Fjallkonan - 08.11.1887, Side 2
130
FJALL KONAN.
FiskiveiÖar í Faxaflóa.
(Niðrl.). Eg sæti þessu færi að benda Isfirðing-
um á, að þegar þeir láta lóðina liggja í sjónum
nótt og dag, tveggja þúsunda lóð með hverju skipi,
þá legst þorskrinn við þessa hvítu, sem hindrar
hann frá að ganga inn eftir djúpinu. Þeim ríðr
á að spilla ekki jafnfiskisælum firði sem Isafjarð-
ardjúp er og hefir jafnan verið. „Ganga skal guðs
gjöf til íj alls sem til fjöru", má eins segja um sjó-
inn eða firðina eins og vötnin.
Svo ég snúi mór nú aftr að netamálinu, þá er
nú ekki nema herzlumunrinn eftir að koma málinu
í rétt horf. Ráðin eru þrjú til og alt óskaráð. Það
allra fyrsta er, að færa lagnardaginn að mun fram,
leggja ekki fyrri enn 20,- 24. marz; það ann-
að, að taka upp netin á morgnana og leggja þau
á kvöldin, — enn hafa lóðir í landi á nóttum og
í sjónum á daginn —, það er að segja, allan þann
tíma sem eftir er af marz og dálítið fram í apríl,
enn þess gerist samt ekki þörf nema með ytra land-
inu (eins og Súlur fyrir utan Njarðvík (innri) eða
þar um bil). Það þriðja og sjálfsagða er að hafa
auðan ál inn með öllu landi frá Leirunni inn að
Yatnsnesi eða Klapparnefi vegna Leiru og G-arð-
manna. Þarf hann að liggja í boga eftir landinu
eins og Djúpaskarðið inn á móts við Súlur framan
við Vatnsnes. Og svo er eftir það nauðsynlegasta,
og það er að setja umsjónarmann yfir netaveiðinni^
og hafi hann fult vald að beita hverjum þeim ráð-
um sem honum sýnast hentust í hvert skifti, inn-
an takmarka laganna. Þær reglur verða aldrei
gefnar á pappírnum, sem einhlítar sóu. Bókstafr-
inn hefir ætíð verið kallaðr dauðr, enn maðrinn
skynsemi gædd vera.
Það hefir heyrzt, að sumir ætli fiskrinn muni stansa
við gotuniðrburð í Njarðvíkum og Keflavík, enn óg
vildi spyrja, hvort þeir só svo fávísir að halda að
netafiskr muni stansa á leir, þótt borið sé niðr fyr-
ir hann. Netafiskrinn vill hvergi hrygna nema á
hrauni eða grjóti ; það er öðru máli að gegna með
beitufisk, sem gýtr oft á leiru.
Heyrst hefir, að þeir vilji reyna þessa nýju tak-
markalinu netaveiðanna í 3 ár enn; þyki ekki full-
reynt i þessi tvö ár. Þeir ættu þó að vera búnir
að læra svo mikið í heila öld og af dæmi Norð-
manna, að vita hvað hagar í þessu efni. Þeir ættu
þó að muna árin sem þeir hafa lifað síðan netaút-
vegrinn kom i Garðinn og að hraparlegast fór í
fyrra þegar þeir fengu töglin og hagldirnar. Ég
tala ekki um stjórnleysuna 1879, 1884 og 85; þá
hefði orðið góð fiskiár hefði ekki vantað hentug
lög. Nei, þessari samþykt verðr að breyta sem |
fyrst, annars vofir hungr yfir að 2—3 árum liðnum.
Þið fáið ekki beitufiskinn alt af eins og i vetr;
þessi ár eru stök í röðinni sem veiðiár: 1849, 1855,
1859,1870, 1875,1880, 1887. Það er oftast að hinn
feiti fiskr, sem við köllum netafisk, — og þið vitið,
hversu hægt er að afla hann á færin — kemr ekki
fyrr enn seint, undir sumarmál og stundum aldrei, {
eins og 1854, 1857, 1862, 1871, 1877—78. Þið ,
megið reiða ykkr á, að hann þorir aldrei „sá guli“
inn yfir línuna og ekki á Hafnarfjörð ; því ríðr á
að rífa niðr netagarðinn undan Leirunni og lofa
fiskinum að ganga eftir vild sinni með löndum og
taka sór gotstöðvar þar sem honum er eðlilegt, sem
er Yogahraun og Hafnarfjörðr. Það er ekki að
1885 er ein sú vitlausasta lagasetning, sem íslend-
ingar hafa sett sér sjálfir.
Hór má varla bíða eina, hvað þá heldr þrjár ver-
tíðir. Það er ekki víst, að netafiskrinn knýi á dyrn-
ar fimm sinnum samfleytt. Ég þekki hann þá illa,
ef hann gerir það.
í okt. 1887. J. Rangœingr.
Lestrarfélög.
—«+-----
Það er liaft eftir Garfield heitnum, forstjóra bandaríkja Vestr-
heims, að vissasta aðferðin til að ala upp þjóðina, væri þrent :
góðir alþýðuskólar, góð lestrarfélög og góð blöð og tímarit. Al-
þýðuskólarnir eru nú farnir að koma hér upp, og nægð er af
blöðunum, enn minna er um lestrarfélög. Um aldamótin vóru
nokkur stofnuð, eitt hér syðra og annað norðanlands fyrir Eyja-
fjarðar Skagafjarðar og Húnavatns sýslur, og muu u af þeim rót-
um vera runnin landsbókasafnið og bókasafn norðramtsins, enn
síðan hefir bókasafn vestramtsins bætzt við, likast til af sömu
tildrögum. Þótt þessi bókasöfn séu sjálfsagt góð eign fyrir lands-
búa, þá er þetta ekki nóg. Fæstir ná að tiltölu til þessara
bókasafna, og þær reglur muuu vera gefnar fyrir útlánum, að
þeir sem búa i fjarlægð frá söfnunum eiga erfitt með að fá bækr
þaðan til láns. Virðist því á eins strjálbygðu landi eins og ís-
landi eina ráðið vera að lestrarfélög séu stofnuð í hverjum
I hreppi, undir forstöðn hreppsnefndar og sóknarprests, og gætu
j svo nágrannahreppar skifst bókum á, þegar sú bók væri til á
j einum stað, sem vantaði á hinum. Vér höfum heyrt, að vísir
til þess háttar íélags sé að myndast á stöku stað, og væri ósk-
| andi að ekki skorti nú samtök og áframhald. Margr maðr
mundi vera fús til, að gefa þess konar félögum bók og bók;
bókmentafélagið er víst til að styðja þau með bókagjöfum af
eldri ritum sinum, og með litlu árgjaldi af öllum hreppsbúum
| mætti, að líkindum, eignast ekki allfáar góðar bækr, sem aftr
j mætti selja á eins eða tveggja ára fresti, þegar þær væru bún-
ar að koma á hvert heimili í einum eða fleiri hreppum. Vér
vonum, að þessari tillögu verði gaumr gefinn víða um land, og
erum þess fullvissir, að af því myndi margt gott leiða, ef slík
| félög kæmust víða á legg, því nóg er lestrarlystin ávorulandi,
þótt minna sé um efnin til bókakaupa. Ekki væri t. d. nein
frágangssök fyrir hvern hrepp, að gerast félagi bókmentafélags-
! ins, þjóðvinafélagsins og fornleifafélagsins, og eignast með þeim
j hætti góðar bækr á ári hverju fyrir lítið verð.
m*—
íslenzkar gátur. Safnað hefir Jbn Arnason. K-
höfn 1887. 4+157 bls. 8vo. (Bókmentafélag-
ið>-
Bók þessi er fyrsta hefti afritsafni, er Jon Arna-
son, fyrv. landsbókavörðr, hefir safnað og á að heita :
„islenzkar gátnr, þulur og skemtanir", og er nokk-
urs konar framhald af „Þjóðsögunum“. Slík al-
þýðufræði eru i sjálfu sér merkileg, et vel er með
þau farið, og lýsa vel menningu og hugarfari þjóð-
arinnar. „Þjóðsögurnar“ íslenzku hafa aukið álit
íslendinga meðal annara þjóða. Því meiri og tjöl-
breyttari sem þjóðtrúin og þjóðsagnirnar eru, þvi
meira er andlegt atgervi þjóðarinnar.
Þetta gátnasafn er ein af bókmentafélagsbókunum
í ár. í næsta hefti ritsafns þessa koma ýmsar þul-