Fjallkonan


Fjallkonan - 18.01.1888, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 18.01.1888, Blaðsíða 4
8 FJALLKONAN. 18. jan. 1888. þetta leyti ekki allsterkt. raiklu veikara enn nú, eða likt og illa storkið, og seig því einatt niðr talsvert svæði á því hér og þar, og komst þannig í kaf, und- | ir sjó. Rotnaði þá jurta-efnið að nokkru leyti og þjappaðist svo saman, að það varð að mó. Svo liðu aldirfram, og olli hiti og þunga-þrýsting nýrri breyt- ingu á efni þessu, svo að mórinn varð að mókolum eða surtarbrandi. Enn ný breyting gerði venjuleg | steinkol úr þessum surtarbrandi. Lannig telja menn steinkolin orðin til úr leifum trjáa og jurta, sem hiti og þrýsting hafa breytt í viðarkol eða hreint elds- neyti, og jarðkvoðu ('bitumen), sem er tjöru svipað efni, er myndast við rotnun jurta-efna. Gæði kolanna eru komin undir því, hve mikil eða litil jarðkvoða (;r i þeim. Oftast er kolum skift í þrjár tegundir: bruna-steinkol (anthracite). og eru þau allra kola hörðust, liafa verið svo lengi í mynd- un, að jarðkvoðan er þornuð upp og gufuð burt, úr þeim; jarðkvoðu-kol (bituminous coal) er önnur teg- j und, og er í þoim miklu meiri jarðkvoða; hin þriðja j tegund er sú, er kerta-kol (cannel coal) er nefnd, og I liefir hún í sér langmesta jarðkvoðu, enda logar á þeim kolum nær sem á kerti, og taka þau nafn af því. Enn meiri hiti og enn meiri þrýsting hefði valdið enn þá nýrri breyting á kolunum, og breytt þeim í blýant. [úr ensku tímariti.! J. ÓJ. --------- Nýjungar frá ýmsum löndum, Mestu sialinvamenu í heimi eru Norðmenn nfi taldir. í sumar sem leið sigldu ii norskir menn á opnutn báti frá Port Natal á suð- austrstönd Afríku til Dover á Englandi. Bátrinn var 4B/4 tons að stærð kjalarlengdin 20 fet, breidd 7 fet, dýpt 4 fet,. Bátrinn var smíðaðr í Afriku uppi í landi og fluttr á vagni til Natal. Þar var hann settr á flotímaímán. 1886, og þeir þrír félagar lögðu á stað. Deir sigldu fyrst með st.röndum fram alt, að Gððrar- vonarhöfða. enn þaðan héldu þeir til St. Helenu. Daðan ætluðu þeir beina leið til Englands, enn fengu mótbyr í Atlandshaíi og þrant vatn. Urðu þeir þá að leggja að landi vi'ðSt. Mlchel, eftir 12ö daga sigling. Síðar hröktust þeir til Madeira og áttn þeir liarða útivist áðr enn þeir komu til Englands, enn það var 28. marz 1887. — Sumarið 1886 gerðu tveir Norðmenn tilraun til að sigla á opnum báti þvert yfir Atlantshaflð frá Englandi t.il New York. Bátr þeirra varlfl fet á lengd, 6 fet ogSþuml. á breidd og 1 fet, og 11 þuml á dýpt. Deir sigldu fyrst á 8 J dögum frá Kristjaníu til Leith, enn 2. jftlí hófst ferðin yfir Atlantshafið, og gekk alt bærilega fyrst framan af; varð þó bátrinn að halda kyrru fyrir við dufl vegna storms öðru hverju og nota oliu til að verjast áföllum. 12. jftlí brotnaði siglutréð, enn þeir félagar gátu gert við |>að aftr. 20. jftlí hvolfdi bátn- um í miklum stórsjó ; var það á miðju Atlantshafi. Deir kom- ust, á kjöl og réttu bát.inn við aftr, enn mistu stórseglið og fokkuna, eina ár og eitthvað af sjóklæðum. Eftir þetta áfall gekk ferðin allvel til 5. ágftst. Dá gerði ofsaveðr með stórsjó og hvolfdi bátnum ; komust þeir félagar enn á kjöl, og gátu rétt bátinn við aftr, enn mistu bæði vistir og áhöld, og þar að auki hafði dutlið slitnað frá bátnnm. Samt létu þeir félagar ekki hngfallast og ætluðu enn að halda áfram ferðinni, enn með því að veðrinu slotaði seint, og ómögnlegt var að verja bátinn fyrir áföllum, urðu þeir loks að sætta sig við ólokna ferð og stigu á skip, sem átti að að fara til Newcastle. Degar þetta skip hitti þá, vóru þeir að eins 68 mílur í austr trá Newfoundlandi og höfðu siglt 600 norskar mílur frá því þeir lögðu af stað frá Kristjanín. Sáluhjálparherinu, þessi æsti trftboðunarttokkr, sem komið helir upp í Englandi og breiðst þaðan ftt á síðustu árum er nft kominn til Danmerkr, Noregs og Sviþjóðar. í Kaupmannahöfn var herinn í sumar og fór sér hóflega, enn þó var gauragangr- inn oft svo mikill á strætuuum, að lögregluliðið varð sð sker- ast í leikiun. Fyrir bókavini. —- Ódýrt! Shakespeare: Allir leikir Sh.’s i 40 heftnm á 10 au. Hver leikr 1 hefti, nema „Henry IV.“ 2 hefti, og „Henry VI.“ 3 hefti. Hver leikr fæst sérstakr. Lives of great men: Gladstone. Beaconsfield. Nelson. Wellington. Luther. Chatham. Chaucer. Humboldt. Carlyle. Cæsar. Wesley. Peter the Great. Burns. Thomas a’ Becket. Walter Scott. Columbus. Shakespeare. Bunyan. Bante. Goldsmith. Frederick the Great. De Montfort. Moliére. Johnson. Burke. Schiller. Raleigh. Napoleon. Stephenson. Spurgeon. Dickens. Garibaldi. Cromwell. Fox. Wa^hington. Wallace. Gustav Adolph Calvin. Alexander the Great. Confucius. Knox. Socrates. Bruce. Bright. Homer. Vict. Hugo. Pitt. Victoria. Elizaheth. Gordon. Shafteshury. O’Con- nell. o. fl. o. fl. — Hver æfisaga á 10 au. Aipýðlegt ágrip af hverri fræðigrein sem er, á ensku. á 15 til 20 au. Byron’s Worlcs. Swinburne’s Ed. í glt. skrautbd. 1 kr. Popular Poets. Byron’s, Longfellow’s, Scott’s, Shelley’s, Moore’s, Burns’, Milton’s, Whittier’s, Poe’s, Shakespeare’s, and many other Poet’s — Poe- tical Works, hver höfundr 1 skrautbandi, gylt í sniðum, ineð myndum, á 3 kr. 50 aura. Ameriean Poetry sömul. 3 kr. 50 au. Rosetti’s Lives of Poets 3 kr. 50 au. Shakespeare’s Works [compl.] 2 kr. (bundin). Ofannefnd skáldrit einn- ig hvert á 2 kr. útgáfan i bandi. Verk Goethe’s, Schiller’s, Heine’s o. fl. þýzkra höfunda i 10 aura bind- um. t. d. Goethe I 28 10-aura bindum. hvert fæst sérstakt. Þessar og yfir höfuð allar útlendar bækr má panta hjá undirskr. — Hvergi hér á landi er eins ódýrt að panta bækr, hvergi eins fljótt af- greittar pantanir. Bókaverzlun Sigíusar Eymundssonar, opin kl. 10—3 og 4—8. Þeir sem vilja tryggja líf sitt, snúi sér til undir- skrifaðs umboðsmanns líf'sábyrgðar- og framfærslu- stofnunarinnar frá 1871 á íslandi, sem lætr mönn- um í té ókeypis „Leiðarvísir til lífsábyrgðar" og aörar upplýsingar þar að lútandi. Að tryggja líf sitt er nauðsynlegt fyrir alla þá, sem eiga fyrir nokkrum að sjá, enn sérstaklega skal ég benda sjómönnum á nyt- semi lífsábyrgðarinnar, sem hefir þegar oftar enn einu sinni orðið ekkjum sjómanna hér á landi að verulegum notum á hinum síðustu tveim árum. Sömu- leiðis ættu allir prestar, enn þó einkum binir yngri, sem allra fyrst að sjá konum sínum borgið á þenn- an liátt. Reykjavík 18. jan. 1888. J. Jónassen. Hús mitt fæst til sölu eða leigu með góðum kjörum. Jóhannes Jónsson, snikkari Kirkjugarðsstíg. Hér með leyfi éct mér að tilkynna þeim, sem bruka mitt alþekkta export-kaffi Eldgamla ísafold, að livert '/2 punds stykki mun eftirleiðis verða auð- kennt með því skrásetta rörumerki, sem hér stendr ýyrir ofan. Virðingarfyllst. Ludvig David. Hamborg í apríl 1887. = Augrlýsingrum í Fjallk. er veitt móttaka í sölubúð Sig-fusar Eymnndssonar. Prentsmiðja S. Eymundssonar og S. Jónssonar. Prentari Th. Jensen.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.