Fjallkonan


Fjallkonan - 18.03.1888, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 18.03.1888, Blaðsíða 1
Tíemr útþrisvar á mán- nði, 36 blöö um áriö. Árg. kostar 2 krönur. Borgist fyrir júlílok. FJALLKONAN. Valdimar A smundti rson ritstjóri tiýT 1 Þing- holtastræti op er&í hitta kl. 1—2 og 3—4 e. m. 8. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 18. MAR.S 1888. Lausn frá prestskap var sr. Finni Þorsteinssyni á Klyppstað veitt 25. febr., enn brauðinu er skift milli Desjamýrar og Dvergasteins. Eimskipið Tliaea kom til Seyðisfjarðar 15. febr. með vörur frá Englandi til pöntunarfélaganna. Hafði hrept voðaveðr í hafi, svo að sjór gekk í skipið. Varð Jví skipstjóri að selja töluvert af farminum á Seyð- isfirði. Fór til Húsavíkr með vörur til kaupfélags Þingeyinga og þaðan til Akreyrar, 29. febr., með vör- ur til pöntunarféiags í Eyjafirði. Slysfarir. í norðanhríðinni 9. febr. urðu feðg- ar tveir úti á Skaga skamt frá bæ sinum, Guðmundr Einarsson frá Mallandi, roskinn maðr, og Baldvin sonr hans um tvítugt. Um sama leyti varð úti (á Vatnsdalsháisi?) Guðmundr Helgason frá Háagerði á Skagaströnd; var á suðrleið til sjóróðra. — í vetr druknaði maðr í Héraðsvötnunum í Skagafirði, er Aron hét. 26. febr. druknaði vinnumaðr frá Hnaus- um í Þingi, Davíð Bjarnason, í tjörn skamt frábæn- um ; hafði ætlað að ríða yfir, enn is var leystr frá landi og stakst því hestrinn í kaf. — 1 hríðarkastinu 9.—10. f. m. varð og úti á Laxárdalsheiði Jón bóndi Jónsson frá Þrándarkoti í Laxárdal vestra á heimleið frá Borðeyrarverzlunarstað. Tíðarfar má kalla gott víðast um land. Harð- astr hefir vetrinn verið á Austrlandi og í Þingeyjar- sýslu. Hajís-hroði hefir verið á hrakningi fyrir Norðr- landi; ekkert sást til íss er síðast fréttist, snemma í þ. m., enn talið víst, að hann væri skamt undan landi. Bréfkaflar þeir, er fara liér á eftir, segja glöggar frá veðráttufari, bjargræði fólks o. s. frv. Norðr-Þingeyjarsýslu, 30. jan. „Vetr hefir verið hér harðr, snjófall mikið og hagleysur, frost mikil til sólhvarfa, síðan vægara. Hafís fylti hér allar víkr um nýárið; vóru drepnir á honum 3 hvítbirnir á Sléttu. Margir illa staddir með hey, og sjálfsagðr horfellir, ef hart verðr fram á sumar. Víðaerþröngt í búi. Vestrfarar hugr er í mörgum. enn ekki geta aðrir farið enn þeir efnaðri ; flestir blásnauðir og kom- ast hvergi, enda peningaekla hin mesta. Það er bæði að harðindi og almenn bágindi sýnast munu verða hér óþolandi, enn þó flýja menn mest úr laridi hér um slóðir vegna óánægju með landstjórnina“. Vestr-SkaftafelIssýslu, 4. febr. „Hér er ekki beð- ið um hallærislán þó eitthvað kreppi að. í þessum hreppi eru 45 sem tíunda; lausafjárhndr. 237 og mun vel talið fram ; sveitarómagar 26; enginn býr á sjálfs- eign; allar jarðir eru hér þjóðeign og flestar undir þeim áföllum, að engu síðr er þörf á að meta þær upp enn jarðir á Rangárvöllum, og veitti ekki af að gera eina jörð úr 2—4, til að framfæra smáheimili. Sveitarútsvör vóru hér í haust 3121 al.-fl24 kr. og hrökkva ekki. Sumir eru þegar orðnir bjargþrota, og mjög fáir munu geta bjargast fram yfir sumar- mál“. , Arnessýslu, 18. febrúar. „Öndvegis tíð frá ný- ári til þessa. Dálítið norðankast um miðþorra-leytið, enn tók þó aldrei tyrir haga. Ekki tíðræddara um annað enn fádæma vatnavextina eftir nýárið, einkum flóðið í Ölfusá; enn því hafa blöðin nægilega lýst. j Að eins má vekja athygli á því, að flóð þetta kom ! heppilega fram, þar eð það sýndi í tœkan tíma hve há ólfusár-bríiin þarf að vera. Þó raunar só liklegt að þess hefði orðið gætt hvort sem var, þá er þetta alvarleg aðvörun til áherslu í því efni. Vert er og að geta þess, að það er engin ný bóla, þótt Ölfusá j geri skráveifur í Kaldaðarnesshverfinu; liún er frá ó- munatíð alvön að hlaupa þar yfir á vetrum, og gera meiri og minni óskunda í kotunum sem lægst standa, renna inn í hús, spýtast upp um gólf o. s. frv. Enn heimabænum Kaldaðarnesi, eða hinu gamla prestsetri Kálthaga, hefir árflóð aldrei náð, og þetta flóð ekki j heldr; er þó sagt að það liafi verið miklu meira enn menn muna dæmi til. Heyrst hetír að Eyrarbakka- menn vilji nú bjarga þaðan kirkjunni — livað sem 1 fólkinu líðr — áðr enn næsta stórflóð kcmr, og færa lmna til sín, náttúrlega með drjúgri hoimanfylgju úr landssjóði. Enn hvað ætli alþingi segi um það? Sumir segja raunar, að sóknin vilji ekki taka upp á | sig mikinn örðugleika, enn muni heldr kjósa að skipt- ast milli Langardæla og Arnarbælis, ef þar að skyldi j reka, að hún yrði að missa kirkju sína. — Verið er að stofna hér pöntunarfélag; enn það mun þó eiga , að hafa lántöku-aðferðina, eins og hin, nfl. fá vörur að vori og borga þær með sauðum að lmusti. Meiri ágóði yrði að því. að senda sauðina út haustið fyrir, j láta andvirði þeirra ávaxtast i banka til vorsins, og í fá þá vörurnar skuldlaustog að öllum likindum með j betra verði. Þetta yrði ekki örðugra nema fyrsta árið“. Suðr-Þingeyjarsýslu, 26. febr. „Eftir hriðarnar 1 9.—10. þ. m. birti með grimmu frosti og rak þá haf- ís undir land; 19. gerði þíðu og eru síðan komnir nægir liagar, hiti 5—6°R. og hafísinn horfinn í bráð- j ina. Hvergi kvartað um heyskort hér um slóðir, enda I hefir vetr verið í meðallagi eða betri“. Akreyri, 1. mars. „Vetr til þessa góðr og bestu þíður á milli. Fiskafli lítill, enn reytingr annað veif- ið út í firðinum. Hart manna á milli, einkum þó í Þingeyjarsýslu, jiar sem menn búa mest að jtöntun- um sínum, enn nú rætist úr því. — Margir einráðn- ir að fara til Ameríku, og allir, ef ókeypis fengist far“. Vestr-Skaftafellssýslu, 2. mars. „Tíðin hefir ver- ið æskileg. Um miðjan þorra setti niðr mikinn snjó til fjalla; nú eru komnir aftr nógir hagar, nema í Meðallandi, þar sem Kúðafljót flæðir yfir. — Ekki fiskvart enn í Meðallandi, enn í Mýrdal kominn reyt- ingr“. Húnavatnssýshi, 6. mars. „Tíðarfar ágætt hér í vetr; 26. f. m. leysti allan snjó, enn nú er liann kominn á norðan með frosti, 8°R. Hafís er skamt undan landi. — Margir hyggja hér á Ameríkufarir, og komast færri enn vilja; margir hafa sagt jörðum sín- um lausum í vetr í því skyni, enn sumir hafa neyðst til að taka þær aftr, því enginn getrkeypt. — Harð- indin, og stjórnarfyrirkomulagið eícki síst, eiga allan þátt í þessum vestrfarabyltingum. — Sýslunefndar- fundr Húnvetninga var haldinn fyrir skömmu; afréði nefndin að taka 7950 kr. lán handa nokkrum hrepp- um sýslunnar af hallærisláni því, er þingið veitti henni (10,000 kr.), og mun það vera hið minnsta, er komast má af með. Engin von er til, að sumir

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.