Fjallkonan


Fjallkonan - 27.07.1888, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 27.07.1888, Blaðsíða 1
Kemrút þrisvai Amám- nöi, 36 blöö um árið. Arg. ko6tar 2 kr. og borgist fyrir júlilok (ella 3 kr.). F JALLKON AN. VnJd i tnarÁ s mu nda raon riutjóri býr 1 Þing- holtastrœti og er aö hitta kl. 3—4 e. m. *22. RLAÐ. EEYK.TAVÍK, 27. JÚLI 1888. ótt svo sé ákveóið, að Fjallkonau kosti 3 kr. ef hún er eigi borguð fyrir lok júlímánaðar, þykir sanngjarnt, að veita kaupendum, einkum í fjar- sveitunum, tveggja mánaða frest enn, eða til sept emberloka, án þess verðið hækki upp úr 2 kr. á því tímabili. Samgöngur hafa verið svo ógreiðar í sumar, að bæði útsending blaða og greiðsla andvirð- is þeirra hefir gengið seint og óliðlega. Eigi að síðr er skorað á útsölumenn og kaupendr að greiða andvirðið sem fyrst. Nöfn þeirra óskilamanna, er hafa ekki borgað Fjallk. árum saman, munu verða birt bráðlega i blaðinu, ef þeir bregða ekki skjótt við og greiða skuldir sínar. Ný lög. Tvenn lög frá síöasta alþingi heflr konungr staðfest 19. júní: lög um bátfiski áfjörð- um og lög um síldveiði félaga í landhelgi. Eru þá eftir þrenn lög frá síðasta þingi óstaðfest: um brúar- gerð á Ölfusá, um uppeldi óskilgetinna barna og um viðauka við útflutningslögin, auk þeirra tveggja (um stofnun lagaskóla og breyting á tölu þingmanna í deildum alþingis) sem synjað lieflr verið staöfest- ingar. Skaðabætr þær til vestrfara, er getið var í síð. blaði, eru alls 9090 kr.; þar af heflr Sigfús Ey- mundarson útflutningsstjóri greitt vestrförunum 2020 kr., enn hitt, 7070 kr, hefir landshöfðingi látið greiða af veði því, sem Allan-línan hefir geymt i „Privat- banken“ í Khöfn. Landsbankinn. í 22. gr. bankareglugjörðarinn- ar er ákveðið, að ekki megi veita lán úr bankanum um lengri tima enn 10 ár. Landshöfðingi hefir nú veitt bankastjórninni heimild um tveggja ára tíma til að víkja frá þessari ákvörðun, sem hefir ekki reynst hagkvæm. Prestakall veitt. Borg á Mýrum, 17. þ. m., síra Einari Friðgeirssyni eftir kosningu safnaðarins. Atikalæknlr á Seyðisfirði (með Mjóafirði. Loð- mundartírði og Borgarfirði) er skipaðr Guöm. Scheving, læknaskólakandidat. Kosnir á Þingvallafund. Fyrir Suðrþingeyj- arsýslu Pétr Jónsson á Gautlöndum. og til vara Sig- urðr Jónsson á Ystafelli; Eyjafjarðarsýslu Jónas pr. Jónsson á Hrafnagili og Friðbj. Steinsson bóksali; Skagafjarðarsýslu Einar pr. Jónsson á Miklabæ og og kand. Jón Jakobsson áVíðimýri; Húnavatnssýsiu Stefán pr. Jönsson á Auðkúlu og Páll Pálsson i Dæli; Barðastrandarsýslu alþm. Sigurðr y>róí. Jensson; Dala- sýslu Pétr Eggerz í Akreyjum; Gullbringu- og Kjósar- sýslu Hannes Hafstein málflutningsmaðr og Þórðr Guðmundsson á Hálsi; Strandasýslu síra Arnór Árna- son; Borgarfjarðarsýslu Andrés Fjeldsteð á Hvítár- völlum. Grænlandsför Nansens. Nansen komst eigi á land á Grænlandi þar sem hann reyndi fyrst fyrir sér (á 64°), og ætlaði að reyna sunnar, eftir því sem haft er eftir hvalveiðaskipum. — Dað varð þeim fé- lögum einnig til óhapps, áðr þeir fóru frá ísatírði, að annar Finninn, Samuel Balto. datt. og meiddist á skiða- ferð upp í jöklum. Blaðið „Aiistri*' kveðr kaupendr sína i blaði (nr. 22. af' 4. árg.), er út kom á Akreyri 28. mai, og er jafnframt hætt, að koma út. Bjargarskortr hetír verið i vor á einstöku út- kjálkum, þar sem ís hefi hamlað samgöngum, og einna mestr í Norðrþingejjarsýslu. í bréfum sem rituð eru seint í júní er sagt, að víða þar sé ekki til meira af matvælum enn vikuforði. Bátr fórst á siglingu á Jökulfjörðum 22. júni, og druknaði formaðrinn Magnús Elíasson frá Dynj- anda og tveir menn aðrir, enn einum varð bjargað. Hvalveiðaskipiö „Reykjaviku frá Noregi, er stundað hefir hvalveiðar við ísafjarðardjúp í sumar eins og að undanförnu, hefir aflað 58 hvali, sem hver er aö meðaltali 2000 kr. virði, eða allir samtals 116000 kr. virði. Doktor í lieimspeki varð 30 f. m. við háskól- ann í Khöfn cand. mag. Jón Þorkelsson (frá Staðar- stað) fyrir bók um íslenskan kveðskap á 15. og 16. öld. Andmælendr vóru L. Wimmer háskólakennari og stud. mag. Bogi Th. J. Melsted. Kaupfélag (pöntunarfélag), sem nýstofnað er við ísafjarðardjúp, hefir fengið skip með vörum fyrir 20000 kr. og fór það aftr með rúm 700 skippundaf Spánarfiski. Eru ísfirðingar góðrar vonar um, að félag þetta geti fengið þann þroska og framhald, að verslunin jiar vestra komist í viðunanlegt horf. islendingar í Ameríku liafa orðið frægir fyrir kapiigöngu. Kapphlaup eða kappganga er ein sú í- þrótt, er Ameríkumenn temja sér mest allra þjóða. Segir blaðið „Lögberg“ svo frá, að sjö menn reyndu kappgöngu í Winnipeg, 4 innlendir menn og 3 ís- lendingar. Veðr var ilt með regni og siðan steikings- hita, og var því færðin vond. Einn af hinum inn- lendu mönnum var alvanr göngumaðr, sem oft hefir þreytt kappgöngur áðr og jafnan unnið verðlaun þar til nú. að íslendingar sigrnðu hann. íslendingarnir eru nefndir Þórarinn Jónsson, Magnús Markússon og Jón Hörðdal (17 ára gainall piltr úr Dalasýslu). Leikslokin urðu þau, aðallir þrfr íslendingarnir gengu hina af sér og hlutu öll verðlauuin. Hæstu verð- launin fekk Jón Hörðdal 88 doll. 35 c.; hann gekk noKkuð yfir 101 milu; Þórarinn gekk 97, enn Magn- ús 86 mílur, og er það sagt dæmalaust, að nokkur sérstakr þjóðflokkr í Ameríku hafi borið svo algerðan sigr úr býtum við slík tækifæri. Laust prestakall (25. þ. m.) Kirkjubær í Tuugu, metinn 1609 kr. Hafísinii mun nú vera að mestu rekinn frá landinu, nema ef hann er enn að hrekjast fýrir norð- austrströndunum. Enginn ís var nú á leið „Thyra“, er hún fór norðr á Húsavík vestan um land og suðr aftr sömu leið.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.