Fjallkonan


Fjallkonan - 12.12.1887, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 12.12.1887, Blaðsíða 4
144 F JALLKONAN. íslenzkr sögubálkr. IÞáttr af Pórði presti í Reykjadal. [Eítir ritum Daða fróða o. fl.]. —-tOí--- (Framh.) „Eftir þetta vóru enn fleiri sakir bornar á síra Þórð. Var sfl ein, að hann hetði falsað stefnu nokkura og i skrifað ókennileg nöfn undir hana, og að hann væri óverðugr j til prestskapar vegna þrætugirni sinnar; fyrir því ætti biskup j og prófastr að setja hann af embætti. Það fyrra varð ekki sannað, enn hið síðara vildi amtmaðr Fuhrmann og margir prest- ar láta umbera við hann; kváðu hann ekki hafa byrjað deilur að fyrra bragði og vera óáleitinn. Þá kom síðast sú grein móti honum, er óvinum hans varð mest gaman af og þeir ætluðu hrifa mundi, enn það var, að hann hefði gerzt Gyðingr og um- skorið sig. Meðkendi hann þá fyrir synodal-réttinum, að hann i héldi fast við Augsborgartrftarjátningu af öllum huga, enn fylgdi engri villu og sízt Gyðingatrfl, og fyrir þá sök gaf hann sig j undir skoðun nokkurra lögréttumanna og eins prests, og skýrðu þeir svo frá, að ekki væri hann umskorinn sem Gyðingr, heldr væri meiri missmiði á, og kvað hann sjálfr átumein valdið hafa. Lauk svo því máli, enn 1735 kom flt bréf Kristjáns konungs 6. um mál síra Þórðar og var samþykt það er fyrr var sagt og amtmaðr og fleiri héldu fram, enn talið að Jón biskup hefði farið of hart í sakirnar. Hélt svo sira Þórðr kaili og embætti, þótt lítt vinsæll væri, og þótt Jón biskup væri honum ekki vel- viljaðr, meðkendi síra Þórðr síðar, að hann hefði gefið sér tölu- verða peninga. — Á dögum Friðriks konungs 5. sigldi síra Þórðr og bað konung ölmusn og drotningu. Meðal annars bað hann hana að geía sér bót af því sama sem væri i nærpilsinu hennar, og gaf hfln honum klæði dýrmætt; það var síðar haft að altarisklæði í Skálholti. — Eitt sirni er sira Þórðr talaði við Kantzow greifa, er var stiftamtmaðr hér, og þeim kom ekki sarnan, sagði síra Þórðr: Mikill rusti ertu Rantzow.—Hann kom síðan flt aftr til brauðs síns og hélt það um hrið. Slepti hann brauðinu 1759, fór að Skálholti til Finns biskups og lifði þar á konunglegri pension. Leituðu skólapiltar þar stundum aðstoð- ar hjá honum i lærdómsef'num, því að hann var prýðilega vel lærðr, og kom þeirn það oft að liði, enn oft þóttu tiltektir hans þar undarlegar. — — Það var eitt sinn að hann beiddist að mega messa þar í dómkirkjunui og var það að sönnu leyft, enn undandregið þar til á 23. sunnudag eftir trinitatis, þá var hann látinn messa, enn þegar haun tóuaði guðspjallið og hafði yfir þessi orð: „Nær þér sjáið svívirðing foreyðslunnar standandi á helgum stað“, liló hann upp flf. Eftir messuna spurði Finnr biskup hann, að hverju hann hefði hlegið, og svaraði hann: „Ég gladdist í guði mínum, enn þft, auminginn þinn, hefir ekki gleði af öðru enu spesíum11. — Ekki var trfttt um, að síra Þórðr væri að liáði hafðr bæði í Skálholti og annarsstaðar og margir kblluðu hann Þórð sálarlausa. Hann dó í Skálholti 78 ára gam- all 1776, og var hann aldrei við konu kendr“. (Hingað að er fylgt prestaævum Daða fróða, enn hér á eftir fara fleiri frásagnir um Þórð, sem tekuar eru sumar eftir göml- um skjölum og sumar eftir munnmælum). (Niðrl. næst). Kvæöa-Keli.1 Ekkert kann ég verk að vinna, Af Úlfari’ og af Andra jarli Virðum skemti ég með söng; Upp er hef ég rimnaklið, Ganga verkin glatt á palli, Griðkur allar keppast við. Margur á mér upp að iuna, Að ekki þótti vakan löng. Kann ég utanbókar okkar Allar beztu rímurnar; Þá eru stflfar, þulur, flokkar Þjóðinui til skemtunar. Marga tólf í höggi hefur Halurinn, sem veflnn siær; Enginn fyrir öðrum tefur, Unnið er á hendur tvær. J) Þorkell þessi lifði snemma á þessari öld, fór um alt land sérilagi norðan og austan, og kvað rímur og flokka fyrir fólk, var víðast hvar vel tekið og lifði á kveðskap sinum, eins og Rhapsódar hjá Grikkjum eða Troubadourar og Min- strelar hjá Frökkum og Bretum. Þá ekkert af neinum nema mat og klæði. í hvert er ég því boðinn býli, Bændum jatnan velkominn, Hef ég engin hugarvíli Hvar ég finni náttstaðinn. Leik ég svona lausum kyii, Langsætinn i kverjum stað; Allir fagna öldnum þyli Er þeir sjá mig ganga’ í hlað. Glaðnar yfir gamalmenni: ,Guð velkominn, Þorkell minn!‘ Hrukkur hverfa’ af öidungs enni, Ungum leikur bros á kinn. Ókominni Kvæða-Keli Kvíðir framtíð ekki grand; í fornöldinni’ ég á í seli Og aðalbúin víða’ um land. Þótt eigi’ ég ei fyrir útförinni, Ekki’ er þurð á vígðri mold, Yfir gröf þó munu minni Margir blessa liðið hold. Gr. Þ. -4Ó+---------+J+- ^5—+>4---+04---404- i Nýjungar frá ýmsum löndum, I ---+>P---+J4----404---404— 404-jjsi Jenny Lind, söngkonan fræga frá Svíþjóð, f. 1820, dó 2. nóv. Hfln þótti óviðjafnanleg á sínum tíma og kölluð „nætrgal- inn sænski“, enn hætti að syngja opinberlega 1851, er hún gift- ist söngmeistara einum, Goldschmidt að nafni. Kirehholl', einhver hinn frægasti náttflrufræðingr, f. 1824, andaðist 17. okt. í Berlín. Hann er frægastr orðinn fyrir það, að hann, í samviunu víð efnafræðinginn Bunsen, fann aðferð til ljósrannsókna (spectral-analyse) með ljóskönnnði (spectroskop), sem telja má með hinum merkustu uppgötvunum visindanna. Með þeim hætti hafa menn með áreiðanlegri vissu komizt að því, hver efni eru í himinhnöttunum og jafnvel fundið ný frum- efni. „Spectroskop“ er einnig notað við aðrar efnafræðilegar og enda læknisfræðilegar rannsóknir. Dynamit-bissa. Á höfninni við New York var i september reynd dynamit-fallbissa, fundin af undirforingja einum, Zalinski að nafni. Hlaupið er 60 feta langt og 8 þuml. í þvermál; hleypiaflið er þéttiloft, enn hleðslan dynamit. Yóru við tilraun þessa höfð 45—55 pd. í skot. Var skotið hér um bil á milu- fjórðungs færi og haft að skotspæni gamalt skip; fyrstu 3 skot- in hittu ekki, enn hið fjórða sprengdi skipið i ótal parta og þeytti upp sjónum í kring með ógurlegu róti. Félag það, er látið hefir gera skotvopn þetta (pneumatic-dynamit-gun-company) treystir sér til að hafa það svo stórt, að úr því megi skjóta 1000 punda sprengivélum. Ný tóbaksverzlun. Hvergi er jafngott og ödýrt alls kon- ar tóbak, munntóbak, neftóbak og vindlar, sem hjá B. H. Bjarnason í húsi Chr. Matthiesens 'og Jóhannesar snikkara viö Kirkjugarðsstíginn í Rvík, eins og líka má sjá á 55. bl. ísafoldar og 55. bl. Þjóöólfs þ. á., t. d.:| Munntóbak, bezta tegund, 1 pd. á 1,50 Neftóbak -------- ------ 1-------1,05 Alls konar reyktóbak og vindlar að sínu leyti meö jafnlágu veröi. Hið konunglega octroyeraða ábyrgðarfélag tekr í ábyrgð hús, alls konar vörur og innanhúsmuni fyrir lægsta endrgjald. Afgreiðsla: J. P. T. Brydes verzlun í Reykjavík. Prentsmiðja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.