Fjallkonan


Fjallkonan - 18.03.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 18.03.1888, Blaðsíða 2
30 FJALLKONAN. 18. mars 1888. hreppar sýslunnar borgi rentur og aíborgun af lán- um þessum“. Dcdasýslu, 10. mars. Tíðaríár gott og nægir hagar.------— Óskandi væri að Laxdælir sæi um, að þeim 300 kr. sem lagðar eru til vegabóta á Laxár- dalsheiði yrði varið til að hlaða vörður, þar sem nú farast menn á henni á hverjum vetri og finnast ekki“. Prestaköll. 14. mars er Kolfreyjustaðr veittr síra Jónasi Hallgrímssyni á Skorrastað, samkvæmt kosningu safnaðarins. Póstskipið Laura kom í gær. líý lög. Staðfest 10. febr. þessi lög frá síðasta þingi: 20. Lög um söfnunarsjóð íslands. 21. Lög um veiting og sölu áfengra drykkja. “ J®LagasynJan. Tvennum lögum frá síðasta alþingi synjað staðfestingar: um stofnun lagaskóla og tölu þingmanna í efri og neðri deild. Nýtt íslenskt blað. íslendingar í Winnipeg eru farnir að gefa út nýtt blað er nefnist „Lögberg“; það er á stærð við Heimskringlu og á að koma út einu sinni í viku. Útgefendr: Sigtr. Jónasson, Bergvin Jónsson, Árni Friðriksson, Einar Hjörleifsson, Ólafr Porgeirs- són, Sigurðr J. Jóhannesson. Hafa þeir félagar feng- ið sér nýja prentsmiðju. Verslunarfréttir (frá Kliöfn 28. febr.). Salt- fiskr: besti vestf. fiskr óhnakkakýldr er í 60 kr., enn ekki boðnar nema 55 kr., sunnl. hnakkak. hald- ið í 52 kr., boðnar 50; hálfverkaðr hnakkak. fiskr er kom með síðasta póstskipi seldist á 44 kr. TJll: hvít voruli sunnl. og vestf. 58 aur. og norðl. í 62.; haust- ull í 46. au. — Lýsi: ljóst og hreint hákarlslýsi í 35—36 kr., dökt 28—30. — Harðfiskr gengr illa út, boðinn fyrir 64 kr. — Sundmagar í 65—68 au. Hrogn að lækka í verði. — Sauðakjöt 45—50 kr. tunnan.— Eúgr kr. 3,80—3,90, 100 pd. — Búgmjöl kr. 4,45. — Bankabygg kr. 6,80—7,00. — Kaffi að lækka 60—65 au., kandís 22 au., hvítasykr 19 au. Missæl er þjóöin. Sönn saga. -<W-VV I sumar er leið fór ég að vanda í kaupstað- inn, og lá þá leið mín um N-hrepp. Nóttina áðr hafði rignt mjög. Fyrri part dagsins var logn og sólskin og hið besta veðr, enn að hallanda degi lagðist þoku-hula yfir héraðið, enn mér var ekki hætt við að villast á þessum stað, því í N-hreppi hafði óg áðr búið mörg ár. Lestin mín var kom- in langt á undan, og var ég því einn á ferð; óg lét hestinn labba hægt og hægt eftir götunni, og tók varla eftir því, að kominn var úði og niða þoka í stað blíðasta sólskins, því ég var að rifja upp með sjálfum mér, hvað á dagana hefði drifið, bæði fyrir mér og kunningjum mínum í N-hreppi, síðan ég fiutti þaðan. Margir af þeim vóru dánir, enn nokkrir lifðu enn, flestir við breytt kjör, „því alt er í heiminum hverfult“. Einn af þessum forn- kunningjum mínum, sem enn lifði, var B. á K-stöð- um; þegar ég bjó i N-hrepp var hann á sextugs og sjötugs aldri, enn nú áttræðr. Hann var maðr glaðr og gestrisinn, greiðvikinn og góðsamr við alla, og hafði jafnan þægilegt spaugsyrði á reiðum hönd- um, hvort sem honum gekk með eða mót. Hann átti fjögur börn, sem upp komust, og þótt hann væri alt af fremr fátækr, fengu þau þó öll góðan þroska. Hann hafði verið yfir 20 ár sáttasemjari í N- hrepp og gegnt þeim starfa með góðum árangri, því hann var jafnan sanngjam í tillögum sínum og mýkti oft skap málspartanna með skrítni sinni og heppilegri fyndni. I einu orði að segja, hann var vel látinn af sveitungum sínum og vel metinn af öllum er kyntust honum. Þegar ég fór úr N-hrepp, var hann töluvert farinn að missa sjón, enda var hann þá nær sjöt- ugu. r Ég hafði alt af haldið spurnum fyrir honum og frétt að hann var fyrir löngu orðinn stei nblindr og félaus og dvaldi enn á K-stöðum hjá yngsta syni sínum. Af því leið mín lá eigi alllangt frá K-stöðum, langaði mig til að sjá gamla B., og reið rég því þangað heim og var það um kvöldmjaltir. Eg barði að dyrum þrisvar, enn enginn maðr kom út, og með því mór var kunn húsaskipun, gekk óg inn, enn þegar inn kom, sá óg að baðstofan var önnur enn | þá er ég kom þar síðast. Fremri partrinn var auðr og leit út fyrir að þar hefðu verið hafðar skepnur síðastliðinn vetr; hinn endinn varafþiljaðr og hurð fyrir; lauk ég henni hægt upp og gekk inn, og verðr mór sú sjón lengi í minni, er ég þá sá. I rúmi fram við þilið öðru megin lá gamli B. í lé- j legum fataræflum; hár hans og skegg, sem farið var að hvítna, huidi höfuð hans og andlit að mestu. Augun, sem áðr vóru svo hýr, störðu fast út í blá- j inn, full af grefti. Súðin yflr honum, svört af leka vatni, bognaði inn yfir hann, nærri því niðr að rúmi, og draup vatn úr þekjunni við og við eftir rign- inguna nóttina áðr. „Sæll og blessaðr B. gamli“, sagði óg, er óg lauk upp hurðinni. „Mig langaði til að sjá þig | þegar óg var á ferðinni svona nálægt þór“. Hann I þekti mig undir eins á málrómnum, reis upp og | sagði: „Komdu sæll, það gleðr mig að þú minnist j mín, enn hvern getr í raun og veru langað til að ( sjá blindan, hruman og snauðan vesaling og sann- j kallaða hrygðar mynd, eins og ég er?“ „Jú, B. minn, þú ert sami maðrinn og þú varst, þó hin ytri kjör breytist og líkaminn hrörni. Allir sem þig þektu á fyrri árum munu minnast þess, að þú varst nýtr og heiðarlegr maðr, glaðr og góðvikinn“. „Satt er það, ég á það guði að þakka, að margr hefir , vikið góðu að mór“, mælti hann. Skýrði hann mór } nú frá högum sínum, hvernig hann varð sífelt snauð- ari og snauðari eftir að hann varð blindr, og hvern- | ig börnin að lokum tvístruðust frá honum, enn nú var hann hjá yngsta syni sínum, eins og áðr er frá sagt, bláfátækum manni; naut hann þar að vísu allrar þeirrar aðhlynningar og ummönnunar, er kostr var á, enn varð þó oft að reyna þá erfiðleika, fylgi- fiska örbirgðarinnar, sem hrumu og þjáðu gamal- menni vóru þungbærir. Töluðum við nú um hitt og þetta og mintumst á margt fá horfnum tímum. „Mér þótti svo vænt um komu þína“, mælti hann að skilnaði, „að mér finst óg vera ungr í ann- að sinn“. | Morguninn eftir var ég í kaupstaðnum, og gekk á plássinu með fram sjónum um hádegisbil til búð- ar kaupmanns V., því við hann verslaði ég. , Q-ekk þá maðr á móti mór og þekti óg strax að það var kunningi minn Gr., hann stefndi beint á mig og leit hvorki til hægri nó vinstri, enn horfði út í bláinn eins og höfuðsóttar kind og sá ég að hann myndi ganga beint á mig, ef ég ekki viki úr vegi. Þá er við mættumst, vók óg mór til hliðar og sagði:

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.