Fjallkonan - 18.01.1888, Blaðsíða 1
Kerar út þrisvar áraán-
uði, 36 blöö um árið.
Arg. kostar 2 krónur.
Borgist fyrir júlílok.
FJALLKONAN.
Vald i ma r Asmu nda rson
ritstjöri býr 1 Þing-
holtsBtrœti og er að hitta
kl. 1—2 ogJJ 3—4 e. m.
2. BLAÐ. REYK.TAVÍK. 18. JANÚAR 1888.
Tiðarfar. Fyrstu vikuna af árinu var hér norðanátt og oft.
ast hvast, enn síðan gekk veðr til austrs, og níi i róma vikn
hefir oftast verið þíða og talsverðar rigningar. Jörð er al-
auð.
Svínaliraunsvegrinn. í leysingum þeim sem gengið hafa
nú um tírna, hafa orðið miklar skemdir á vegi þessum, og brýrn-
ar á veginum eyðilagzt af vatnavöxtum. Mest tjón er það, að
vegrinn á Sandskeiði er gersamlega eyðilagðr, og verðr þvi ekki
um kent, að vegrinn hafi verið illa gerðr, heldr því að hann hefir
verið lagðr á haldlausum jarðvegi. Hinn norski vegfræðingr
Hovdenak réði því ekki hvar veginn skyldi leggja; því réðu
alveg óverkfrððir menn innlendir.
Fyrir lestrar. Sveinn bíifræðingr hélt fyrirlestr um búnaðar-
málefni 13. jan., og er ágrip at þeim fyrirlestri síðar í þessu
blaði. — 14. jan. hélt kand. jur. Hannes Hafstein fyrirlestr um
ástand islensks skáldskapar nú á tímum og fór nokkrum orð-
um uin hvert skáld út af fyrir sig; benti síðan á að skáldskapn-
um hefði hnignað mjöghér á landi á síðustu 10 árum, og reyudi
að leiða rok að því, hvernig á þeirri aftrför stæði. Kafii úr
þessum fyrirlestri stendr aftar í þessu blaði. — 16. jau. héltsíra
Oddr Y. Gíslason írá Stað i Grindavík fróðlegan fyrirlestr um
að afstýra skipskoðnm njeð betri útbúnaði enn hér hefir tíðkast,
einkum með þvi að nota lagbrjót og bárufieyg (kút með lýsi
eða olíutilað draga úr sjógangi) og nieð því að hata sjó í kjal-
festu. Mjög fáir sóttu þtnnan fyrirlestr, og lýsir það sorglegu
áhutraleysi hjá sjóinönnum.
Kvillasamt hefir verið hér nm slóðir í vetr og ekki allfáir
dáið. Virðist svo sem einhver ólyfjan hafi legið í loftinu.því að
margir hafa orðið dauðveikir að eins at litlum skinnsprettum,
og sumir dáið af þeim orsökum.
— Á þiiðja i jðlum lézt hér í Rvík úr mænusjúkdómi jungfrú
Óvína Arnljólsdóttir frá Bægisá, efnileg stúlka, um tvítugt.
Blöðin. ÍSAFOLD. 1. blað, 4. jan. fiytr: kvæði um Rask
eftir H. Hafstein. yfirlit yfir árið 1887 og grein um rofið að-
flutningsbann á fénaði, enn tiiefni þeirrar greinar er það, að í
8Íðustu póstskipsferð vóru fluttir 2 hrútar af útlendu kyni til
Rvikr, er átti að sögn að hafa til kynbóta austr undir Eyja-
fjöllum. Þeir sém hlnt áttu að máli. hafa víst ekki þekt laga-
bannið gegn aðflutningi á fénaði til landsins (frá 17. inarz
1882). Sá sem pantaði hrútana tyrir bændr, halði að sögn
boðið til sín vinum sinum til veislu og áttu hrútarnir að skipa
öndvegi, enn áðr enn samsætið hófst, varð hann þess vísari, að
hrútarnir væru óhelgir, óalandi og óferjandi og lilutaðeigendr
sekir um lagabrot. Varð því ekkert af veislunni. enn hrútarnir
vórn fluttir á skip attr. — Hvaða rögg lögreglustjórnin befir sýnt
af sér iþessu máli mun ókunnugt. — 2. bl., 11. jan.: stuttgrein
um blaðamtnsku á Englandi (I.) oglöng grein um sjónleiki við-
vauinga, er lýsir hve sjónleikaskáldskapr og leikanda-íþrótt sé
í bernsku hér á landi og stundum bneyksli; ræðr því til að
hætta við alt þessháttar kák. nema þar sem mest mannval er
fyrir til að leika þolanlega. — Sannleikrinn er sá, að ekkert
íslenskt leikrit er til, sem geti heitið listaverk, og sérstaklega
lýsir það smekkleysi þjóðarinnar, að leikritið Skuggasveinn hefir
verið hafðr i svo miklum hávegum og getið af sér ýms van-
skapnaðar atkvæmi í leikaritasmíðinni, því að það rit hefir of-
marga galla, liugsunarvillur og tímavillur, og það nýtilegasta í
því eru kvæðin. — Hins vegar væri það æskilegt, að ísleuding-
ar legðu meiri stund á þetta, því að það er alment viðrkent,
að sjónleikir sé mjög mentandi og siðbætandi, og viða er miklu
kostað til þeirra af almannafé.
ÞJÓÐÓLFR, 1. bl., 6. jan.: æviágrip Jóns á Gautlöndum
með mynd hans; grein nm íslenska ull eftirenskan verksmiðju-
eiganda, talar um hver nauðsyn sé á að íslensk ull sé betr
verkuð, hreinni og þurrari og haust og vornll góð ull, og lak-
ari sé aðgreind. — 2. bl., 13. jan.: örstutt grein um íslenska
sokka eftir enskan mann. Þykir sokkarnir illa lagaðir og illa
„sortéraðir gr. um íslenska sauði eftir enskan sauðasala, sem
finnr það helst að, að bakholdin sé ekki annað eun sumarfitan
og þyrfti að fara betr með féð að vetrinum til að bæta úr þvi;
gr. um að fa tvo búfróða menn til að lerðast í stað Sveins
búfræðings; gr. um að fuglahamir geti orðið versluuar-
vara, ef menu kynnu að troða þá upp, enn það kuuua menn
ekki hér á landi (og það verðr varla lært nema með verklegri
tilsögn). ^
Um búfræði
talaði Sveinn Sveinsson búfræðingr þannig í fyrir-
lestri sínum: Hann skýrði fyrst stuttlega frá því
af livaða bergtegundum og grjót-tegundum landið
væri myndað. Þar næst talaði hann um kosti
landsins í fornöld, og hvernig þvi liefði farið
aftr á seinni öldum. Það væri búið að missa
skógana, það væri ófrjórra enn í fornöld og það
væri langtum meira bert og blásið enn þá. Skóg-
ana taldi hann vist að mætti rækta upp.
Það væri ekki furða, því mönnum teldist svo til,
að hér hefðu verið i fornöld hérumbil 110 þúsundir
manns og 80,000 mjólkrkúa auk geldneyta. Kvað
hann og auðséð að fornmenn liefðu verið hinir mestu
búmenn, og þeir hefðu staðið okkr framar i þeim
efnum að mörgu leyti. Við svartadauða í byrjun 15.
aldar myndi landið hafa liðið mestan linekki, þá
hefði fjöldi af bæjum og enda bygðarlögum lagst í
eyði og dugnaðr fornmauna gleymst: vatnsveitingar,
girðingar, akryrkja. — Á þessari öld væru menn farnir
að stunda jarðabætr, er væru samkvæmar eðlisfari
landsins og kringumstæðunum, túnasléttur, vatns-
veitingar og matjurtarækt. Samt væri tiltölulega svo
lítið gert að þessu, að það sæi ekki högg á vatni.
Mest væri þó gert að vatnsveitingum: 1840 hetðu hér
verið gerðir um 5000 faðmar af skurðum, 1884 þar
á mót 70,000 faðmar. Landbúnaði kvað hann að
myndi geta farið hér mikið fram með tímanum ef
menn héldu sér iunan þeirra takmarka að stunda
ræktun á fóðrjurtum og kynbætr á kvikfé. Hann
sagði að Danir, Norðmenn og Svíar hefðu ekki haft
svo sem neinar búnaðar framfarir þangað til á þess-
ari öld, enn þábyrjuðu fyrst framfarirnar. Hjá Dön-
um hefði kornræktin aukist meir enn um 2/„ parta
á síðustu 100 árum, nautgripum liefði fjölgað tiltölu-
lega eins (1774: 415,000, 1876: 1,348,000), og SVO
gerði hver þeirra helmingi meira gagn enn áðr.
1850 hefðu Danir fyrst farið að stunda lokræsagerð,
og á næstu 10 árum hefðu þeir þurkað upp þrefalt
stærra svæði enn öll túnin á íslandi væri.— Þó hefði
smjörversluninni farið mest fram, því á 18. öld hefðu
Danir orðið að flytja til sín smjör frá Slesvík og
Holstein, en nú á tímum seldu þeir árlega útúr
landi um 100,000 tunnur af smjöri. Framfarirnar
hefðu verið áþekkar í Noregi og Svíþjóð um sama
leyti. Norðmenn hefðu getað fjölgað nautgripum
hjá sér um helming á 40 árum, og svo gerði hver