Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 19.11.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 135 Þegar safnið fékk loks ársstyrk til fomgripakaupa, þá var þetta litla fé ekki einu sinni notad, stund- um ekki meir enn að helmingi, enn fitlendingar vóru þá famir að kaupa hér forngripi á hverju ári. Þannig hefir landið mist fjölda af forngrip- um síðan safnið var stófhað íyrir áhugaleysi og smámunasemi þings og stjórnar. Hina síðustu og hörðustu atlögu, er útlendingr hefir gert til af safna forngripum hér á landi, gerði hrogna-Feddersen. Honum varð furðanlega ágengt, þvi að einstöku embættismenn, sem ekki eru enn þá aldæla í þessu efni, útveguðu honum hluti og halda því enn áfram; fyrir víst vitum vér þetta um einn prófast á Yestríandi. Það er annars dá- fallegt, þetta Feddersens vastr. Veitti ekki þingið honum 3500 kr. til að ferðast hér til fiskirann- sókna? Var hann hér ekki mánaðartíma og ver þeim litla tíma til að rýja landið fornmenjum? Nú var aftr forstöðumaðr forngripasafnsins látinn sitja heima í sumar, og hefir Feddersen þvi haft betra næði, að halda áfram forngripasöfhun sinni. Fyrir skömmu hefir sfjórn Árna Magnússonar- safnsins heimtað af forngripasafninu hér Hauks- bókarskinnblöðin, og var þeim slept, þótt engar löglegar sannanir kæmi fram um eignarheimild þeirra. Þetta var hið eina skinnbókarbrot, er Is- lendingar áttu nú sjálfir til minja um fornu rit- öldina. Það var ofmikið að ætlazt til, að Danir gætu unt oss að eiga það. Þetta atvik ætti að minsta kosti að verða til þess, að Islendingar krefðist, að söfn Dana skiluðu hingað handritum og gripum, sem þau hafa feng- ið að láni, eða tekin hafa verið án heimildar frá oss. Af handritum ættum við að fá aftr visitazíu- bækr og bréfabækr biskupanna, er lánaðar hafa verið Á. M.: visitazíubók Stefáns biskups, bréfa- bækr Ögmundar og Gizurar, máldaga Odds bisk- ups, bréfabækr Gísla Oddssonar, Brynjólfs1 og Þórð- ar; bréfabækr Jóns Vilhjálmssonar og Guðbrands (?), skinnhandrit af hinum fornu máldögum, sem hér eru að eins til í óvönduðum eða röngum afskriftum, þótt „authentiskir“ séu kallaðir, og er enn nauð- synlegra, að fá þá hingað rétta vegna þess, að eignaréttr kírkna er bygðr á þeim. Áf gripum er sjálfsagt að heimta Valþjófsstaðahurðina. Fleira mætti sjálfsagt nefna af handritum og gripum, enn fengjum vér það, sem hér er talið, væri það nokk- ur bót í máli. Það er hvort sem er ekki um að tala, að Island fái þann skaða bættan, er það hefir beðið af missi skinnhandritanna og fleiri dýrgripa. Enginn getr sagt, hve mikið framfaraefni það hefði orðið landinu, ef fornritin hefðu geymst hér fram á þenna dag. „Nýja Sálmabókin“. Herra ritstjóri! Jeg þyk- ist ekki vera orðsjúkari en hver annar; en þó ætla jeg að segja það eins og er, að mjer fer að leiðast úr þessu að sjá varla svo minnzt á „nýju sálma- bókina“, að mjer sje eigi dreift við mótspypnu gegn henni, með meiri eða minni ónotum, fyrir *) Sex af Jieim brunnu í Khöfn 1728. þá sök, að jeg eigi óseldar leifar af hinni gömlu | sálmabók. En þó munuð hvorki þjer nje aðrir geta komið með nokkurt dæmi þess, að jeg hafi amast við henni á nokkurn hátt eða reynt til að sporna við innleiðslu hennar hjer. Einmitt af því, að svo vildi til, að jeg eignaðíst nokkuð af leifum af hinni gömlu sálmabók, hefi jeg hingað til gert mjer það að reglu, að láta það mál hlutlaust með öllu. Jeg veit mig og jafhlausan við, að hafa reynt til að troða gömlu sálmabókinni upp á nokkurn mann, sem Fjallk. ber okkur á brýn síðast, eigend- um gömlu sálmabókarleifanna; það er hvorttveggja, að jeg þykist ekki hafa þann verzlunarsið yfir höf- uð, enda hefði þess sannarlega ekki þurffc um bók þessa; það hafa svo margir viljað eignast hana til þessa, bæði hjer og annarsstaðar. Orsökin er ekki sú, að almenningur ímyndi sjer j ekki, að nýja sálmabókin sje fullkomnari að mörgu j leyti, heldur hitt fyrst og fremst, að fólk á svo mikið af hinni eldri sálmabók, sem það hlifir sjer við að fleygja, og þarf þá að bæta sjer fyrir van- höld, meðan það er slíta henni betur, — það er ekki fyrir fátæklinga að fleygja góðurn og óslitnum fatnaði bara fyrir það, að þeim býðst annar ný- móðins —, og í annan stað munu meðal annars margir fella sig ekki meira en svo vel við, að sjá suma hina eldri sálma “heflaða“ þangað til, í hinni nýju sálmabók, að þeim finnst sem ekki sje eptir nema hismið. Reykjavík 9. nóv, 1887. Björn Jónsson. íslenzkr sögubálkr. Þáttr af Þórði presti í Reykjadal. [Eftir ritum Daða fróða o. fl.]. —------- Foreldrar síra Þórðar vóru: Jón bóndi Jónssou A Laugar- dalshólum, og um hríð bryti i Skálholti, og Þórunn Iiannes- dóttir, prests í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd Bjarnarsouar. Þórðr fæddist 1698. Eftir skólaveru sína bjó hann í Miðdalssókn með móður sinni; var hann lesiun nokkuð og sérvitr. Sira Ólafr Jónsson var þá prestr í Miðdal, og bar hann það upp á Þórð, að hann sækti illa kirkju og deildi á hann fyrir. Þórðr segir, að hann tlytti ekki öllu oftar messu sjálfr, og kendi þá það eina, er ekki væri vert að gera sér langar leiðir til að heyra. Stóð svo með þeim deila af þessu um hríð, enn 1724 veitti amt- maðr, Níels Fubrmann, Þórði Reykjadal, er sira Gísli dó, er prestr var þar áðr, og varð hann að fá vitnisburð hjá sira 0- lafi áðr hann yrði vígðr; bar þá prestr honum, að hann hefði spilt æskumönnum með nokkurum hætti. enn það gat prestr ekki sannað og dæmdist honum fésekt 1 prestadóini fyrir þann þvætt- ing. Samt stóð Þórði það fyrir, og fékk hann eigi vígsln hjá Jóni bisk. Ámasyni. Fór hann þá utan og framaði sig við há- skólann og lærði hebresku, þótt honum skildist fátt rétt; var hann allra manna næmastr og minnngastr. Tók hann próf við háskólann og bar sig síðan upp fyrir Friðriki konungi 4., og skipaði konungr Jóni biskupi að vígja Þórð. Kom Þórðr hing- að aftr til lands 1728 og vígðist prestr að Reykjadal, og hafði þá áðr um tvö ár þjónað þar Arngrímr prestr Pétrsson og veik hann þaðan er Þórðr kom og fékk Kirkjubæ á Vestmannaeyj- um. Eigi leið á löngu áðr síra Þórðr kæmist í óvingan við sókn- armenn sína og var það að kenna sérlyndi hans. Var það á öðrum jólum, er hann var þar, að svo bar til að haun komst í orðadeilu við bónda þann er Guðmundr hét Þorsteinsson og bjó að Kópsvatni, gildr bóndi, og sagði prestr við hann: „Ekki

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.