Fjallkonan - 30.11.1887, Blaðsíða 2
138
FJALLKO N AN.
Tekjur tveggja búenda í Kjós
árið 1885.
Eftir Þorkel Bjarnason.
Það er bæði fróðlegt og gagnlegt fyrir seinni- !
tíðarmenn, að þekkja það sem fram hefir farið á
liðnum tíma. Af því, að þekkja kosti og galla
fyrri tímans, siðvenjur hans, hugsunarhátt og efna-
hag manna og mentun þeirra andlega og verklega,
geta menn lært margt sér til nota á timanum sem |
yfir stendr. Þá geta menn ljóst séð, hvortþeireru
forfeðrum sínum fremri eða standa þeim á baki,
hvort þeir eru mentaðri og mennilegri í hugsun,
og ötulli í framkvæmd enn forfeðurnir vóru; hvort
siðir manna eru betri nú enn þá, hvort lifnaðar-
háttrinn er þægilegri og því viðunanlegri. Það
er svo margt sem sagan fræðir um og svo margar
hugvekjur, sem hún gefr, að mjög er tvísýnt um,
hvort nokkur vísindi séu mannkyninu jafn þörf
og lærdómsrík eins og hún.
Eg vil nú seinni tíma mönnum til fróðleiks —
ég býst við að blað yðar verði lengi uppi — reyna
að gefa mönnum nokkra hugmynd um efnahag
manna hér í hreppi með því að gera reikning yfir
tekjur tveggja búenda, enn annar þeirra er meðal
hinna fátækari enn hinn meðal hinna efnaðri.
I hreppnum eru fyrir utan mig 47 búendr, af
þeim tiunda 20 minna enn 5 hndr., 23 tíunda frá
5 hndr. til 10 hndr., enn einir 4 tíunda yfir 10
hndr. Einn af hreppsbændum mun vera rikr maðr
eftir því, sem kallað er hér á landi. 13 menn
mega heita bjargálnamenn, eða sem hafa nokkurn
veginn nægilegt fyrir sig að leggja, enn 33 eru
fátækir, auðvitað samt með töluvert ólíkum efna-
hag og ástæðum.
Nú skal ég sýna tekjur eins af hinum fátæku og
má ég fullyrða, að vist 20 hreppsbænda hafa engu
betri ástæður enn hann. I vor hafði hann 3 kýr
— nú í vetr að eins 2 — 17 ær og 9 gemlinga.
Þetta var nú lífsstominn, því að af sjó hafði hann
ekkert. Geri menn nú ráð fyrir, að hver kýr hafi
mjólkað 1800 potta og reikni mjólkr pottinn á 14
au., þá verðr gagnið af kúnum 756 kr. Séu gagns-
munir af hverri á reiknaðir 8 kr., þá eru það 136
kr., enn þar frá má draga verð fyrir 14 lömb, sem
vóru látin iifa, og eru þá eftir 80 kr. Gemling-
unum var öllum fargað að haustinu og má reikna
það 90 kr. 1 lxestr var seldr og fengust fyrir hann
50 kr. Aðrar tekjur búsins 80 kr. Allar telcjur
búsins eru þá 1056 kr. Þessi maðr hefir i heimili
8 manns, enn það eru hjónin og 2 börn þeirra, 1
tökubarn, 1 vinnumaðr og 2 vinnukonur. Auk
þess að fæða alt fólkið og klæða sig, konu sina og
börnin 3, hefir hann þessi útgjöld: Jarðargjald
83 kr.,'kaup og föt til vinnuhjúa 120 kr., sveitar-
gjald 18 kr. 57 au., til prests og kirkju 15 kr. 50
au., til landssjóðs um 5 kr. — það mundi hann
sjálfr ekki nákvæmlega —. Þessi útgjöld eru til
samans 242 kr. og eru þá eftir af tekjunum 814 kr.,
enn á því á að fæða 8 manns og klæða 5 manns,
auk þess, sem verja þarf til húsbóta til viðhalds á
búshlutum o. s. frv.
Hinn bóndinn er álitinn að hafa einhverja beztu
afkomu af bjargálnamönnum, og því næsta þeim
búanda, er ég nefndi ríkan mann. Hann hafði í
vor 4 kýr, 1 kvígu, 50 ær, 30 sauði og 40 geml-
inga. Mjólki hver kýr 1800 p >tta um árið og kvíg-
an 900 potta og mjólkrpottrinn sé metinn 14 au.,
þá er það til samans 1134 kr. Gagnsmunir af50 ám
að frádregnum 45 lömbum, sem lifðu, eru 220 kr.;
ull af gemlingum og sauðum 96 kr. Fargað að
hausti 28 kindum, sauðum, ám og vetrgömlu fyrir
400 kr., 1 hross selt fyrir 55 kr.; meðgjöf með ó-
maga 76 kr.; aðrar tekjur búsins 50 kr., enn sjáv-
argagn var ekkert, og verða þá allar tekjur búsins
2031 kr. 10 manns eru í heimili, og eru það hjón-
in og 1 barn þeirra, 1 tökubarn. 3 vinnukonur, 2
vinnumenn og 1 ómagi. Utgjöld þau, sem á bú-
inu hvíla, auk fæðis handa öllu fólkinu og klæðis
hjónanna, barnanna og ómagans er: Jarðargjald
96 kr., kaup og föt vinnuhjúa 260 kr., til kaupa-
fólks 150 kr., sveitargjald 63 kr., til prests og
kirkju 16 kr. 54 au., til landssjóðs rúmar 13 kr.
og er þetta alt til samans 598 kr., og er þá eftir
til að klœða 5 menn og fœða 10 manns 1433 kr. eða
143 kr. til fæðis handa hverjum og ekkert til klæða.
J Úr görðum var ekki neitt á síðastliðnu sumri, enn
| að því verðr hér oft góðr munr og mætti þó án
í efa verða að því margfalt meira gagn í mörgum
j árum. Sé karlmanninum ætlað fæði fyrir 246 kr.
og kvennmanninum fyrir 161 kr. eins og síra Guð-
mundr sál. Einarsson gerir ráð týrir í 4. árg. af
Timariti bókmentafélagsins, bls. 272, þá vantar mik-
ið á, að sá bóndinn sem betri hefir afkomuna geti
svo fætt sig og sína eins og þar er gert ráð fyrir.
Heikningr þessi er bygðr á skýrslum bændanna
sjálfra, og munu þær vera fullkomlega réttar.
Minnisvarði Leifs hepna i Boston.
Það var OlejBull, hinn frægi norski fíólín-leik-
ari, sem fyrstr kom upp með það, að reisa minn-
isvarða þennan og kom málinu á rekspöl. Lík-
neskið hefir gert listakona i Ameríku, er heitir
Anne Whitney, og þykir prýðilega fallegt. Það
sýnir Leif, er hann stigr fæti á hið ókunna land.
Leifr var sonr Eiriks rauða, er fann Grænland
985—86. Eiríkr var uppalinn á Jaðri í Noregi ;
fór hann ueð föður sínum, Þorvaldi, til Islands og
bjuggju þeir að Dröngum á Hornströndum. Síð-
an fluttist Eiríkr vestr í Dali, og bj ó á Eiriksstöð-
um hjá Vatnshorni í Haukadal. Eftir víg Eyjólfs
saurs og Hólmgöngu-Hrafns var Eiríkr ger brott
úr Haukadal; bjó hann síðan i Öxney á Breiða-
firði, enn var siðan sekr ger á Þórsnesþingi og fór
þá utan og ætlaði i landa leit. í þeirri ferð fann
hann Grænland. Hann nam þar fyrstr land og
bjó þar sem hann kallaði í Brattahlíð.
Leifr Eiríksson var fæddr og upp alinn á íslandi,
og fór með föður sínum til Grænlands og bjó í
Brattahlíð eftir hann.
Bjarni Herjólfsson af Rosmhvalanesi, frændi Ing-
ólfs Arnarsonar, var sá, er fyrstr Evrópumanna leit
strönd Ameríku. Bjarni var utan, er faðir hans