Fjallkonan


Fjallkonan - 27.07.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 27.07.1888, Blaðsíða 2
86 FJALLKONAN. 27. jfilí 1888. Bindindisfundr. 22. jfiní héldu bindindisfélög Austfirð- inga sameiginlegan fund á Nesi í Norðfirði. Mættu þar þessir fulltrúar fyrir félag Reyðfirðinga: Halldór Árnason á Högu a- stöðum og Sigurðr Gíslasou á Stekk; Norðfirðinga: Sveinn Sigfússon á Nesi, Ármann Hermannsson á Barðsnesi og Hávarðr Guðmundsson á Kirkjubóli: Mjófirðinga: Sveinn Ólafsson á Asknesi; Seyðfirðinga: Snorri Wiutn. Pundarstjóri kosinn Sveinn Ólafsson og skrifari Sigurðr Gíslason. í Fáskrfiðsf. og Loðmundarf. eru einnig bindindisfélög, enn enginn mætti þaðan. Á fundinum var skýrt frá að í bindindisfélagi Seyðfirðinga væru 109 manns; 43 karlm. 21 kona 45 börn (innan 15 ára), sjóður 972 kr. 70 au.; í félagi Mjófirðinga væru H2 (30 karl., 18 kon., 14 börn), sjóðr 38 kr. 90 au.; í félagi Norðfirðinga væru 123 (49 karl., 59 kon., 15 börnj, sjóðr 33 kr. 3 au.; í félagi Reyðfirðinga væru 92 (76 karl., 16 kon.), sjóðr 306 kr. 55 au; í félagi Loðmundarfjarðar 24; i félagi Fáskrúðsfjarðar 50 (nánari skýrslur frá þeim félögum vantaði). Fél.ig Loðm.fj. var stofnað í vetr af ntanni, er félag Seyðfirðinga gerði fit þangað í þeim erindum. Samþ. var að hin einstöku félög ákveði í lögum sínum að þau sendi 1—2 fulltrfia hvert á sameiginlegan fund á hverju ári og að þessir fundir verði á víxl haldnir á Bskifirði og Seyðisfirði. Skorað var og á hin einst. félög að reyna að koma á bindindisfélögum í öðrum nærsveitum. Fulltrúar Mjófirðinga og Seyðfirðinga skýrðu frá skeinti- fundum, er félögin þar hefðu liaft í vetr og liefðu átt góðan þátt í fjölgun félagsmanna. Talað var og uut stofnun sparisjóðs og um hlutafélag til þilskipakaupa, og var þeim málum skotið til firslita á félaga- fundum. Dalasýslu, í jfiní. Vegrinu yfir Laxárdalsheiði er lagðr svo ráðlauslega og með svo miklum kostnaði sem auðið virðist. Hann er gerðr uut enska mílu lengri enn hann þarf að vera, og þar að auki er sueitt hjá liæðum og iiryggjum, svo hann verðr eigi notaðr á vetrum að eða frá verslunarstaðnum Borðeyri enda er ekki vetrarleið nálægt þeim vegi. Kostnaðr landsjóðs til vegagerðar á Laxárdalsheiði yrði eigi samtals meiri, þó hætt væri við þennan veg og önnur beinui stefna tekin; má viða fá hæðir og hryggi, sem liggja í áttina til Borðeyrar og þar að auki mætti þann veg fara jafnt á vetrum og sumrum, þvi vorður raætti setja með honum“. Siimu sýslu, íl. jfilí. „Stjórnmálafundr var haldinn í Hvamtni eftir áskoruu þingmanus Dalamauna; mættu þar kjör- menn úr ölluni hreppum sýslunuar nema einum. Var það sam- huga álit fundarins að stjórnarskrármálinu bæri fram að fylgja með ráði og dáð. Pétri Eggerz, er kosinn ' var á Þingvalla- fundinn, ætlaðar 100 kr. fyrir ferðina. Menu vilja þannig vinna til að leggja á sig nýja skatta, ef þá væri fremr von um að fá stjórnina inu í landiö. — Tíðarfar er nú hlýrra enn verið hefir, sífeldir þurkar, enn frost margar uætr. Grasspretta lítil, enda fáir farnir að slá. — Krankfelt er ltér af lunguabólgu og liltu kóleru“. Blööin. ÍSAFOLD, 31. tbl.. 4. jfilí. Stjóruarskrármálið eftir Þðr. Böðv. — 32., 11. jfili. Sama ritg. — 33., 18. jfilí. Sama ritg. — 34., 25. jfili engin ritgjörð. ÞJÓÐÓLFR, 31. tbl., 6. jfilí. íslendingar og Danir. Um embættislaun og meiningamun (niðrl.). — 32., 13. jfilí. Islend- ingar og Danir II. — 33., 20. jölí Próf. Þórariun Böðvarssou og stjóruarskrármálið. — 34., 24. jfilí, engiu ritgjörð. Sýningin í Kaupmannahöfn. --H-SGf- III. Kostaboð gufuskipafélagsins og íueðalganga Tr. Ounitarssonar. Það ílaug um alt eius og eldr í sitiu, þegar hið sameinaða gufuskipafelag, eöa agent þess, Tryggvi Gunnarsson, auglýsti á næstliðnu vori, að félagið ætlaði að sýna 20 íslendingiun það göfug- lyndi, að veita þeim far fil sýningarinnar í Khöfn fyrir 100 kr. hverjum, að fæði meðtöldu. Menn gátu varla trúað því, að slikt tilboð hefði kotnið frá gufuskipafélaginu án annara milligöngu, og þökkuðu það Tr. G., enda mundi hann ekki hafa slegið hendinni á móti þeirri virðingu. Handiðnamenn, er þóttust ekki sist eiga erindi á sýninguna, og ýmsir aðrir, bjuggust nú til ferðar. Enn þá kemr annað hljóð í „Isafold“. Hún flytr auglýsing um að gufnskipafélagið veiti ivilnun þessa að eins efnalitlum sjómönnum og bændum. Þeim sem höfðu ætlað á sýninguna hnykti mjög við þessa fregn, og þóttust þó sumir í ein- feldni sinni skilja, að þetta rausnarlega tilboð gufu- skipafélagsins gæti ekki náð til allra, eða annara enn þeirra, er líkur væri til, að ættu ekki fyrir fargjaldinu. Aftr hafa aðrir reynt að gera sér grein fyr- ir, hve mikið gufuskipafélagið eða agentinn hafi ætlað að leggja í sölurnar fyrir Islendinga með þessu kostaboði. Og hversu mikið fé mundi það vera? Ekki eyrisvirði. Setjum t. d. að þau sex farbréf, sem útbýta átti í ítej^kjavík, hefði gengið út, þá hefði félagið fengið fyrir flutning og fæði þessara 6 manna í 26 daga samtals 600 kr. Enn hvað greiðir gufuskipa- félagið fyrir fæðið handa þessum 6 mönnum? Að eins 1 kr. 20 au. á dag, eins og handa skipshöfn- inni, eða samtals 187 kr. 20 au. Fær þannig fé- lagið sjálft c. 412 kr. i sinn eiginn sjóð, og eru það alveg fundnir peningar. því að þeim einum er boðið farið, sem fyllsta vissa er fyrir að ekki hefðu annars keypt það. Og hefðu þessir 20 allir farið úr Rvík, hefði félagið grætt á þeim c. 1376 kr. Gufuskipafélagið og agentinn hefir því ekki lagt fé í sölurnar með tilboði sínu. Gagnið og gæðin eru þá Hklega hin visdómsfulla ritbýting á þessum ódýru farbréfum. Og hvernig er hún? Það er boðið 20 fátæklingum frá sjó og úr sveit. Agentinum ætti að vera það kunnugt, að fátækir sjómenn og fátækir bændr hafa sjaldnast átt kost á þeirri mentun er þarf til þess að geta fært sér slíkt tilboð í nyt, hafa ekki lært svo útlend mál, að þeir geti skilið það eða gert sig vel skiljan- lega, og þetta eru þó höfuðskilyrðin fyrir því, að geta gert sér og öðrum gagn á sýningunni. Þetta eina atriði ætti að vera nóg, fyrir utan að dvölin í Khöfn átti að eins að vera sex (!!) dagar, til að sýna og sanna það, að þeim einum hefir verið boðið. sem berlega gátu hvorki gert sér né landinu gagn. Heldr agentinn, að það sé nóg að koma i svip á sýninguna og sjá þar urmul af hlutuin af öllu tagi? Nei, bóndinn sér góðan ost og vel verkað smjör; hann hefir aldrei séð anuað eins; enn hann getr ekki komist eftir því, hvernig það er til búið eða hvernig á því stendr að neinu leyti. Sjómaðrinn sér björgunaráhöld, sýnishorn af kræklingsklaki, fiskinet o. s. frv., enn hann getr engar upplýsingar fengið um það, hvernig björg- unaráhöldin eru notuð, hvernig farið er með krækl- inesklakið o. s. frv. o Hr. Tr. G. þykist víst hafa gert það í góðu skyni og af einskærri föðrlandsást, að vera milli- göngumaðr við gufuskipafélagið til að fá þetta kosta- boð Islendingum til handa.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.