Fjallkonan


Fjallkonan - 19.11.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 19.11.1887, Blaðsíða 4
136 F.JALLKONAN. verðr þú sálnhólpinn, nema ég vilji“. Þetta mælti hann þris- var, og á nýársdag sama vetr mælti hann hin sömn orð ogjók við': „Heyri }>að allr söfnuðrinn og þar skal ég til svara bæði fyrir gnði og mönnum“. Fyrir þetta var honnm stetnt til prestastefnu og lézt hann þá liafa bætt við: „nema þú gerir iðran", enn það þóttist enginn heyrt hafa. Leizt héraðsprest- nm hann eiga að setjast af embætti og taka skriftir. Enn fyr- ir prestastefnu á Dingvelli bað hann sér vægðar og sór, að hann hefði þessum orðum við bætt. Dæmdi þá Fuhrmann amt- maðr með 5 prestum, að hann héldi embætti, enn tæki áminn- ing af biskupi og svaraði fésektum til fátækra prestaekkna, enn Jón biskup Árnason og þrír prestar dæmdu hann frá kjól og kalli og að hann tæki aflausn í Eeykjadalskirkju. Til að mýkja hug biskups tók hann aflansnina. Litlu seinna var hon- um fundið það fil, að hann hefði sagt, að „líf Krists hér í heimi væri ekki annað enn eymd og sorg“, og það annað, „að hanu væri jafn föðurnum í manndómlegu eðli“. Þetta mælti hann í prédikun, enn í viðtali við kunningja sinn, er tilrætt varð um deilu hans og Guðmundar Þorsteinssonar mælti hann svo: „Það vildi ég að þessj djöfulslýðr, sem hér er, væri kominn frá aug- unnm á mér“. Þá svaraði einhver: „Vel býr þú þig, prestr minn, undir heilaga kveldmáltíð, ef þú gengr til hennar á fimtu- daginn“. Prestr svarar: „Enn þú?“ Hann segir: „Ég hefi enn þá ekki kastað mér fyrir kné þín“. Prestr svarar: „Þinni knékropningu fyrir mér tek ég sem hundr flaðri". Það var enn, að þá er hann heyrði konu nokkra syngja vers þeirrar mein- ingar að hjónabandið væri heilagt, mælti haun: „Nú villist þú mikið“, og er hann var spurðr um það, svaraði haun: „Afþví að frá Adams falli og komu syndarinnar í heiminn liafa öll hjón lifað sem villidýr". Vita menn ógerla, hvort þetta errétt haft eftir honnm, enn þessi var meining orðanna. Fyrir þess- ar sakir var hann stefndr til prestastefnu í héraði og dæmdr frá embætti fyrir villukenningu, enn þó var það meira heimska eða sérvizka hans; var honum fundið íiest til af sóknarmönn- um, því hanu var þeim leiðr. Enn fyrir synodal-rétti á alþingi lagði hann svo út: Fyrst kveðst hann hafa- talað um hina dýpstu niðrlægingu Krists, enn það, sem hann -hetði sagt um manndóm hans, kvað hann vera fært úr réttu samanhengi-------- það, sem hann kallaði djöfulslýð, dró hauu af því, að hver sem syndgar væri af djöflinum, enn það sem hann sagði um konuna ætti liann við girndarathæfi. Nú með því að slíkt skildist ekki, þá kváðu þeir Fuhrmann og flestir prestar þetta óvirðulega mælt, enn síra Þórð þó ekki sannan villumann og að enguin glæp kendan. Fyrir því skyldi hann að eins gjalda til fátækra prestsekkna eftir efnum og halda embætti, enn Jón hiskup og þrír prestar vildu dæma það af honum og kváðu hann óverðug- an í prestlegri stöðu. Stóð svo þetta um hríð. }Framh.). —4(*if— Smávegis. ■VV-AJV- Ungu stúlkurnar í New York hafa tundið hentugt ráð til að sjá, hvort piltarnir veita þeim nokkra eftirtekt. Af því þeim þykir það ekki eiga við, að þær séu að horfa eftir pilt- unum, þá hafa þær dálítinn spegil innan í sólhlífinni eða regn- hlífinni, og geta þannig séð hvað fram fer að baki þeirra eða til hliðar á götunni, auk þess sem þær náttúrlega geta skoð- að sig sjálfar í speglinum. Úr fyrirlestri ungrar stúlku. „Margt tala karlmennirnir um ókosti kvenfólksins og sérstaklega um það, að konurnar séu ómagar þeirra og þeir verði að vinna fyrir þeim. „Hefði guð ekki ætlast til, að konan ynni fyrir sór eins og maðrinn, því skapaði hann þá ekki vinnukonu handa Evu úr öðru rifinu til“ ? sagði einhver karlmaðr við mig. Þessari spurningu vona ég að ég geti greinilega svarað. Eva þurfti enga vinnukonu. A- dam var ekki sá maðr, að hann þyrfti að sækja alt til konunn- ar; hann þjónaði sér sjálfr og var ekki að þessu sífelda nöldri og eftirrekstri, sem nú er títt. Hann kom aldrei með götótta sokka og bað hana að bæta þá og vera fljóta að því; hann stagaði sjálfr i sokkana sína og festi sjálfr linappana í skyrt- una sína. Hann kom ekki lieim á kvöldin allr votr og forugr, né lagðist aftr á bak og reykti pípu, og svældi svo mikið að ólifandi varð inni; hanu var meiri þrifnaðar og hófsmaðr enn svo. Hann lá heldr ekki i hókum og blöðum allan seinni part dagsins og stundi svo upp, þegar komið var undir rökkrið, og geispaði: „Á ég ekkert að fá að éta hjá þér í dag, kerling mín ?“ Hann kveykti sjálfr upp eldinn og setti pottinn á hlóð- irnar. Sjálfr tók hann upp úr görðunum; sjálfr „skrældi“ hann kartöflurnar; já, hann gerði í stuttu máli skyldu sína. Hann var ánægðr með einmeti, og fékst ekki um það, þótt matrinn væri stöku sinnum öðru vísi enn hann átti að vera. Hann var sjálfr í fjósinu og mjólkaði kýrnar. Hann bauð ekki gestum að borða hjá sér án þess að tala unf það áðr við Evu. Haun sat ekki á veitingahúsum fram á nætr meðan Eva sat heima og vaggaði Kain litla. Hann rauk ekki fram í eldhús til Evu, ef hann vantaði skóna sína; hann hafði þá allt af á vísum stað, — hengdi þá upp í fíkjutréð. Hann lét sér skiljast það. að Eva var ekki sköpuð hans vegna, eða til að þjóna honum, og | þótti það engin minkun fyrir sig að létta undir með henni. — i Nú vona ég að ég hafi gert grein fyrir því, að Eva þurlti ekki að halda vinnukonu". Úr dagbók enskrar frökenar. „Var í gær á tveim leik- húsum, þar eftir á tveim dansstöðum, gerði þrjá karlmenn skotna í mér. I morgun þrem biðlnm frá visað, tveimr öðrum gefin von, þremr sagt upp. Síðan lesin skemtisaga, skrifuð 2hréfog 30 mönnum boðið í gildi — leikið á klavér, sniðinn handa mér nýr kjóll. Etinn morgunverðr, síðan miðdagr, keypti eitt pd. af brjóstsykri. Reið út með einum af mínum „vinum“, kom attr með öðrnm, puntaði mig, tók á móti gestum“. ----•-eojjos-.- Ráðaþáttr. Lífgun druknaðra inanna. Sú er ein aðferð tíl að lífga druknaðan mann, að eftir að hann er lagðr á grúfu með ann- an handlegginn undir enninu og munnrinn á honum er hreins- aðr vel, er neflð fylt af vel þurrn neftóbaki. Með þessu móti móti má oft fá hann til að hnerra, og kemr þá vatnið jafnframt upp úr honum. Við frostbólgu hefir það reynst vel að bera steinolíu á bólguna. Sódapulver (eða tvíkolsúrt natron) er eitt af þeim lyfjum sem farin eru að verða nokkuð algeng. Það eyðir magasýru, sem er mjög almennr kvilli. Það þykir þó ekki gott að brúka það iðulega eða mikið, því álitið er, að það geti þá haft ill á- hrif á gallið.- Kafli verðr betra, ef baunirnar eru þvegnar í köldu vatni og þurkaðar síðan við vind, áðr enn þær eru brendar. Leiðrétting. Svar gegn fyrirspuru nr. 15 i síð. bl. Fjallk. hefir orðið alveg rangt hjá hinum lögfróða manni, er svaraði í nafni blaðsins. — Sveitarstyrkr er því ekki til fyrirxtöðu, að maðr geti unnið sér sveitfestu í annari sveit enn þar sem hann skuldar. — Þar þá móti getr maðr ekki unnið sér sveit þar, sem hanu hefir fengið fátækrastyrk, fyrr enn 10 ár eru liðin frá því, er styrkrinn er endrgoldinn. -• o I’etitl. 18 a. i *|ip| VQIMPAR ? ^ ^r' a' Jlinsta augl. 23 a. T “UuLTollNurtni j gor^ fyn'rfram. 1 Þessi tímarit óskast keypt: Stjórnartíðindi 1874—1883, Timarit bókmentafélagsins I.—HI. árg., Ný Félagsrit og Andvari, Fjölnir 1—2 og 6—9 ár, Ár- mann á alþingi, Sunnanpóstrinn. Ritstj. vísar á kaupanda. Gleraugu í hulstri hafa týnzt einhversstaðar í Reykjavík eða á veginum upp hjá Elliðavatni og austr yfir Hellisheiði. Beðið að skila til útgef. Fjallk. Jörö til sölu. Jörðin Eyri i Kjós rúm 7 hdr. að dýrleika, er til sölu og fæst til ábúðar á næsta vori. Engjar á jörð þessari eru vel í með- allagi grasgefnar, og liggja rétt við túnið; útheit er þar ágæt og jörðin að öllu Ieyti mjög hæg; nokkur beitutekja er þar. Á jörðinni hvilir 450 kr. bankalán. Hver sem vill kaupa jörð þes*sa snúi sér til ritstj. þessa blaðs. Prentamiöja S. Eymundssonar og S. Jðnssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.