Fjallkonan - 12.02.1888, Blaðsíða 2
18
FJALLKONAN.
12. íebr. 1888.
af því það er óeðlilegt, og þess vegna verðr oft svo
rík sú krafa, að málið ráði ríkjamörkum, þegar
ríkisstjórnir vilja bæla niðr tungu hinna minni-
máttar. Að þessu leyti eru hugmyndirnar þj óð og
þjóðerni lifandi hugmyndir, og það þarf meir enn
meðallagi glámskygnan mann til þess að fá út úr
fyrirlestri mínum, að ég haíi afneitað þessu. Enn
hitt er eins víst, að þjóðin er ekki nein sórstök
hátignarleg vera, haíin upp yfir gagn einstakling-
anna, með sínar sjálfstæðu hugsanir, þarfir, heiðr
og vilja. Einstaklingarnir eiga ekki blint að lúta
fyrir sérstökum þjóðar kreddum, því þær eru jafn-
an mannaverk og ekki annað; þeir eiga ekki að
lifa til þess að vera þjóð, heldr til að vera menn.
Þjóðin áað vera alveg undir einstaklingunum kom-
in, og því sem þeim — sem mönnum — í hvert
skifti er fyrir bestu. — Þjóðernið er, þegar það er
ekki undirokað, fullkomlega neutrált; það er ekki
nein lífskoðun né sérstök framfærslustefna. Það
er þvert á móti mjög hættulegt orð fyrir framfarirn-
ar, því það er svo hætt við, að það sé brúkað til að
æsa upp þjóðarreiging og “stæla fáfróðan almúga
upp í, að hann só það sem forfeðrnir hafa verið.
Það er drep fyrir sannan framgang, að hafa þjóð-
ernið sem mælikvarða fyrir öllu fögru, réttu og
góðu. Þjóðernisátrúnaðr leiðir menn til að spyrna
móti því, sem er nýtt, hve rótt sem það er, og
halda við hið gamla, hve vitlaust sem það er. Það
leiðir til kínversks útúrboringsskapar og andlegs
dauða. Það er þjóðernisátrúnaðr, sem hið fræga
skáld Norðmanna Henrik Ibsen lýsir, þar sem hann
segir í „Per Gynt“ :
„Kussa gefur kökur, og boli veitir vott;
])að varðar ei hvort sumblið er holt eða gott;
höfuðsökin er, ])ví má enginn gleyma :
það er innlent hér heima“.
Páll Briem játar sjálfr, í fyrsta dálki greinar
sinnar, að það sóu þessar hugmyndir, hinn svokallaði
nationálliberalismus eða „þjóðfrelsis“-stefna, sem óg
kalla dauða og úrelta, og hann viðrkennir, að stefn-
an sé og hafi altaf verið aftrhaldsstefna. Enn þrátt
fyrir það eyðir jhann heilum 4 dálkum þar eftir til
þess að hrekja orð sem óg hefi aldrei sagt, oggera
mór getsakir 'jfyrir jþað, sem hann sjálfr hefir ját-
að að óg ekki meini. Eg get ógnar rólega gengið
fram hjá þessum afleiðingum af hans „róttferðugu
reiði“ yfir því að sjá nafnið mitt. Ég get látið
mór nægja að vísa til hins prentaða kafla úr fyrir-
lestri mínum. Hann sýnir glögt, að hugleiðingar
Páls um þjóð og fóstrland eru mer óviðkomandi
með allri sinni mærð og merkilegu endrtekning-
um.
Enn á leiðinni gegnum þessar hugleiðingar
sínar hefir minn háttv. andmælandi tekið sér tæki-
færi til, að gefa mönnum hógværlega í skyn, að
allar mínar hugsanir um þetta efni sóu að eins illa
meltr miskilningr á einhverju, sem ég hafi heyrt,
og ástæðulaus upptugga eftir öðrum. Allr leikr-
inn virðist vera gerðr til jpess að koma þessu vin-
samlegast að. Þannig segir hann að sór virðist
fyrirlestr minn vera misskilningr á skoðunum Eðvards
Brandesar. Til þess færir hann það, að ég hafi
„sömu orðin“ eins og hann hafi viðhaft í ein-
hverjum fyrirlestri sem hann hafi haldið um „þjóð-
ernið“ suðr á Langalandi. Ég hefi ekki heyrt fyr enn
nú, að herra E. Brandes hafi haldið nokkurn fyrir-
lestr um það efni, og ég hefi enga ástæðu til að
trúa sönnunarlausum orðum Páls um, að við höfum
báðir haft orðrétt sömu setningarnar. Hann nefn-
ir sérstaklega setninguna: „Þjóðerni og fóstr-
land er ekki sérstök guðleg gjöf o. s. frv.“. Þessi
setning liggr svo beint við, að ég efast ekki um,
að mörgum hafi dottið sú meining i hug; hún er
alveg beint áframhald og afleiðing af öðru sem óg
sagði; ég játa að íslenskan er fagrt og rikt mál,
og mjög merkilegt að mörgu leyti, og það er skylda
hvers Islendings að halda henni í heiðri sem lif-
sem innbúar þess verða að óska alls gengis, svo að
þeim sjálfum geti liðið vel. Enn samt sem áðr
blandast mér ekki hugr um, að það væri miklu betra
fyrir hvern einstakling, sem til nokkurs er nýtr,
að fæðast í stærri þjóð, með máli sem milljónirnar
skilja og tala, þar sem allir hæfilegleikar hafa fyrir
sér miklu stærra svið, og þar sem allir kraftar hafa
ótalsinnum fleiri mögulegleika fyrir sór. Smáþjóða
mál er og verðr einskonar munnkarfa. Þetta er ekki
mín uppfinding. Hinrik Wergeland, sem enginn
mun bregða um óþjóðleik, yrkir um þetta í einu
af sínum fegurstu kvæðum. (Niðri. næst).
Hannes Hafstein.
Leiðrétting.
Þér liafið, lierra ritstjóri, í 33. blaði Pjallkonunnar 1887, þar
sem þér talið um hið íslenska gátnasafn, er bókmenntafélagið
hefir gefið út, farið um okkr undirritaða þeim orðum, að við
verðum að biðja yðr að gera svo vel, að taka upp í blað yð-
ar leiðrétting þá, sem hér fer á eftir.
Þar sem þér dróttið því að mér, Olafi Davíðssyni, sein hefi
annast um gátnasafnið bér, að ég hafi smeygt inn í það kiúr-
um gátum, skal ég benda yðr á, að svo er ekki, eins og hand-
ritið getr borið vitni um. Ég finn heidr ekkert í gátnasafn-
inu, sem menn þurfi að hneykslast á, nema þeir beinlínis geri
sér far um það, og það er ekki ástæða til, að það sé Islend-
ingum hneykslunarhella, sem þjóðleg fræði annara landa úa og
grúa af, án þess nokkrum manni detti í hug að amast við því.
í tilefni af þvi, að þér hafið dróttað því að Olafl Davíðs-
syni, að hafa ankið gátnasafnið í gróðaskyni, eins og þér segið
nú sé orðið títt, að teygja útgáfur fornrita 4 ýmsan hátt, til
þess að ná í sem mest ritlaun, fiunið þér ástæðu til þess, að
fara um mig, Jón Þorkelsson, nokkrum orðum, og takið útgáfu
| mína af Stefánskvæðum sem sérlegt dæmi upp á þess háttar
j teyging. Enn af því ég veit þér ekki munduð hafa sagt þetta,
l ef þér væruð fullkunnugir málavöxtum, vil ég gefa yðrþáupp-
lýsingu, að orðamunrinn og athugasemdirnar við kvæðin hafa
orðið mér minni féþúfa enn þér virðist halda, eins og líka hvor-
ugt var gert í þeim tilgangi, lieldr af þeirri sannfæriug, að
svo eigi út að gefa slík rit; orðamunrinu sérstaklega hefir kost-
að mig hátt á þriðja hundrað krónur, sem ég beinlínis befi orð-
ið að borga, og vil ég vona, að þér klingið þvi ekki frarnar,
| að ég hafi haft hann að fjárplógi. Að öðru leyti þarf ég ekk-
ert að spyrja yðr um, hvernig réttast sé að gefa út kvæði frá
16. og 17. öld. Ég hefi fult leyfi til, að hafa um það mína
skoðun sem þér yðar. Það er ekki vert, að kasta frekar til
[ þeirra höndunum enn annars, og þær verða aldrei of nákvæmar
eða of vel úr garði gerðar. Einkum og sér í lagi má ekki
svíkjast um að geta þess i útgáfunni, hverjum kvæði sé eign-
uð, því það er oft það eiua, sem kennir manni að ákveða aldr
þeirra. Þér virðist hafa litið skáldlegt álit á þessum eldri
kveðskap, enn viljið þér ekki gera svo vel og sanna, að minna
j sé nú gert af leirburði enn þá, og að kveðskapr 19. aldarinnar
j verði ekki að 200 árum liðnum skoðaðr sem leirburðr af þeim
mönnum, sem þá kynnu að gera sér far um, einhverra hluta
] vegna, að hlífast við að segja samtiðarskáldskapuum til synd-