Fjallkonan


Fjallkonan - 18.01.1888, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 18.01.1888, Blaðsíða 3
18. jan. 1888. FJALLKONAN. 7 Menn freistast til að draga þá ályktan úf af því, sem sagt hefir verið: Það er þá enginn sann-nefndr þjóðvilji nú sem stendr. Enn þó að nú svo væri. að enginn hreyfing væri í þjóðinni nú, þá er ekki orsökin til skáldskap- arþurðarinnar alveg fundin fyrir það. Það liggr beint við að segja: Já, enn skáldin gætu samt eitt- hvað orkt, því skáld yrkja þó ekki eingöngu vegna hreyfinga í þjóðinni, heldr syngja þeir stundum nýjar hreyfingar inn í sína þjóð. Þetta er satt, og það leiðir oss til hinnar síðustu rannsóknar í þessu efni, það leiðir oss til að athuga skáldin sjálf eins og þau koma fram, það er: efni þeirra hugmynda, sem þeir eru fulltrúar fyrir í skáld- skap sinum. Öll þau skáld, sem ég hefi nefnt, að undanteknum Gesti Pálssyni, standa á sama grund-i velli, á þjóðernisátrúnaðarins og þjóðartilbeiðslunuarí gamla grundvelli, og yrkja út frá honum. Það var einu- sinni trúa í heiminum að þjóðernið væri hið dýrmætasta, sem nokkur maðr ætti, að þjóðin og fóstrlandið væri hið æðsta, hið eina afjarðneskum hlutum, sem hver maðr ætti að olfra sér fyrir og leggja líf og blóð i sölurnar fyrir. Einstaklingsins hagr átti að hverfa, og allar hans tilfinningar og hugsanir að krjúpa fyrir þessu hugsaða ideali, þjóðerni og fóstrlandi. Þessvegna gat ekkert frelsi hugsast nema þjóðfrelsi, engin menn- ing nema jyóJmenning, engin framför nema þjóðar- framtör, og ekkert skáld nema JyoJskáld. Ekkert var rétt, nema það væri samkvæmt gömlum kredd- um; fornaldarfrægð var talin afkomendum til ágætis sem þjóðtrægö. Þessi strauinr, sem gekk í gegnum álfuna á fyrri hluta aldarinnar og um miðbik henn- ar, var náttúrleg reaktion móti hinum gersamlega skorti á virðingu fyrir þeim náttúrlegu takmörkum, sem tungumálin setja hverju landi, sem Napóleon mikli sýndi, og þeim mikla jrfirgangi, sem liann hafði í frammi með því að rífa sundr það, sem saman átti, og sameina hið sundrleitasta. Enn— reaktion er aldrei nema reaktion, það er árétting aftrábak, þegar of- langt hefir verið gengið áfram. Þessi straumr hefir líka fyrir löngu brotnað á mentun og heilbrigðri skynsemi heimsins. Það er langt síðan, að liann hætti að vera tímans lifandi barn. Því hefir verið slegið föstu gegnum blóð og baráttu, að allir menn eru menn. 1 Þaö er fímans krafa, að hver maðr geti orðið sem frjSTsastr, mestr og bestr, með því að nota sinn eiginn kraft, því að sú frægð, að tilheyra forn- kunnri þjóð, er létt fyrir svangan maga. Menn vita nú, að mennírnir lifa ekki og vinna elcki til þess að vera þjóð, heldr er þjóðiu til vegna þess, að svo og svo margir menn, sem tala sömu tungu, lifa og vinna. fcHún er sterk þjóð og merk þjóð að eins að því skapi, sem einstaklingarnir í henni geta náð að verða sem frjálsastir, mestir og bestir í andlegu, líkam- legu og siðíerðislegu tilliti. Fóstrland og þjóðerni er ekki sérstök guðleg gjöf, því hver, sem fæð- íst í heiminn, verðr að fæðast í einhverju landi, og það land. sem hann af hendingu fæðist í, er aöjafn- aði hans fóstrland, og af því fær hann sjálfkraía eða nauðugr þann stimpil, sem kallast þjóðerni og sem bindr hann alla æfi með ýmsum böndum við fóstr- landið. Það er ekki nóg til þess að fullnægja tím- ans kröfu, að drekka skál fyrir sinni ástkæru fóstr- mold, það er ekki nóg að tala um framfarir, án þess að tilgreina, hverjar þær eiga að vera. Til þess að stuðla að þvi, að mönnunum geti liðið vel. þarf að komast eftir þeirra meinum, ma«Mfélagsmeinunum, sem standa einstaklingnum fyrir þrifum, svo þau geti orðið læknuð. og það er meðal annars skáld- anna og sálarfræðinganna háleita____ætlunarverk^ a3 grafast eftir þeim. Vor tið er sáfákölínlínarinnarl og lækninganna tið í andlegu og likamlegu tilliti. Tímans lieróp er líf persónunnar, ekki gloria nin hina afdregnu hugmynd: þjóð. Vor tími er tími hinna verklegu framfara, gufunnar, rafmagnsins og rannsóknarinnar stolti tími. Þetta ætti að vera nokkuð almenn sannindi, enn það sanna er, að til skamms tíma hefir lnn gamla þjóðar- og þjóðernis tilbeiðsla verið rikjandi hér á landi. Hugmyndirnar haf'a verið tcknar orðréttar og hugsunarlaust upp frá öðrum löndum, þvi landið hefir orðið ritíð með i timans straum á síntim tíma, þegar jiessar hugmyndir liöfðu líf og sögulegan rétt. Hér sjá menn fólk. sem aldrei á æfi sinni hefir séð korða eða pístólu, tala stórt um að láta líf og blóð og falla fyrir fóstrlandið, þó að það sé vitaskuld, að engum hefir einusinni dottiö í hug að benda einu byssuhlaupi að þjóð vorri eða landi. Hin umtalaða reaktion hefir haldið hér áfram sem trúarsök. og er hér enn ríkjandi ofan á. Að eins er þess að geta, að hér kallast aftrkipprinn frelsi, þjóðfrelsi og framfarir, enn þeir, sem á móti honum eru, eru kallaðir aftrhaldsmenn. Það er í anda og krafti þessara hugmynda, sem einusinni áttu á sér rétt, enn nú eru dauðar, að skáld vor hafa orkt liingað til. Enn heimsins hugmyndir breiðast undarlega út. Þær komast jafnvel inn í Kina og ísland á endun- um. Menn eru farnir að hafa ósjálfrátt veðr af því, að þessar gömlu hugmyndir og ideöl eru orðin tóm. Jafnvel skáldin, sem hafa dillað þeim í ljóðum sínum, haf'a ósjálfráða tilfinniugu af því, að þessura hugmyndum sé ekki lifvænt lengr, og að jieir sigli með „lík í lestinni“. Þess vegna hika þeir sér, og verða hljóðir. Það hittist því allvel á, að flest af þvi sem kveðið er hér á landi nú sem stendr skuli vera grafljóð. Það er náklukkunnar dinglum-dangl yfir dauðum og útslitnum hugmyndum“ —-----------. Uppruni steinkola. Vísindamennirnir segja oss, að sú liafi eittsinntíð- in verið á æfi jarðarinnar, að loftslag var mjög heitt á öllum hnettinum, og Jiað eins við heimskautin eins og annarstaðar. Þá telja menn að sömu teg- undir jurta liafi vaxið hvervetna á hnettinum. Þá vóru engin dýr á þurlendinu, og að eins lindýr i sjónum. Jurtirnar voru einkannlega mosategundir og sveppir. ákaflega stórvaxið, risavaxnír burknar og sígræn tré með hrotta-stórum könglum ; blóm voru þá engin og engir ætir ávextir. Þessir stórskógar af jurtum uxu upp og dóu út þúsundum ára saman, og aðrar jurtir uxu upp í þeirra stað unz alt láglendi var fult orðið af þykku lagi af jurta-efni. Skurm hnattarins eða yfirborð var um

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.