Fjallkonan


Fjallkonan - 08.05.1888, Side 1

Fjallkonan - 08.05.1888, Side 1
Kemr út þrisvar ámán- uöi, 36 blöö um áriö. Árg. kostar 2 kr. og borgist fyrir júlílok (ella 3 kr.). FJ ALLKONAN. VcUdimar Aamunitaraim ritstjöri bfr t Þing- holtsHtrtDti og er að hit u kl. 3—4 e. m. 14. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 8. MAÍ 1888. Pantanir til Bókverslunar Sigf. Eymunds- a sonar eru menn beðnir að skrifa ekki innan um annað í sendibréfum annars efnis, heldr skrifa þær á sérstakan seðil með nafni og heimili (og póststöð eða póstskips-höfn). Póstskipið Laura kom 1. þ. m. til Rvíkr; fór 3. þ. m. til Akraness og HafnarQarðar og þaðan til Vestrlandsins. Verslunarskipin til íslands komust eigi út frá Khöfn fyrir ís fyr enn 22. f. mán. Verslunarfréttir frá Höfn 17. f. m.: Saltfiskr seldist nú síðast: sunnlenskr stór hnakkakýldr 55— 59 kr., vestfirskr óhnakkakýldr 60—65 kr. Vegna samgönguleysis, sakir vetrarríkisins og þar aí leið- andi þurðar á matvælum, komst fiskrinn í svona hátt verð, enn annars ekki glæsilegt útlit með verð á hon- um í sumar, sakir mjög mikils afia í Noregi og sam- kepni við Frakka. — Harðfiskr er þvi nær hættr að seljast. — Ull gengr-illa út á Englandi, og útlit fyrir heldr lágt verð áhenni. — Rúgr rússneskr. 100 pd. á 4 kr.; rú(/mjöl 4 kr. 45 a.; bankabygg 7 kr. til 7 kr. 50 a.; kaffi 56—60 a.; kandís 22 a.; hríta- sykr 19 a. Stjórnmálaf'undr. í síð. blaði var þess getið, að alþingismenn Þingeyinga hefði í hyggju að boða til þjóðfundar á Þingvelli í sumar eftir samráði við ýmsa aðra þingmenn o. fi. menn víðsvegar um land. TJm þetta var rætt á stjórnmálafundi, er haldinn var að Einarsstöðum í Reykjadal 26. mars. Mættu þar alþingismenn Þingeyinga ásamt fjölda manna úr öll- um suðrhluta sýslunnar (þar var Einar í Nesi, Her- mann búfræðingr og ýmsir fleiri helstu menn, og 4 konur, er einnig tóku þátt í fundargerðum, enda er það altítt þar nyrðra, að konur sæki pólitiska fundi). — Á þessum fundi var ályktað, að ráðlegast væri, að öllum málavöxtum athuguðum, að Þingvallafundr yrði haldinn í sumar, og fól fundrinn þingmönnum, að rita ýmsum mönnum víðsvegar um land um þetta mál. — Þar var og rætt um ýmisle^t fleira, svo sem það, að leigja skip handa ferðafólki úr Þingeyjarsýslu til sýningarinnar, sem á að verða í Khöfn í sumar. Vóru þegar gerð samtök að safna nöfnum þeirra, er taka mundu þátt í þessu fyrir- tæki. Tíðarfar. Veðráttan er köld hvervetna sem til spyrst, og má með réttu kenna það hafísnum. Lagnaðar- ísar allmiklir á fjörðum nyrðra; hafþök af liajis fyr- ir norðrlandi, þvi meiri sem austar dregr; ekki nema hroði á Húnaflóa. Greinilegri fregnir um tíðar- far og hafísinn eru i bréfköflunum hér á eftir. — í fýrri nótt og gær dreif hér niðr mikinn snjó, enda meiri enn kom nokkurn tíma í vetr. livalrekar engir með þessum hafís, utan fáeinir höfrungar, er hafa fundist dauðir við Tjörnes. Fjárskaðar. í norðanbylnum 26. mars urðu fjárskaðar allmiklir nyrðra og eystra. Á nokkrum bæjum í miðhreppuin Suðrþingeyjarsýslu fórust um 130 fjár (um 70 í Viðikeri, um 30 á Hallbjarnarstöð- um í Reykjadal), og i Brúnahvammi i Norðrmúlasýslu um 100 fjár. Druknanir. 23. mars druknaði maðr úr Höfða- hverfi i Þingeyjarsýslu, er hét Þórhallr Árnason ofan um lagnaðarís á Eyjafirði. — 28. apríl tórst bátr rétt við land frá Stóruvatnsleysu í Gullbringusýslu og druknuðu 3 menn: Sigrfinnr Sigurðsson frá Stóru- Vatnsleysu, ungr efnismaðr nýkvæntr, Jón Jónsson vinnumaðr frá sama bæ og Gunnlaugr Gunnarsson frá Skálahnúki í Skagafirði. — 26. inars fórst. skip í lending i Bolungarvík vestra með 3 mönnum. — 12. jan. druknaði piltr og stúlka í Núpá í Hnappadals- sýslu. Mannalát. Seint í n. 1. mars andaðist á Sauð- árkrók snikkari Arni Jbnsson frá Borgarey í Skaga- firði. „Að honum var mesti mannskaði. Hann var mesti snillingr í að smíða og mála, og gaf sig allan við því, og liggr mjög mikið eftir hann af bæjum, timbrhúsum og kirkjum. Hið síðasta hús, er honum auðnaðist að ljúka við, var kirkjan í Goðdölum, og er þessi fallega kirkja þögull vottr um það, hvílikr smekkmaðr hann var í verkum sinum. Hann mun hafa verið nál. 50 ára. Hann lætr eftir sig ekkju Guðrúnu Þorvaldsdóttur, og son og dóttur í æsku“. Einnig er dáin frú Guðrún Stephensen í Goð- dölum, ekkja Stefáns prófasts Stephensens, síðast á Reynivöllum, enn dóttir séra Þorvaldar Böðvarssonar sálmaskálds, merk og heiðvirð kona, meir enn hálf- áttræð að aldri. Itókinentafélagsdeildin í Khlifn hefir nú boðið Rvíkrdeildinni það kostaboð til samkomulags, að Rvíkrdeildin fái að njóta allra tillaga félagsmanna hér á landi, enn greiði aftr á móti 500 kr. skatt á ári til Hafnardeildarinnar. taki að sér útgáfu Skírnis og skýrslna og gangi enn fremr undir, að greiða að hálfu þær skuldir, sem Hafnardeildin er nú í, og nema munu um 6000 kr. — Þessi tilboð eru svo ó- aðgengileg, að engin von er að saman gangi ineð deildunum. — Skírnir er nýkominn frá Khafnardeild- inni, miklu minni enn venjulega, saminn af Jóni Stefánssyni. Ilerskipin frönsku eru bæði komin; hið minna „L’Indre“ kom 5. þ. m., hið stærra „Cháteau Re- nault“ og Fylla í gær. Norörþingeyjarsýslu, 2. apríl: „Hagar nægir ventan Axar- tjarðarheiðar, enn litlir í Þistilfirði, Langanesi og á Sléttu, og kvartað nojög nm heyskort i þeim sveitum". Skogafjarðarsýslu, 13. apríl: „Það á að halda tombólu 4 Hólum í Hjaltadal á snmardaginn fyrsta, og verja ágóðanum fyrir orgel í Hólakirkju, sem er merkileg og þesg verð að henni sé sýndr sómi. — Tíðarfar hefir um tínja verið blítt, enn er nú að snúast í norðrið með kulda og hrið, og kvíða menn því, að isinn komi, þvi hann er vist skammt i burt. Hann kom rétt fyrir páskana, enn rak þá bráðlega aftr undan landinu. — Yetrinn hefir mátt heita fremr góðr, enn þó nmhleypinga- samr. Litið er kvartað um heyleysi, og eru skepnuhöld með

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.