Fjallkonan


Fjallkonan - 28.03.1888, Side 4

Fjallkonan - 28.03.1888, Side 4
86 FJALLKONAN. 28. mars 1888. það er að segja þegar varan er illa verkuð af á- settu ráði, og verðr aldrei um of brýnt fyrir mönn- um hvílík skammsýni það er, að líta þannig á auð- virðilegan stundarhagnað, og getr slíkt orðið almenn- ingi að tjóni um langan tíma. Ætla mætti, að kaup- menn hefðu getað kent almenningi að vanda vörur sínar, enn þeir hafa litlar hvatir gefið til þess. Sjáifir hafa þeir flutt til landsins lökustu tegundir af ýmsum vörum — oft skemdar matvörur, sem erlendis hafa ekki þótt mönnum bjóðandi; alt hefir þótt fullgott handa Islendingum.— A síðustu árum eru kaupmenn reyndar farnir að borga vörur eftir gæðum, enn gera þó víðast oflítinn mun á góðri og illri vöru. Kjötið, sem kaupmenn verka sjálfir, er farið svo illa með, að það verðr að óæti, og er enn höfð sama verkunaraðferð við það, sem tíðk- aðist á 17. og 18. öld, enda er það í litlu gengi á heimsmarkaðinum. Á seinni árum hefir handiðnum farið nokkuð fram, einkum í kaupstöðunum, enn jafnframt brydd- ir á því að öll vinnubrögð eru ver unnin, veiga- minni og svikulli enn áðr. Það er yfirhöfuð að verða tíðska, að hroða öllum verkum af í skeytingarleysi, enda eru engar sýningar hafðar til að hvetja menn til samkepnis og framfara. Eink- um hefir gullsmiðum verið brugðið um, að það sé ekki alt gull sem glóir hjá þeim; af því er komið hið skrítna nafn „se]zsemgull“, sem haft er um ó- ekta gull; „ það er gull og ekki gull, enn selstsem gull“, er haft eftir einum gullsmiðnum. (Framhald). Útlendar fréttir, Eins og getið var í síðasta blaði, þykir nú frið- vænlegar liorfa enn við byrjun árs þessa, þótt ófrið- arefnin séu öll hin sömu og áðr, og ástandið þannig, að ekki þarf nema lítinn neista til að hleypa öllu í bál. Frökkum er jafnt sem fyrri hugr á að hefna ófara sinna 1870—71, og Rússar hafa í engu slegið af krötum sínum til yfirráða á Balkanskaga. Þýska- land heimtar hinsvegar, að Frakkland viðrkenni í fylsta máta Frankfurtar friðinn, og Austrríki, Ítalía og England krefjast síns vegar af Rússlandi, að það skerði í engu sjálfstæði Balkansríkjanna. Aftr skoða Frakkar Frankfurtar friðinn fremr sem vopnahlé enn sem frið að staðaldri. Til þess að ægja óvinum Þyskalands og tryggja friðinn, lét Bismarck 4. f. m. birta samning frá 7. okt. 1879, milli Þýskalands og Austrríkis, sem áðr helir ekki verið kunnr, og segir svo í fyrstu grein hans, að ef Rússland ræðst á annaðhvort beggja ríkj- anna, þá skuli hvort lijálpa öðru með öllu sínu liði, enn í 2. gr., að ef eitthvert annað ríki enu Frakkland ræðst á annaðhvort ríkið, þá skal hitt alls ekki veita því lið, heldr þvert á móti að minsta kosti vera svo hlutlaust við ófriðinn, að það sé heldr innan handar hinuríkinu, erþað hefir ekki bandalag við. 6. s. m. var frumvarpið fyrir á ríkisþinginu um þær 280 miljónir marka, er stjórnin fór fram á að þingið veitti til herbúnaðar; hélt þá Bismarck langa ræðu, í nær þrjár stundir. Yar aðalinntak hennar að sýna fram á, að friðinum væri engin sérleg hætta búin að s.vo stöddu og vitnaði hann í ummæli Rússakeisara sjálfs. Að því er snertir liðsafnað Rússa í Galizíu, þá kvaðst hann hyggja að Rússastjórn hefði gengið það til, að hún hefði haldið að Rússland yrði atkvæða meira í austræna málinu ef það sýndi voldugan herafla við vestrlandamæri sín. Enn Þýskaland gæti verið ó- hrætt, ef það samþykti heraukalögin, það geti þá skipað einni miljón liðsmanna við vestrtakmörk ríkis- ins, annari við austrtakmörkin, og þó væri ein eftir til taks, ef á þyrfti að halda. Þá er B. hafði lokið ræðu sinni, laust upp glymjandi fagnaðarópi ttm sal- inn. Síðan var herlagafrumvarpið samþykt uintals- laust við aðra umræðu. Bismarck lauk ræðu sinni hér um bil á þessa leið: „Menn munu ekki skelfa hina þýsku þjóð með prentsvertu (þ. e. blaðagreinum). Vér Þjóðverjar ótt- umst guð, enn ekkert annað í heimi, og það er guðs- ótti vor, sem kemr oss til að unna friðinum og leggja stund á hann. Enn sá sem þrátt fyrir það rýfr frið- inn, hann mun komast að raun um, að hin vígglaða ættjarðarást, sem árið 1813 hópaði allsherjarlýð Pruss- lands kringum fánana, eins og það þá var lítið, afl- vana og útsogið, — hún er nú sameiginleg orðin gjörvallri hinni þýsku þjóð, og hver sem á hana ræðst mun hitta hana fyrir alvopnaða, og hvern liðsmann öruggan með þessi trúarinnar orð í hjartanu: Guð mun vera með oss“. Ríkisþingið þýska heíir einnig haft til meðferð- ar frumvarp um að lengja sósíalistalögin í 5 ár. Meðan stóð á þeirri umræðu, komu sósíaldemókratar fram með ýmsar upplýsingar, sem vóru fremr óþægi- legar fyrir stjórnina; þar á meðal það, að uppgötv- unar lögreglan hefði egningamenn (agents provocateurs) til að koma af stað óspektum þeim, sem gæfi stjórn- inni átyllu til að veitast að sósíalistum, og að lög- reglan héldi enda úti æsingjablaði í blóra við sósía- lista (Die Freiheit). Svo lauk þessu máli, að sósía- listalögin vóru lengd um 2 ár. Krónprinsinn þýski dvelr í San Remo (á Ítalíu) og urðu læknar sökum andþrengsla að skera inn í barkaun, svo hann fengi andað, og létti honum við það. Þótt hann síðan sé talinn á batavegi, mun trautt vera að henda reiður á því. Af merkum þýskum mönnum eru nýdánir K. F. Bartsch (f. 1832), háskólakennari í þýskri og ró- manskri málfræði í Heidelberg, nafnkunnr fyrir rit sín í þýskri málfræði og bókmenutasögu og útg. Niflungaljóða; H. L. Fleischer (f. 1801) háskólakenn- ari í austrlandamálum í Leipzig; Albert Lindner (f. 1831) skáld og leikritahöfundr, enn vitskertr seinni ár ævi sinnar. í París dó 13. jan. hið nafnkunna tónskáld Stephen Hellen (f. i Buda-Pest 1815). England. Hér er það merkast, að Gladstone hefir veitt betr á þeim stöðum þar sem til aukakosniuga hefir komið, og þykir það góðs viti fyrir írska málið. J Noregi hafa 3 ráðherrar gengið úr ráðaneyti Sverdrups, og mun það vera þjóðarósk, að það fari alt, því mjög er Sverdrup orðinn óvinsæll og þykir hann hafa brugðist illa. Forboðslög vóru á prjónum í ríkisþingi Dana gegn verksmiðjusmjöri (margarin), og var ákaflega

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.