Fjallkonan


Fjallkonan - 12.12.1887, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 12.12.1887, Blaðsíða 1
Kemrút þrisvar ámán- uði, 36 blöö um áriö. Árg. kostar 2 krönur. Borgist fyrir .júlílok. FJALLKONAN. Valdimar Ásmundarðon ritstjóri þessa blaös býr í Þingholtsstrœti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. 36. BLAÐ. REYK.TAVIK, 12. DESEMBER 1887. Lesiö! Nýlr kaupendr Fjallkonunnar fyrir næsta ár geta fengið ökeypis 2/g af þessum árg. blaðsins (frá öndverðum maí til ársloka, 13.—37. bl.) Hver sem útvegar Fjallkonunni tíu nýja kaupendr og á- byrgist skil á andvirðinu, getr fengið í ómakslaun alla Fjallkonuna frá upphafi (fjóra árg.) auk sölulauna. Landsjflrréttardönir. í landsyfirréttardómmmn var í dag dæmt mál gegn 13 mönnnm í Gnllbringn- og Kjósar-sýslu, út af brotum gegn fiskiveiéasamþykt frá 9. júuí 1885; vúru hinir ákærðu dæmdir í sektir, 50—90 kr. (einn í 10 kr. sekt). — Fyrir landsyfirdóminum er nú mál gegn Kristjáni Þor- grímssyni o. fl., sumpart fyrir Ijöfnað og sumpart fyrir rán. Tfðarfar. Siðan í byrjun desembermánaðar hefir tíðin ver- ið vetrarleg, frost allmikil og talsverð snjókoma. í lat ínuskólanuni eru nú 99 lærisveinar (í fyrra vóru )>eir 111, enn 127 árið þar á undan). I prestask ólanuni eru 23 stúdentar; 14 í eldri deild, 9 í yngri deild. Dálun er 5. des. Pétr bóndi Kristinsson í Engey, dugnaðar- maðr á bezta aldri. ‘Þurrabúðarmannalögin. Meðal laga þeirra, er komin eru aftr frá stjórn- inni með staðfestingu konungs, finnast enn þá ekki þ urrabftðarmanna-lögin. Það væri illa farið, ef þessum lögum skyldi verða eitthvað til bnekk- is, því þær mótbárur gegn þeim, sem á þingi komu fram, vega ekki upp móti nauðsyn þessara laga. Enda standa þau í góðu sögulegu sambandi við bina elztu og eldri löggjöf vora um sama efni, og sýna með því, að um fleiri aldir befir þótt þörf á lækningu við þessu þjóðmeini voru: þurrabúðar- mönnunum, sem bin eldri löggjöf vor á stundum slær saman við lausamenn. Án þess að vitna í Grágás, sem, eins og menn vita, tók hart á öllum óskilamönnum, hverju nafni sem nefnast, þá má frá þvi fyrir bér um bil 4CO árum rekja til- raunir alþingis og yfirvalda til þess að afstýra „ó- löglegri lausamensku, ólöglegum búðarsetum og ó- bærilegu kaupgjaldi (til hjúa)“. Fyrstr er Pin- ingsdómr frá 1490, þá lögmannsdómr, genginn á alþingi 1531, og sama ár samþykktr af þáver- andi hirðstjóra, þá hirðstjóra-úrskurðr Klá- usar Mertvitz 1539, og úrskurðr Þorvarðar lög- manns Erlendssonar frá 1538, þá héraðsdómr Daða Guðmundssonar frá 1555, þá hinir svo nefndu Bessastaðapóstar frá 1685, bygðir á tillögum Þórðar bisk. Þorlákssonar og lögmannanna Sigurð- ar Björnssonar og Magnúsar Jónssonar. Allir þess- ir dómar og úrskurðir fara í sömu' stefnu, að binda búðarsetu- og lausamennsku-leyfið við tiltekna eign- arupphæð þurrabúðar- eða lausamannsins; munrinn er eingöngu sá, að upphæðin er, sjálfsagt eftir á- stæðum tímanna, ýmist sett hærri eða lægri, en á- valt bundin við svo eða svo mörg hundruð á lands- vísu, sumpart i fríðu, sumpart í öðrum aurum. Næst kemr lögreglustjórnar-frumvarp Lauritzar Gottrups frá 1720, sem ásamt öllum framantöldum skjölum var afhent netnd þeirri, er amtm. Fuhrmann skipaði á alþ. 1722, samkv. o. br. stiftamtm. Rabens til „conferenceog deliberation um skaða og háska þessa „lands, sem reiser sig af margra manna ólöglegre „lausamensku, it. óhlýdne vinnuhjúa, so vel sem „lausgaungurum, betlurum, sem af qvonfange þeirra „orsakast“, og komu lögmenn og sýslumenn sam- an sunnudagskvöldið 14. júlí (1722) til þess að yf- irvega „þessa landsins stóru nauðsyn“. Á þessu var nú bygð alþingis samþyktin sama ár, sem raunar, að orði kveðnu, eiginlega hljóðar um „lausa- menn“, vinnuhjii og lausgangara, en í rauninni allt eins á við þurrabúðarmenn og biiðarsetur, með því „öllum þeim mönnum, sem ekki eiga tíu hundr- uð tíundarverð“, er fyrirmunað, að reisa bú sér, nema þeir sanni, að þeir hafi boðið sig í vist og ekki fengið. Enda má af þvi ráða, að þurrabúðar- menn eru, eins og í tilskipuninni frá 1783, teknir inn undir lausamenskunafnið, með því samþyktin fer næst Piningsdómi, er sér í lagi á við búðarsotur. Af þessum 10 hundruðum á landvísu átti nú hlut- aðeigandi að „hafa árlega sins Qár ávöxt, 12 áln- „ir af hundraði hverju, því sem eru dauðir aurar, „eðr gelt kvikfé, enn af málnytukúgildi hverju „venju rentu, 20 álnir“. Þá var boðið, að afþess- um lOhndr. skyldi við sjó að minsta kosti vera 3 mál- nytukúg., enn til sveita skyklu málnytukiíg. vera 5 hndr. Og er þetta meira, en ákveðið er i lagafrumv. Þorl. Guðmundssonar; þar eru tilteknar 400 krónur skuldlaust, enn þessi hér um ræddu 10 hundruð nema að minsta kosti 500 krónum. Lítill munr er og á efnahag landsbúa þá og nú. Nú eru ýms lögbýli, og þau góð, t. d. Mosfell i Mosfellssveit, svo gott sem í eyði; þá er svo að orði kveðið, „að „lögbýle ligge við að eyðileggist vegna manneklu“. Og hafi þetta verið sanngjarnt á 18. öld, þá ætti það ekki að vera fjær sanni nú. Sama er að segja um hegningarákvæðið. Ef'tir samþykktinni á sá, sem verðr brotlegr gegn henni, „að setjast í stokk eða hespu upp á vatn og fisk í 3 dægr“, sem raun- ar er líkamleg refsing, enn þó má heita mannúðleg, eftir skoðun þeirra tíma; hjá Þorláki er það varð- hald, enn ekki hýðing, sem hvort eð er má heita úr lögum numin, nema fyrir unglinga og þá sem i hegningarhúsinu syndga móti lögreglunni. Hvorki tilskipunin frá 1783 né tilskipunin frá 1865bættu um til hins betra, og því var það, að á þingi 1877

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.