Fjallkonan


Fjallkonan - 28.03.1888, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 28.03.1888, Blaðsíða 3
28. mars 1888. FJALLKONAN. 35 s.tjórnarskrármálsins, alþýðumentunarmálið, þjóðjarða- sala, samþyktavald héraða, lagaskólamálið o. s. frv., öll hin sömu aðalmál. sem rædd mundu verða á næsta alþingi. ísafold vill eingöngu ræða stjórnar- skrármálið. Þjóðólfr vill skjóta því til þingmanna Þingeyinga, Jóns alþingisforseta á Gautlöndum og Benidikts Sveinssonar, erbáða mátelja forgöngumenn málsins, að þeir kveði á um, hvort fundrinn skuli haldinn í sumar eða ekki. ísafold ræðr eindregið til þess. að fundrinn verði haldinn að ári, rétt fyrir þing, og verði sem fjölskipaðastr af fulltrúum öðr- um enn þingmönnum. Hún ætlast til að þingmenn sæki fundinn ókeypis. Engar mótbárur hafa komið gegn hinni upphaf- legu tillögu í Fjallk., að fundrinn ætti að koma sam- an í sumar. Kostnaðrinn verðr hinn sami, hvort heldr sem væri, ef þingmenn sæktu fundinn ókeypis. Enn líklegt þykir að áhuginn á aðalmálefni fundarins, stjórnarskrármálinu, yrði ekki meiri, þótt það væri lagt á hylluna um eitt ár. Mál þetta mun vera nægi- lega rætt í blöðunum; sum blöðin flytja sömu grein- arnar um þetta mál hvað eftir annað; að eins víkja við orði og orði. Yirðist því engan slíkan undirbúning þurfa til að ræða málið á Þingvallafundi. Ef sjálfsagt þykir að fela þingmönnum Þingey- inga að kveða á um það, hvort fundrinn skal heldr haldinn í sumar komandi eða rétt á undan þingi 1889, þá mundi einnig rétt að fela liinum sömu mönnum að ákveða verkefni fundarins. Mundi annars eigi réttara að fleiri þingmenn enn þessir tveir einir kæmu sér saman um þetta mál? Síst mun þurfa að efa, að Benidikt Sveinsson og Jón á Gautlöndum sé í miklu áliti hjá þjóðinni og að hún treysti þeim í þessu máli, enn þegar skera skal upp herör um alt land, mundi eigi veita af fleiri forgöngumönnum. Á- huginn með stjórnarskrármálið er ekki meir enn svo vakandi í sumum héruðum; óánægjan með ýmsar að- gerðir þingsins, harðærið og vestrfarafýsin dregrallvíða hugi manna frá þessu allsherjarmáli. Allar þjóðir sem vaknaðar eru frjálsræðismeðvit- undar og berjast fyrir sjálfstjórn halda fram kröfum sínum hvildarlaust; þær heyja sífeldan bardaga í blöðuin og á fundum, flokkr móti flokki, þar lil eitt- hvað vinst. Hér vilja menn hvílast smásaman og leggja árar í bát. Ef halda á þjóðinni vel vakandi í stjórnarskrár- málinu, ætti að halda Þingvallafundinn í sumar. Þjóðlestir, -W^flr-VV-VV (Framh.) Það er orðið mjög algengt á síðustu árum, að minsta kosti á Suðrlaudi, að óhlutvandir menn svikja út veðlán í fasteignum eða húsum til að geta síðan fengið peningalán í almennum sjóðum eða í bankanum. Þegar svo gjaldfrestrinn er útrunninn, verðr jarðeigandinn eða húseigandinn að láta eign sína bótalaust. Það er öll þörf á að vara menn við slíkum lánum, þótt lánbeiðandi tali fagrlega og bjóði góða kosti; sumir jarðeigendr hafa verið svo einfaldir, að þeir hafalátið lánbeið- endr ginna sig á nokkrum tugum króna, er þeir látast gefa fyrir greiðann. Nú er það einnig farið að tíðkast, að vélræðamenn ginna einfeldninga til að skrifa undir víxla í féflettingarskyni, og á það sér einkum stað í Rvik. — Það er víst nokkur munr á áreiðanleik manna í viðskiftum í ýmsum héruðum landsins. Einna óáreiðanlegastir munu í þeir vera, er búa í verslunarstöðum eða í grend við þá, enda eru þar venjulega verstu heimkynni ör- birgðarinnar.—Hér í Rvík eru menn t.d. ærið skuld- seigir. Fjárnám er mjög títt á almennum gjöldum, í enda hjá efnamönnum.— Á uppboðum bjóða menn hér oft geypiverð í hluti, stundum meira enn hlut- ; irnir kosta, enn það gengr ekki eins greitt að fá borgunina hjá kaupanda. Yenjulega verðr að taka andvirðið fjárnámi og selja síðan á uppboði; gengr þetta þannig koll af kolli, að hér eru eilíf uppboðs- þing. - Eftir þeirri reynslu sem blaðaútgefendr hafa um skilsemi manna í ýmpum héruðum lands- ins, eru Skaftfellingar áreiðaníþgastir menn í við- skiftum. Þá eru Árn«singar, Vestmanneyingar, Rangæingar, Múlasýslubúar. Norðlendingar eru engu skilvisari enn Sunnlendingar og Vestfirðing- ar, enn það kemr ef til vill af því, að peningaekla í er einna mest nyrðra. Að þvi er sérstaklega snert- ir borgun fyrir Fjallkonuna, hafa útsölumenn henn- ar staðið mjög vel í skilum að jafnaði. Annars verða blaða og bókaútgefendr oft að sæta óskil- semi af viðskiftamönnum; það er eins og mönnum finnist ekki jafnskylt að borga bækr sem annan varning, líkl. af því að mörgum er innrætt hið J gamla búralega orðtak, að „ekki séu bækrnar látn- j ar i askana". Það var ekki nema eðlilegt, þótt menn kæmust þannig að orði áðr, þegar varla var annað prentað enn léttvægar guðsorðabækr, og eng- in bók kom út sem neitt hagsýnisvit var i. Nú er öðru máli að gegna; nú viðrkenna menn al- mætti mentunarinnar; nú sjámenn, að sá er kostn- aðrinn mestr, að kaupa ekki nytsöm blöð og bækr. Ef þjóðinni tekst að létta á sór hinni þungu byrði verzlunarskuldanna, þá er vonandi að hún bæti jafnframt ráð sitt og fari framvegis hyggileg- ar að. Kaupmönnum er oft kent um, að þeir bindi viðskiftamenn sína á skuldaklafa, láni takmarka- laust þegar vel lætr í ári og hafi svo skuldunauta sína eins og beljur á bás meðan nokkuð er af þeim að hafa. Enn að miklu leyti mega bændr sjálfum sér um kenna; þeir eru sjálfráðir, og þeir fara oft mjög ráðlauslega að. Þegar farið er í kaupstaðinn, þá verðr það oftast nær það fyrsta, að taka út ýms- an glysvarning, léreft og þessháttar, þar næst kaffi og sykr, og svo eitthvað af tóbaki og brennivíni; þegar svo þetta er alt fengið, er úttektin orðin jafnmikil eða meiri enn það sem inn var lagt, og nú fyrst kemr bónda til hugar, að hann þarf að kaupa matbjörg handa heimilinu. Hann verðr þá j að fá nauðsynjavörurnar til láns, því án þeirra má hann sist vera, og kaupmaðr getr ekki synjað hon- um um þær. Þegar að skuldadögunum kemr, beitir kaupmaðr lögsókn, eða lætr jafnvel skuldunauta veð- setja sér allar eigur sinar og alt sem þeir kunna að eignast framvegis; það eru harðir kostir, sannr þrældómr. Nú er vonandi að menn læri betri verslunaraðferð, ' meiri hagsýni og skilsemi i pöntunarfélögunum. Ein tegund af sviksemi í viðskiftum er hin hirðulausa meðferð á innlendum verslunarvörum,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.