Fjallkonan


Fjallkonan - 08.11.1887, Side 1

Fjallkonan - 08.11.1887, Side 1
Kemrút þrisvar ámán- uði, 36 blöð um árið. Árg. kostar 2 krónur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Ásmundarson ritstjðri J)essa blaðs býr 1 Þingholtsstræti og er aö hitt« kl. 3—4 e. m. 33. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 8. NÓVEMBER 1887. Nýir kaupendr Fjallkonunnar fyrir næsta ár geta fengið ókeypis 2/g af þessum árg. blaðsins (frá öndverðum maí til ársloka, 13—37. bl.) Hver sem útvegar Fjallkonunni tíu nyja lcaupendr og á- byrgist skil á andvirðinu, getr fengið í ómakslaun alla Fjallkonuna ffá upphafi (fjóra árg.) auk sölulauna. aði að reyna að t'á laxanngviði send frá Englandi og laxastiga ti) að byrja með klakstilraunir í Lagarfljöti. Mannslát. 24. okt. andaðist i Rvik frft Kristín Gnðinunds- dóttir Briem, kona Páls Brierns, yfirréttarmálfærslumanns, röm- lega tvítug að aldri, eftir nýafstaðinu barnsburð. Missir dýrgripa úr landi. Prestar. PrestaköU veitt. Þingeyrar 14. okt. Bjarna presti Pálssyni á Ríp. Eyvindarhólar 17. okt. prestaskólakandídat Ó- lafi Magnússyni; þar var eigi lögmætr kjörfundr. — Reynistaðar- þing 25. okt. prestaskólakandídat Árna Björnssyni samkv. kosn- ingu meiri hluta safnaðarins. — S. d. Dýrafjarðarþing presta- skólakandídat Þórði Ólafssyni; þar var ekki lögmætr kjörfundr. — Gaulverjabær 5. þ. m. prestaskólakandídat Jóni Steingríms- syni, samkv. samhljóða kosningu safnaðarins. — S. d. Hvammr í Norðrárdal prestaskólakandídat Gisla Einarssyni. — S. d. Hítar- nesþing Stefáni aðstoðarpresti Jónssyni frá Stafholti. Laus prestaköll. Hjaltastaðr, 28. sept., (1369). Ríp, 19. okt., (722). Stöð, 5. nóv. (979). Prestvígðir vóru á sunnudaginn var: Árni Bjarnason, Jón j Steingrímsson og Þórðr Ólafsson. Útskrifaðir af prestaskóla 3. þ. m.: Guðlaugr Guðmundsson I með 2. einkunn (35 stig) og Þoisteinn Bergsson með 3. eink. (17 stig). Nýja sálmabókin. 29. okt. var haldinn safnaðarfundr í Rvík um upptöku sálmabókarinnar í dómkirkjunni. Tók dóm- kirkjuprestrinn ijóslega fram kosti bókarinnar og yfirburði yfir j hina gömlu sálmabók. Hóf nú enginn mótmæli — ekki einu i sinni H. Kr. Friðriksson; enda munu þeir, sem mestan þver- höfðaskap og undirróðr höfðu í fyrra gegn nýju sálmabókinni j (útsölumenn gömlu sálmabókarinnar og þeirra fylgifiskar), á- nægðari nú, er eitthvað svo lítið hefir bæzt í sjóvetlingsþumal- inn siðan í fyrra fyrir gömlu sálmabókarreiturnar, er þeir hafa verið að troða upp á ýmsa sveitamenn. — Hér í Rvík kaupir enginn gömlu sálmabókina. — Yar svo bókinni veitt viðtaka með öllum þorra atkvæða. Yerið er að prenta Lagasafnið, er þeir landshöfðingi Magn- ús Stephensen og landritari Jón Jensson hafa unuið að; Stýri- mannafræði eftir Markús Bjarnason; Kirkjurétt endrsaminn af Jóni Pétrsssyni og Smásögur nýjar, er biskupinn P. Pétrsson hefir safnað. Skipstrb'nd. 9. sept. strandaði á Berufirði dönsk skonnerta, „Manna“, hlaðin útlendum vörum og átti að fara til Akreyrar. Komust skipverjar af og farmi varð bjargað að inestu. Strand- I góz þetta var selt við uppboð 17. s. m. og tór að sögn með ' reifaraverði. 22. okt. strandaði norskt kaupskip, „Columbus", á Akranesi, mi' íslenzkum vörum. IJppboð á þessu strandgózi var í vik- 1 unm sem leið og fór flest háu verði. Eldgos. Eftir þvi sem Skaftfellingum segist frá, hefir eldr verið nppi í Vatnajókli í sumar í miðjum ágúst. Varð enda | vart við öskufall lítið eitt á sumum stöðum. Jarðskjálfti. 28. okt. varð hér vartvið jarðskjálftaum morg- uninn litlu eftir kl. 5. Bar mestájarðskjálftaþessnmáReykja- nesi suðr, og fundust þar um 40 kippir. Klofnaði jörð í sundr rétt hjá vitanum og steinolíuhús vitans skemdist talsvert og glös í vitanum brotnuðu. Auk þess skemdist bær vitavarðar. Húsbruni. í sept. brann geymsluhús á Sauðanesi á Langa- nesi hjá Vigfúsi prófasti Sigurðssyni og alt fémætt er þar var inni; þar á meðal um 40 pd. af æðardún. Laxaklaksáform. 24. sept. var fundr haldinn í Vallanesi af Eiríki Magnússyni, M. A., frá Cambridge jim að koma laxi í Lagarfljót, og gerðist það helzt á fundinum, að hr. Eiríkr ætl- Siðbótin, sem kölluð er, ruddi sér til rúms hér á landi með ófriði og manndrápum, ofbeldi og rán- um. Það var ekki nóg með það, að fasteignir klaustranna og biskupsstólanna vóru gerðar upp- tækar og lagðar undir konung, heldr var látið greip- um sópa um lausafé kirkna og klaustra; beztu dýr- gripum úr gulli eða silfri var ruplað og rænt. Þann- ig rændu Danir tír Hólakirkju gullkaleik, er vó 9 merkr. Um þessar mundir virðist svo, sem hér hafi verið talsvert af gulli og silfri í landinu, bæði í peningum, búnaði og dýrgripum. Ennjafhvel ein- stakra manna fé var í hershöndum; ögmundr bisk- up varð að láta af hendi við Dani fasteignir sinar, peninga og dýrgripi. Með siðbótinni magnaðist konungsvaldið og að sama skapi dró af innlendri stjórn. Biskuparnir sleptu meir og meir valdi sínu Og gerðust þjónar einveldisins. Konungsdýrkunin kom í staðinn fyr- ir hina páfalegu dýrkun. Þá var sjálfsagt að fórna konunginum og hans vildarmönnum öllum beztu dýrgripum sem til vóru í landinu. Þannig gaf Brynjólfr’biskup Friðriki konungi IH. mikið safn af íslenzkum fornsögum og fræðibókum, þar á meðal Flateyjarbók, eitthvert merkasta hand- rit frá fornu ritöldinni, er biskup hafði fengið með miklum eftirgangsmunum hjá bónda í Flatey á Breiða- firði. í Skálholti var dýrlingsskrín Þorláks biskups gulli búið og gimsteinum; enginn veit nú hvað af því er orðið. Svo kemr Árni Magnússon til sögunnar og rak- ar burt úr landinu öllum fombókum og fomskjöl- um, svo að varla skinnblað verðr eftir. Menn klifa á því, að Ámi hafi með þessu unnið þarft verk — verndað handritin frá glötun. Var handritunum meiri hætta búin á 18. öldinni enn áðr hafði verið? Handritin höfðu geymzt hér i 5—600 ár, og það er engin ástæða að ætla, að þau hefði eigi geymzt eins vel út 18. öldina, því að tilfinningin fyrir sögunum var þá einmitt vöknuð af nýju. Það er óliklegt, að meira hefði farizt hér enn það sem brann í Kaupmannahöfn. Mörg af handritunum fékk Ámi Magnússon til láns hjá ein8tökum mönnum, sum úr skjalasöfhum embættanna. (Niðrl. næst).

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.