Fjallkonan


Fjallkonan - 27.07.1888, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 27.07.1888, Blaðsíða 3
27. jali 1888. FJALLKONAX. 87 Enn þvi er miðr, að alt góðverkið og föður- landsástin virðist vera innifalin i því, að ginua íá- tæka menn, sem ekki mega missa einn eyri af arði sínum, eða eina stund af arðsamasta tíma ársins, og geta heldr ekkert gagn gert sér með ferðinni, til að reyta saman sina síðustu aura handa hinu sam- eiginlega gufuskipaféiagi. Það vill svo vel til, að tilboð í sömu átt hafa einnig komið til Færeyinga- Þar er hverjutn sem viU boðinn flutningr og fæði á ferðinni fram og aftr fyrir 70 kr. Það hefir þó ekki heyrst að félagið hafi haft neinn föðurlands- vin frá Færeyjum við hönd sér, er það gerði þetta tilboð. Færeyingar hafa einnig notað boðið hóp- um saman, karlar og konur, þar á meðal 12 kaup- menn, einn þeirra ríkasti kaupmaðrinn á Færeyj- um. Það er auðsætt, að gufuskipafélagið hefir alls ekki ætlast til, að þetta tilboð væri skoðað sem velgerningr Islandi til handa, það er ekki svo smá- munasamt, heldr hefir það gert það sem hvern annan búhnykk, stórkaup, sem eðlilegt er, að hvert félag beiti er færi gefst. Enn agentinn, sem að sögn fær alt af ókeypis far með skipum félagsins, hefir séð, að hér gat hann slegið tvær flugur í einu höggi: gert félaginu ofrlítinn greiða í laumi og náð i eina óekta skrautfjöðr til að tylla utan á sig. Islendingr í Höjn. Athugas. ritstj. Grein þessi gefr ýinsar atiiuga- verðar upplýsingar í máli því er hún liljóðar um. þótt það sé naumast ætlanda, að hr. Tr. G. hafi haft þann tilgang með milligöngu sinni, sem höfundinum þykir helst útlit fyrir. Enn honum hefir hraparlega mis- tekist að semja við gufuskipafélagið, er það býðr ís- lendingum miklu verri kjör enn Færeyingum. Besta sönnunin fyrir því. að tilboð télagsins var ekki snið- ið eftir þörfum íslendinga er það, að enginn maðr hér landi mun hafa notað það. Útlendar fréttir, Frá útlöndum eru nú engin stórtíðindi sögð. Hefir áðr verið skýrt í blaði þessu frá flestu því, er helst er umtalsefni. Á Frakklandi hefir þó það gerst til tíðinda, að Boulanger hefir mjög lækkað í tigninni. Hann sagði af sér þingmennsku 12. þ. m. og bar það fyrir, að forseti þingsins hefði misboðið ræðufrelsi sínu. Hélt hann þrumandi ræðu, er hann las upp af blöðum, og var hún mjög harðorð og frekjufull. Forsætisráðherrann Floquet svaraði honum naprlega, svo að Boulanger var að háði hafðr í þingsalnum, og stökk þá hershöfðinginn upp bálreiðr og skor- aði á ráðherrann að aftrkalla orð sín og brá honum um ósannindi. Siðan sagði hann af sér og fylgdu honum óhljóð þingheimsins. Eftir það skoraði Floquet Boulanger á hólm og börðust þeir með sverðum; fóru svo vopnaviðskifti, að Boulanger fékk tvö sár, annað háskalegt í hálsinn að framan- verðu, og lá hann dauðveikr, er síðast fréttist. Hefir hann eigi vaxið af einvígi þessu, þar sem Floquet er sextugr. enn Boul. á fimtugsaldri. Engtand. I blaðinu „Times“ stóðu fýrir skömmu harðorðar greinar um framsóknarmenn Ira, og var foringjum þeirra borið á brýn, að þeir hefði mök við morðingja og „dynamitista'*. Hinn irski þing- maðr 0’ Donnel höfðaði mál gegn „Times" og sy’knaði kviðrinn blaðið af þeirri ástæðu, að 0’ Donnel yrði eigi talinn meðal foringja hins írska þjóðernisflokks. Þetta mál er þó ekki dottið niðr; þvi Parnell, sem auðvitað er riðinn við málið, hefir krafist þess á þingiuu, að nefnd verði sett til að rannsaka það. Zúlu-menn i Afriku hafa gert uppreist og hafa Englendingar átt við þá vopnaviðskifti, enn eigi getað bælt þá til friðar enn sem koinið er. Noregr og Svíþjöð. Ba>ði i Noregi og Svíþjóð hafa orðið stórkostÞgar skógabrennur. og i Svíþjóð hafa brunnið þrír bæir, til kaldra kola: Sundsvall (ibúar 11000), Umeá (íb. 3000) og Lilla Edet (ib. 2000). Fjártjónið metið öO milj. króna. Allir íbú- arnir húsviltir. Manntjón hefir og orðið nokkurt. í Mexico hljóp fyrir skömmn störflóð úr fljóti i bæ þann Silao er nefndr. 1500 manna druknuðu. og skaðinn metinn margar miljónir. Heilbrigðisþáttr, Um að varðveita heilsuna. Eftir sænskan lækui dr. Goliner. (Siiirl.). Óþarfi er að hafa margskonar mat á borð- um, nægir að hafa hann þrens konar. — Kjötsúpa er fremr til nautnar enn uæringar. enu húu er góð á undan öðrum mat til að örva matarlystina og síð- an meltinguna. Ost er gott að hafa í eftirmat, því að hann örvar meltingu kjötmatarins. Skaðlegt er að drekka mikið af vatni með mat. Þar á móti er gott fýrir þá sem geta, að drekka lítið eitt af góðu rauðvíni eða hvítu víni með mat. Á undan kveldverði. sem borðaðr er kl. 7. er gott að ganga einn kl.tíma sér til hressingar á hverjum degi og í hvaða veðri som er; það styrk- ir andardráttinn og meltinguna, \öðvana og tauga- kerfið og hressir geðið. Kvöldverðrinn er te með litlum köhlum mat. Teið vekr þægilegar hreyfiugar í taugakerfinu og er mjög hressandi, ekki síst, þegar menn koma heim á vetrum í köldum veðrum. Fjórum tímum eftir kveldverð er kominn liátta- tími, og má ei draga að hlýða greinilega boði lik- amans er hann verðr máttvana. Svo skal til haga, að hreint loft geti streymt inn i svefnherbergið alla nóttina, því að likaminn þarf að hafa birgðir af lífslofti tjl næsta dags. Þetta fæst með því, að hafa opnar dyr milli svefnherbergisius og næsta herbergis og láta glugga í hliðarherberginu vera op- inn alla nóttina. Fótagafl rúmsins á að ganga að vegg, enn höf- uðgaflinn á að vera í miðju herbergi, til þess að andardráttarfærin njóti betr loftsins. Rúmið sjálft er hæfilega breitt 2 álna. Dýnan má vera úr heyi og ofan á þunn dýna úr marhálmi eða hro s- hári eða að eins ullarþófi með rekkjuvoð ofau á. Ofan á sér er best að hafa létta „vatteraða" ábreiðu. — Undir höfðinu á að hafa skákodda og ofan á honum annan kodda, sem fylli vel bilið milli axl- arinnar og höfuðsins, þegar legið er á hliðina. Við

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.