Fjallkonan


Fjallkonan - 12.12.1887, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 12.12.1887, Blaðsíða 3
FJALLKONAN. 143 Henry Morton Stanley er fæddr árið 1840 í Wa- les. Þegar hann var 15 ára, fór hann til Ameriku. Hann gekk i þrælastriðið 1861 og var með sunn- anmönnum. Þá var hann tekinn liöndum og lenti siðan í liði norðanmanna. 1865 hóf hann fyrst ferðir sínar, sem fregnritari blaða; fór hann þá um Tyrkjalönd og Litlu Asíu. 1867 kom hann aftr til Ameríku, og fór síðan sem fregnritari blaðsins „New York Herald“ með enskri herdeild til Abes- siniu, er Englendingar áttu þá í ófriði við. Arið 1868 var hann á Spáni sem fregnritari. 1869 var honum sent málþráðarboð frá París þess efnis, að Bennet, ritstjóri New York Heralds, bæði hann að fara til Afriku að leita að ferðamanninum Living- stone, er ekkert hafði spurzt til í 2 ár. Lagði hann þá af stað og fór fyrst til Egyptalands; var við vigslu Suez-skurðarins, gerði rannsóknir í Jerú- salem og fór síðan til Miklagarðs og þaðan til Krím. Þaðan fór hann yfir Svartahafið, yfir Tiflis og Kaukasus austr að Kaspíhafi ; þaðan yfir Teheran, Persíu og Afghanistan til Indlands og kom þar í ágústmánuði 1870. Þaðan fór hann til Zanzibar á austrströnd Afriku og þaðan hóf hann ferð sína inn í land í jan. 1871. Hann fann Livingstone 10. nóv. 1871, og fór sumarið eftir aftr til Eng- lands, og ritaði bók um ferðina. Véfengdu þá margir frásagnir hans, og segir hann svo um það : „Englendingar kölluðu mig lygara, Ameríkumenn héldu mig þorpara, Þjóðverjar svikara, Frakkar skrumara“. 1873 var Stanley enn í Afriku með enska hernum, sem fréttaritari New York Heralds. Þegar hann kom til Englands 1874 og var þar við jarðarför Livingstones að Westminster-kirkjunni, þá staðfestist sú fyrirætlun hans, að halda áfram verki Livingstones og fara rannsóknarferð þvert yfir Mið-Afriku; gerði hann tillögu um það við útgefendr blaðsins „Daily Telegraph“. Þeirspurðu, hvað ferðin mundi kosta. „Hér um bil 10,000 pd.“. „Það er mikið fé, enn ef þér fáið þriðja útgerðar- manninn, t. d. Bennet, þá stendr ekki á okkr“. Nú sendu þeir fyrirspurn til New York og fengu að tveimr klukkutímum liðnum stutt og laggott svar: „Já. — - BennetL Þá var stofnað til ferðarinnar, og er sú ferð flestum kunn. Stanley lagði af stað frá Zanzibar með 356 menn 17. nóv. 1874, og eft- ir 999 daga ferð kom hann til Boma við Kongo- mynni, með 108 manns, og hafði ratað i ótrúleg- ar mannraunir og lífshættur. Hve mjög ferð þessi hafi fengið á hann, má meðal annars marka afþví, að hann var orðinn snjóhvítr af hærum er hann kom úr ferðinni, Eftir að hann kom til Englands úr þessari ferð (1878) kom út bók um ferðina „gegn um hið dimma meginlandV Sumarið 1879 fór hann á eimbát, sem hann átti sjálfr, til Afríku. — Síðasta verk hans er stofnun Kongo-ríkisins, sem er undir vernd Belgíu. Hann lét sér ekki nægja að gera hina miklu rannsókn- arferð i þarfir visindanna, heldr stofhaði hann riki undir stjórn norðrálfumanna í hjarta Afríku, og greiddi þannig verzlun og menningu veg inn i landið. — Með mikilli fyrirhöfn og dugnaði kom hann á vegagerð og eimbátagöngum upp um Kongo- landið. Það mun vera sjöunda ferð Stanleys í Afriku, sem hann er nú að fara. Stanley hefir fengið miklar viðrkenningar í heiðrs- skyni bæði frá mörgum vísindalegum félögum og konungum. Háskóli í Vín gerði hann að heiðrs- doktóri. Þjóðþing Bandaríkjauna sendi honum í einu hljóði þakklætiskveðju. og kveðst hann meta þá virðingu meira enn allar sínar nafnbætr og heiðrsmerki. ----JHtHf— ‘Fagrt eftirdæmi. 0g þaö var á 5854. ári frá sköpun veraldar, að mikil liú- hyggja var í ísrael; miklu fé var kostað til jarðabóta, mörg búnaðarfélög voru stofnuð, margir búnaðarskólar stofnsettir; alt úði og grúði at búfræðiugum. og mikið var gert til fram- fara búnaði, og meira talað. Og sjá, Leithitinn Coghill, sem framaudi var i því laudi, korn i það land; og Jehóva blessaði efni hans, og hann var auöugr af hjörðum og stóði og trypp- um, og hann var ríkr aí gulli og silfri og seðlum; og sjá, haun var fátækr af grasi hauda sínnm lijörðum, stóði og tryppum. Og sjá, Moskóvítinu Jóhann, sem var Leviti og innlendr i því landi, var fátækr af gangandi fé og gulli og silfri og seðl- um, enn Jehóva hafði trúað honuui fyrir musterisjörð og must- erislandi og hann átti mikið gras, enn fáa húskarla til að slá það. Og sjá, Leithitinn Ooghill fór til Levitans Jóhauns og sagði: „Minn bróðir er fátækr af fénaði, gulli. silfri og seðlum, enn liann er ríkr af grasi, og brestr húskarla til að hirða það; enn ég er ríkr af fénaði, gulli. silfri og seðlum; þvi býð óg mínum bróður, að hann láti tnínar hjarðir og mín tryppi sláog bíta land musterisins og engi musterisins, og þarf miuu bróðir þá engu til að kosta, að láta vinna það — enu ég mun þar á ofan gjalda mínum bróður fleiri þúsund sikla fyrir það gras, sein mín tryppi bíta; ég hefi sauufrétt, að sumstaðar er eugi must- erisins, sem minn bróðir hefir umráð yflr, svo grasgetið, að með- almaðr slær þar á sex hesta á dag; þetta góða gras skulu mín tryppi bita og verða teit, og minn bróðir skal fá sikla fyrir, þúsundum saman, og hann skal verða feitr“. Og sjá, Levítiun Jóhann sá, að þetra var fagrt á að líta og girnilegt til fróð- leiks, og hann keypti þessu við Leithítauu Coghill, og tryppi Leithítans Coghills, — þúsund tryppi — átn alt grasið af must- erisjarðarengjunum og urðu feit, og Levítiun Jólianu fékk fleiri þúsund sikla, og hann varð feitr. og ekki var stingandi strá neinstaðar i musterislandinu á hinu 5854. hausti. Og sjá, jörð musterisins var að kalla í eyði; að eins blásnauður búandi hag- nýtti nokkuð af túniuu; mestöll taðan var flutt burt þangað sem Levítinn Jóhann bjó. Og sjá, það skeði, að þar var liér- aðsfundr um vorið á hinu 5854. ári. og Kjaluesítinu Kolbeinn kærði, að musterisjörðin, á móti landslögum, væri svo gott sem óbygð, með því beztu uytjar heunar væru notaðar af öðrum enn þeim sem að nafninu til byggi þar; og sjá, ypparsti prestrinn í héraðinu andmælti því ; Levítinn Jóhann var honum hlýðinn og auðsveipr. Og sjá. musteriseignin var upp étin af tryppum Leithítans Coghilis og at Levítanuin Jóhanni. Og sjá, þetta skeði undir handarjaðri hinna æðstu yfirmanna í sam- kundunni, og þeim var sagt það munnlega og þeir trúðu |iví, og sjá, þeir sögðu við sjálfa sig: „Hví skyldum vérskifta okkr af þessu? Þetta hefir ekki verið kært bréftega fyrir oss; Je- hóva mun sjá fyrir eignum musterisins, og þó þessi musteris- eign verði uppétin, þá eru fieiri prestsetr og musterisjarðir eft,- ir óétnar; og sjá, tryppi Leithítans Coghills munu ekki dej'ja úr hungri fyrir það, að þurð sé á musterisjörðum". Og sjá, tryppi Leithítans Coghills vóru glöð í síntim hjörtum, og Levít- inn Jóhafln var glaðr í sínu hjarta. Enn musterislandið var uppétið, og hreppsnefndin í þeirri sveit sló á sitt læri, og reif hárin úr sínu skeggi; enn sjá, hún gerði ekki neitt, því hún var ekki skrifandi.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.