Fjallkonan


Fjallkonan - 18.03.1888, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 18.03.1888, Blaðsíða 3
18. mars 1888. F JALLKONAN. 31 ■ ] „Sérðu mig ekki?“ „Sussu, sussu, nei“, ég var J að gá að hvað f'ramorðið er orðið, ég er nú nýkom- inn á fætr, því ég vakti heldr lengi í gærkveldi hjá veitingamanni E... Maðr þessi var uppgjafa- embættismaðr, og hafði fengið lausn frá embætti löngu fyrir lögákveðinn tíma, sjálfsagt vegna lieilsu lasleika. Allir sem þektu hann sögðu, að hann væri mein- leysingi og besta skinn, enn mörgum þótti hann helst til oft koma til E... veitingamanns, og sögðu nokkrar skæðar tungur, að hann svæfi einatt á kveld- in á bekk í ofnkróknum og lægi þar í ofnkitanum eins og þegar ullarpoki er lagðr til þerris á móti sólu. — Þegar hann fékk lausn frá embætti, stungu sumir saman nefjum um það. að leitt væri að.ala slíka kompána aðgjörðalausa á landssjóði og í raun og veru hefði hann engin eftirlaun átt að fá, enn eng- inn þorði að færa það í hámæli, enda sögðu margir aðrir og það með sönnu, að hann ætti engu síðr eftir- laun skilið enn ýmsir aðrir af slíku tagi; hann hefði þó að minsta kosti alla daga meinleysingi verið. Þá er við höfðum heilsast, spurði ég hann, eins og lög gera ráð fyrir, hvernig honum liði. „0 sussu, sussu, mér líðr vel; síðan ég losaðist við þetta góða em- bætti, hefi ég þó að minsta kosti næði, og svo mun almenningi þykja, að ég liafi nóg til fata og matar, enn eins og þú veist, okkr um að tala, fer ekki svo lítið af launum mínum til E.... veitinga- manns; við þurfum þessir gömlu karlar dropans við, til að hressa við taugarnar og drepa lífsleiðann“. „Það er gott, þérlíðrvel“, sagði ég, „enda má það á þér sjá, að þú hefir nóg, því að þú ert feitr og strykinn eins og sumarstaðinn hestr“. — Enn ósjálf- rátt varð mér að bera saman í huganum veslings karlinn hann B. á K... stöðum við þennan uppstrokna landsómaga. Mér þóttu þeir báðir þess ljós dæmi að „missæl er þjóðin“. Þ. Fáein orð um laxverslun, Það mun vera nær 30 árum síðan saltaðr lax varð hér fyrst verslunarvara, enn sú verslun mun I nú árlega nema mörgum tugum þúsunda króna, og mun það fyrst hafa verið kaupmaðr H. Th. A. Thom- sen í Reykjavík, sem byrjaði á að versla með salt- aðan lax, og kendi laxeigendum að salta liann. Thom- sen hefir jafnan verið mjög vandr að allri verkun á laxinum, og leiddi þar af að laxinn var að stíga smátt og smátt i verði, þangað til 1883, að hann komst í hæst verð ; síðan hefir íslenski laxinn fallið töluvert í verði, og mun það koma sumpart af því, að útflutn- ingr af laxi er sífelt að aukast frá Ameríku til Norðr- álfunnar, og ef til vill sumpart af hinu, að ýmsir aðrir kaupmenn hafa og á síðari árum hér á landi verslað með saltaðan lax, enn ekki vandað hann eins og kaupmaðr Thomsen, og við það mun hafa komist lakara orð á íslenska laxinn, enn á meðan Thomsen var einn um hituna við þá verslun. Jeg held því, j að það væri til góðs bæði fyrir laxverslunina í heild sinni og svo fyrir hvern laxeiganda sérstaklega, að allir þeir er náð gætu til kaupmanns Thomsens með laxinn legðu hann inn hjá honum, þvi það mundi vera vissasti vegr til að halda íslenskum laxi í verði, að sem mest gæti gengið í gegn um hans hendr af honum; enda er það enginn neyðar kostr, því að síð- an laxinn fór að lækka í verði hefir kaupm. Thom- sen jafnan á sumrin gefið fult eins mikið fyrir hann og aðrir kaupmenn, og auk þess árlega, þegar hann hefir verið búinn að selja laxinn, bætt hann upp að miklum mun, t. d. í ár fast að þriðjungi. Hann mun bæta liann svo upp, þegar hann er búinn að selja, að laxeigendr fái jafnmikið eins og liann hefir selt, að kostnaði frádregnum, og munu færri kaupmenn gera viðskiftamönnum sínum slík vilkjör. Þorkell Bjamason. Hljóðiuegin og áliersla. í 19. nr. Austra ]i. á. stendur grein eptir lierra B. J. „Um hendingar og hljóðstafi". Grein þessi ber það með sér, að liðf. veit eigi, hvað það er sem hann er að rita um. Aðalgalliuu er sá, að hann í þessum aðfundningum sínum við Dr. Jón Þor- kelsson þekkir eigi mun á löngum og áhertum samstöfnm. Hann segir t. d. „að allt sem hann hafi séð af dróttkvæðum vísum fornmauna sýni, að lengd samstafnanna eða áhersla rymi fyrir hinu, er fornskáldunum hafi verið mest umhugað11 (nfl. á- kveðnum hendingum). Hér er það tekið gefið, að lðng og áhert samstafa sé ið sama, en þetta er skakkt, því að það þarf alls eigi að fara saman og sist að þaö sé eitt og ið sama. Þanuig er fár löng samstafa, en far stutt, og hafa þó báðar áherslu; löng er sem sé hver sú samstafa, er hefir í sér langau hljóð- staf eða tvíhljóð (o: á, é, í, ó, ú, ý, æ, œ, an, ey, ei) þ. e., hún er löng að eðli (natura) og þar að auki hver sú samstafa, er hefir stuttan hljóðstaf með tveimur eða fleiri samhljóðöndum á eptir, þ. e. löng við stöðu (positione), en stuttar þar á móti eru allar samstöfur með stuttum hljóðstaf (o: a, i, e, o, u, y, ö) er einn samhljóðandi fylgir, t. d. bauö, mann eru langar, en boö, man stuttar; þetta er allt anuað en áhersla og áhersluleysi, því að áherslan er í hverju íslensku orði á fyrsta atkvæðiuu, hvort sem það er langt eða stutt,, en hin atkvæðiu áherslulaus líka, hvort sem þau eru löng eða stutt. Þannig er áherslan í orð- unum maður, hestur á mað- og hest- og er þó nnnað stutt en hitt langt, en aptur í orðunum miskunn, likan eru -unn og -an áherslulaus; þar er ið fyrra langt en ið síðara stutt. Rektor Jón Þorkelsson hefir hvergi sagt, að hendinga og hljóðstafa at- kvæði þurfi að hafa áherslu, heldur að eins að vera löng, og það sá er sá inn mikli munur, sem höf. Austragreinarinnar eigi skilur. Fornmálin og þar með norræna miðuðu kveðskap sinn við hljóðmegin eða leugd (quantitas) samstafnanna, en nýju málin miða hann við áherslu eða hreim (accentns); þannig er latína quantiterandi mál, en ítalska, frauska og spanska accentu- erandi, forngriska quantiterandi, en nýgríska, sem af henni er komin, accentuerandi, sanskrít quantiterandi, en iuar nýindversku mállýskur accentuerandi, sömuleiðis vóru gotueska og fornís- lenska mállýskan quantiterandi, en þýska og nýnorrænu málin ásamt nútíðaríslensku eru accentuerandi; þessi regla gildir um öll arisku máliu; að vísu hafði áherslan nokkra þýðing, en hljóðmegin var það, er öll ljóð vóru bundin við ; nokkuð líkt á sér stað nú á dögum, að hljóðinegin hefir nokkra þýðingu en áherslan er þó höfuðatriðið í ljóðum. Þenna mun á hljóðlengd og áherslu talar Snorri um fremst í Háttatali sínu, þar sem hann segir: „Enn hljóð greinir þat, at liafa samstöfur langar (o: seinar) og skammar (skjótar), harðar (o: áhertar) og linar (o: áherslulausar)“. Þar sem Snorri talar víða um seinar og og skjótar samstöfur, sýnir að hann er að rita um quantiter- andi mál, því að ella væri orð lians vitleysa. Þar að auki sýn- ir málskrúðsfræði Ólafs hvítaskálds þetta mjög glögglega. Ég vil taka þetta dæmi: „Maðr skyldi þó moldar megja hverr af þegja. Hér er sett megja fyrir mega ok aukit einum staf ok ger svá löng samstafa af skamri, þvíat ella heldz eigi kveðandi rétt í visuorði". Marga fleiri staði mætti auðvitað nefna. Af inni miklu vanþekking herra B. J. í þessu efni leiðir það, að nálega öll in mörgu dæmi, er hann tekur úr fornum kvæðum eru ramskökk að merkjasetningunni; ég tek að eins tvö dæmi hjá honum: Enn eér eigT minnj en & aó vera: Enn sér eígi minniT og Ungr tóktu jöfriT þengfil, & aó vera: Ungr tóktíí jöfra" þengill.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.