem flestu öðru. Gladstone hefir sagt, að vissasti gróðavegr kaupmannsins sé sá, að auglýsa og gera það nógu oft. — Ameríkumenn segja, að kongulóin geti í næði ofið vef sinn fyrir dyrnar á búð þess kaupmanns, sem ekki auglýsir. Að visu er það satt. að hér á landi er færra að auglýsa í blöðum enn víðast annarstaðar; hér græða menn ekki miljónir á því að auglýsa. Enn víst mætti nota blöðin betr á þennan liátt enn gert er. Margt mætti auglýsa í blöðunum, sem menn þarfnast og ekki er auðfengið, og eins hitt, sem menn hafa á j boðstólum. Vanti þig vinnuhjú, getrðu auglýst það í blöðunum, I vanti þig vist eða atvinnu, getrðu auglýst það í blöðunum; ef ættingjar þínir deyja eða tengdamenn, og þú hefir haft ein- hverja rækt til þeirra, áttu að auglýsa lát þeirra í blöðunum; sá minnisvarði sést viðar enn legsteinninn i kirkjugarðinum og kostar eitthvað minna. Enn fremr mundi Ameríkumaðr og I Englendingr segja: „Ef þú trúlotar þig, áttu að anglýsa það j í blöðunum, og er þá meiri von, að því verði ekki brugðið; ef j þú giftir þig og ef þér fæðist barn, áttu að auglýsa það í blöð- unum til að gleðja fjarstadda kunningja þína. Sömuleiðis: ef þig langar til að gifta þig, þá áttu að auglýsa það í blöðun- um, o. s. frv.“ Það eru auglýsingarnar, sem gert hafa blöð erlendis stór og máttug, miklu fremr enn kaupandatjöldinn; ef íslenzku blöðin hefðu nægar auglýsingar, gætu þau verið þrefalt eða fjórfalt stærri eða efnisríkari enn þau nú eru með sama kaupandafjölda. Kaupendr græða eða ættu að græða mest á því, ef auglýsingar aukast i blöðunum, því þá stækka blöðin að sama skapi. Vanskil. Ef vauskil verða á sendingum Fjallkon- unnar, eru útsöluinenn og aðrir kaupendr beðnir að láta útgef- andann vita það greiniléga með fyrstu póstferð eða eigi sið- ar eun með annari póstferð, sem fellr eftir að þeir hafa feng- ið eða áttu að fá blaðið. Ef þeir láta ekki útgefanda vita um vanskilin í tækan tíma, mega þeir ef til vill búast við,aðekki verði bætt úr þeim, þvi að upplagið er á þrotum. Leidarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá Prentsmiöja S. Ejmiundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.