Fjallkonan


Fjallkonan - 30.11.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 30.11.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 139 fór með Eiríki rauða til Grænlands; kom hann skipi sínu á Eyrar (þar sem nú er Eyrarbakki) og spyr þá, að faðir hans er farinn. Lagði hann þá í haf og ætlaði að leita föður síns. enn hann vilt- ist langt suðr í haf. Sá hann þar skógi vaxið land og fjallalaust, og fleiri lönd, er ekki gátu ver- ið Grænland. Lönd þessi hyggja menn verið hafi Nantucket (einu hnattstigi sunnar enn Boston), Nova Scotia og Newfowndland. Bjarni lét þar eigi að landi og hafði af því ámæli síðar, enn komst siðan til Grrænlands. LEIFR HEPNI. Þá er Leifr frétti af ferðum Bjarna, fór hann þegar á fund hans, keypti af honum skipið og réð háseta, svo að þeir vóru hálfr fjórði tugr manna ; létu þeir í haf og bar þar að, sem Bjarni hafði | komið áðr. Það var árið 1000. Leifr fann fyrst ! Newfoundland, og kallaði það Helluland. Siðan kom hann að Nova Scotia og nefndi hana Mark- land, þvi þar er skógi vaxið, slétt og ósæbratt. Og enn sigldu þeir lengra og komu að ey' nokkurri og þaðan í sund það, er lá milli eyjar og ness, er norðr gekk af landinu; þar bj uggust þeir um og höfðu vetrsetu. Þetta lætr nærri að hafi verið við Mount Hope Bay, og að búðir Leifs hafi stað- ið við Fall River i Massachusets. Könnuðu þeir nú landið betr og urðu þess vísir, að þar uxu vín- ber. Fermdu þeir skipið vínviði og vinberjum og sigldu heim til Grænlands um vorið. Leifr gaf landinu nafn og kallaði Vínland. Síðan fóru aðr- ir Islendingar sömu leið. Alls vóru famar 6 ferð- ir til meginlands Ameríku af fornu íslendingum, enn eigi vita menn til að þeir hafi reist þar bygð, enda áttu þeir sífelt í ófriði við innlenda menn (skrælingja eða Indíana?) Sendiherra Bandarikjanna i Daumörk, Norðmaðr- inn, Rasmus B. Anderson, hefir samið fróðlegt rit um þenna fyrri Amerikufund. I öðru lagi hefir ameríksk mentastúlka, Miss Marie A. Brow'n, ritað bók um sama efni. I báðum þessum bókum er þvi haldið fram með rökum, að Islendingar eigi heiðr- inn fyrir að hafa fundið Ameriku fyrstir Evrópu- manna, og að Kolumbus muui hafa orðið áskynja um Ameríkuferðir Islendinga áðr enn hann lióf landaleitir sínar. Útlendar fréttir. (Prá fréttaritara vorum). Nýmæli frá fitlöndum eru að þessu sinni fá. — í fólks- þingi Dana var bráðabirgðarfjárlögnnnm týrir næsta ár lirund- ið 19. okt. með 68 at.kv. mót 25. Ríkisþiugi Irestað með kgs- boði til 5. des., og halda flokkadeilurnar áfram með sama álmga og áðr. Talið er líklegt, að draga muni til sumlrþykkis er þing kemr saman aftr, og að þiugið verði rofið og nýjar kosn- ingar fari fram. Sundrung er inikil með vinstri mönnum og veikir það fiokk þeirra. — í Xoregi var að því komið að breyt- ing yrði á ráðaneyti. Jiví megnasta óánægja er með Sverdrup, enn hefir þð skipazt svo að kyrt er. — Þýzki keisarinn hefir verið lasinn, sem vænta má á lians aldri; krónprinzinum þýzka er að versna hálsmeinið og er sagt að það sé krabbamein, og þykir það mikill skaði, því að af honum bafa liinir frjálslyndari uienn vænt hins bezta, ef liann kæinist til valda. — A hrakk- landi hefir komið upp hneykslismál, er svo er vaxið, að liers- höfðingi nokkur, Caffarel að nafni, var höndlaðr söknm þess, að hann hefði verzlað með lieiðrsfylkingarkrossinn og verið í félagi um það við heimsdrósir uokkrar. Fleiri hersböfðingjar riðnir við það. Boulanger dæmdr í 30 daga varðhald fyrir 6- gætileg orð gegn hermálaráðgjafanuni í sambandi við þetta mál, þótt svo virðist sem B. sé ekki bendlaðr við inálið. Verstendr á fyrir Wilson, tengdasyni Grévys forseta. Er haun talinn gjálífr féglæframaðr og hefir notað mægðir sínar til alls- konar fébragða og dregr það skugga á tengdaföður hans. Mælt er að Grévy gamli ætli að fara frá ef Wilson tekst ekki að hreinsa sig. Ferry er nft aftr í meiri uppgangi enn áðr. — Torymanna-stjórnin á Englandi beitir kúg- unar valdi sínu gegn íruin, enn alt fyrir það halda þjóðernis- félagsmenn fundi sína sem ekkert væri. Gladstone hefir ahlrei verið ötulli enn nú, og dást menn að þreki hans og fjöri á svo háum aldri. Halda þeir Parnell áfram brýningum sínuin og telja menn víst að Salisbury-ráðaneytið muni innan skains fara frá. — ítalir ætla að hefja herför á hendr Abessiníu-mönnum. — í Bolgaríu fer alt skaplega sem stemlr. — Forsætisráðherrarnir Crispi (frá Italíu) og Kalnoky (frá Austrríki) hafa átt fund við Bisiuarek, svo þrí-ríkjasainbandið (Austrríki, Ítalía og Þýskaland) stendr nú á fastari fóturn enn áðr og er það sam- band gert mót Frakklandi og Rússlandi. Til stóð að FlúxHa keisari kæmi til Berlínar, og hafði Bismarck látið setja i blað sitt auglýsingu þess efnis, að sainkvæmt beinni nkipun keisar- ans væri ríkiskanzlarinn væntanlegr til Berlínar þegar keisarinn kæmi. Þykir af þessu mega ráða, hvern hug Bismarck beri til Rússa. Blöð Rússa hafa orðið æf við þetta og haft i hótunuin. Hitt fer að líkindum að Bisinarck láti iiart mæta hörðu þar sem Rússa stjóm ofsækir þýzkt þjóðerni á Rússlandi og þröngvar kosti þýzkra þegna sem mest iná verða.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.