Fjallkonan


Fjallkonan - 30.11.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 30.11.1887, Blaðsíða 4
140 FJALLKONAN. ÍEHEKE&S 9 l’etitl. 18 a. gl .MinslaaujtI.2d a. AUGLÝSINGAR, ! •!^<xx><x><x>^<>o^x><>o^<k^>^ocwx><<k« Til vestrfara. Hér með tilkynnist aJmenningi, að ég mun eins og að und- anförnu annast um lólks-ílutninga til Vestrheims 4 komanda sumri. Parið mun eins og vant er verða svo ðdýrt hj4 mér, sem f’ramast er kostr 4. En ég get eigi að sinni heinlinis til- greint verðið í krónutali, þar eð það kemr að miklu leyti und- ir því, að þeir sem fara skrifi sig í tfma hj4 mér eða umboðs- mönnum mínum, í öllu falli svo tímanlega, að vitneskja um það nái til mín ekki síðar enn með apríl-pðstum. Herra Baldvin L. Baldvinsson, sem flestuin er nft góðkunnr orðinn, kom nú hingað með póstskipinu og verðr hér í landi í vetr og muu fylgja vestrförum vestr að vori, sem túlkr og leið- sögumaðr. Þar eð útvegun skipa verðr að fara eftir tölu þeirra, sem inn- skrifa sig, verðr mikið undir því komið, að þeir sé sem flestir og á snma tíma eða fyrir hinn tiltekna t.íma, svo þeir geti all- ir notið leiðsögu og aðstoðar hr. B. L. Baldvinssonar. Að öllum vonum fer fargjaldið naumlega fram úr því, sem það liefir siðast verið, enn bæði það og burtfarartíminn skal síð- ar auglýst verða svo fljótt sem auðið er. Sigfiís Eymundsson, útflutningsstjóri. Vottorö frá vestrförum 1887. Þegar vér íslendingar heyrðum að Baldvin L. Baldvinsson kæmi til íslands til þess að leiðbeina vestrtörum og verða túlkr þeirra, þ4 urðn allir fegnir komu hans; brauzt hann þá um haustið með sínnm vanalega dugnaði, i ófærð og stórhriðum, enn hvervet.na streymdu menn til að heyra róðleggingar lians og f4 leiðbeiningar hjá honum. Baldvin liefir heldr ekki brugðist vonuin vornm. því ötulli og duglegri túlk er ekki nnt að fá. Baldvin hefir hjálpað öllum, séð um alt, ráðið fram úr öllum vandræðum, sem fyrir hafa komið; hann hefir gert alla ánægða eftir því sem mögulegt var. Víða hefði hver einstakr komist, í -vaudræði og orðið óánægðr, ef Baldvin hefði ekki verið. Á „Norwegian“ liefðum vér mátt sæta stórum verri kjörum, ef Baldvin hefði ekki bætt úr sem hægt var. Af eigin reynslu vitum vér, að vestrfarar af íslandi geta ekki verið án túlks, enn túlkr og túlkr er sitt hvað. Baldvin einn er betri enn 3 eða 5. Baldvin einn liefir traust allra íslend- inga. Baldvin einn er fær um að vera túlkr fyrir fleiri hundr- uð í senn svo vel fari. Vér skorum því fastlega 4 Canadasfjórn að fá herra Baldvin L. Baldvinsson attr til íslands sein túlk, ef vestrfarir verða meiri, Jiví vér mælum fastlega raeð honum, enn engum öðrum, við landa vora heima 4 íslandi, og það má ganga að því vísu, að orð vor hafa þar mikla þýðiugu. Um borð 4 skipinu Norwegian, 10. jftlí 1887. {125 n'ófn fullorðinna manna). Bóka og pappírs verzlun. Með póstskipinu fékk ég miklar birgðir af ýmiss konar skrif- pappfr og skrifbókum frá Englandi og ýmisleg ritföng, alt vel vandað og með góðu verði. Sömuleiðis nýjar bækr frá Danmörku, Englandi ogÞýzka- landi. t. d. (meðal annars): þýzk og ensk landkort, (mjög ódýr), enskar orðabækr, enskar og danskar myndabækr handa hörnum (ódýrar mjög). - Darfskir bóksalar hafa sent mér framlinld af ýmsum rit- um, er fyrverandi bóksali Kristján Þorgrímsson hafði áskrifendr að, og geta hlutaðeigendr fengið tramhaldið lijá mér, ef þeir gefa sig fram og borga það. — Ég pant.a bækr fyrir menn, eigi að eins frá Norðrlöndum, heldr og hvervetna frá útlöndum, og þar eð ég skifti beinlínis við utanríkis-bóksala, muu ég geta afgreitt pantanir svo fljótt og ódýrt, sem framast er kostr. Upplýsingar um útlendar bókmentir og bækr í öllum fræði- greinum gef ég eða útvega skiftavinum, sem þess óska. Barnalærdómskver síra Helga Hálfdánarsonar. Með póstskipinu fékk ég miklar birgðir af þessu kveri, og mun ég sjá um að hata það jafnan til, að því er frekast er unt. Það selst að eins gegn borgun út í hönd. Nýja sálmabókin fæst sömuleiðis hjá mér í ýmiss konar bandi. Sigfús Eymundsson. Anchor-Línan hefir nú fengið neðannefnda umboðsmenn, auk þeirra er hún áðr hafði: í Borgarnesi: herra kaupm. .lón Jónsson. Á ísafirði: herra skipst. Sölva Thorsteinsen. Á Hólanesi: herra kaupm. 0. P. Möller. Á Seyðisfirði: herra veitíngam. Jón Finnbogason. f Rangárvallasýslu: herra söðlasmið Jón Jónsson, Hlíðar- endakoti. Anchor-Linan flytr menn hvert sem þeir æskja í Ameríku: til Bandafylkja eða Canada, en einskorðar menn eigi við Canada. Þeir sem ætla til Ameríku næsta vor, ættn að reyna Anchor- Línuna, og skrifa sig í tíma 4 hjá umboðsmönnum hennar. Lín- an vill flytja íslendinga fyrir lágt verð og láta fara velumþá. Undirskrifaðr tekr við fólkinu á hinum ýmsu höfnum í vor, sem aðaltúlkr Línunnar og umboðsmaðr. Skrifi um 800 menn sig á, mun ég hafa ráð með að flytja þá beina leið.— Fargjald skal ég sjá um að verði svo lágt sem unt er. Reykjavík, 30. nóv. 1887. Sigm. Guðmundsson. „Nordstjernen“, udg-ivet. af Forlagsburfeauet i Kjohenhavn, redigeret af cand. mag. Jul. Scliiott udkommer hver Söndag, 1 Krone 25 0re Kvartalet. 10 0re ugentlig. Ved at holde „Nordstjernen“ har man for 10 0re ugentlig: Et smukt Billedhlad. — Et underholdende og bel- ærende Tidsskrift.— Et hnmoristisk Billedblad.—En riglioldig Monstertidende. — Et illustreret Blad for Ungdommen m. m. — Desuden vil der i den nye Aargang blive bragt toNyheder: „Hvad l’uhlikum ikke ser“ og „Svar paa Alt“. „Nordstjernen“ bor ikke savnes i noget Hjem. Bestil „Nordstjernen“ tor Landboernes Vedkom- mende paa nærmeste Postkontor og for Byernes Vedkommende hos nærmeste Bogliandler, Efterleverer eller Udsalgssted. Hér með er einum og sérhverjum algerlega bannað að taka rekaöðu og reitöðu á rekum jarðanna Litlabæjar og Sveinskots 4 Álftanesi, án þess áðr að hafa þar til fengið leyfi okkar und- irskrifaðra. — Að öðrum kosti munum við leita réttar okkar samkvæmt lögum. Litlabæ og Sveinskoti. Jón Hallgrímsson. Sveinbjörn Sveinsson. Jónas Jónsson við Vegamótabrú í Rvik tekr framvegis að sér að útvega afskriftir af bréfum og handritum, er til eru á söfnum hér eða eriendis; sömuleiðis frumritar hann bréf, skjöl og samniuga hvers konar sem eru fyrir hæfilegt verð. Leiðarvísir til lífsábyrgðar fæst ókeypis hjá ritstjórunum og hjá dr. med. J. Jónassen, sem einnig gefr þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar nauðsynlegar upplýsingar. Prentbmiöja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Trentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.