Fjallkonan - 08.08.1888, Page 1
Kemrút þrisvar Am&n-
nöi, 36 blöö um áriö.
Arg. kostar 2 kr. og
borgist fyrir
júlílok (ella 3 kr.).
FJALLKONAN.
Valdimar Atmunrfargon
ritstjóri hýr 1 Þing-
holtsbtrœti og er aö hitta
kl. 3—4 e. m.
23. BLAÐ. REYK.TAVIK, 8. AGÚST 1888.
Þingvallafimdr. Eftir áskorun nokkurra kjós-
enda, skal ég hér með leyfa mér að skora á kjós-
endr í Reykjavíkrkaupstað að koma á fund í leik-
fimishúsi barnaskólans máiiudaginn h. 13. þ. m.
kl. 5 e. m., til að ræða um, hvort kjósa skuli full- |
trúa fyrir Reykjavik til að mæta á hinum fyrir-
hugaða Þingvallafundi, og til að kjósa fulltrúa, ef
fundrinn samþykkir að svo skuli gera.
Reykjavík, 8. d. ágústmán. 1888.
J. Jónassen,
þingmaðr Reykvíkinga.
__________________________________________________
Veðrið er alt af mjög þurt og svalt; að norð-
an er sögð kuldatíð, frost á nóttum og grasvöxtr
rýr. Haldið að hafis sé við útskaga eða skamt j
undan landi. — „Fylla“ kom þó hingað í dag að
norðan og varð ekki vör við ís.
Enskt skemtiskip „Czarina“ kom til Rvikr 1.
ágúst. A því er eigandi þess Alfred Brassey, bróð-
ir Brasseys lávarðar1 með konu og börnum.
„Copeland“ flutningaskip þeirra Slimons & Co.
strandaði 24. júlí í Pentland-Frith milli Orkneyja j
og Skotlands.
Emhættismennirnir í Rvik eru nú fæstir
heima. Landshöfðingi og póstmeistari eru austr í
Skaftafellssýslu, landfógeti á sýningunni í Höfn,
amtmaðr austr í Rangárvallasýslu, landlæknir á leið
norðr í Þingeyjarsýslu, kennarar lærða skólans á
ýmsu ferðalagi.
í Reykjavík eru nú loks sett nafnspjöld á
gö-tur og stræti og töluspjöld (nfimer) á hús.
Ófriðrinn sem búist er við.
Hinn franski stjórnmálamaðr Jules Simon hefir
fyrir skömmu ritað grein eina i Morgunblaðinu (Le
Matin) franska um ófrið þann, er búast má við
að gjósi upp í Evrópu er minst varir.
Hann fer fyrst nokkrum saknaðarorðum um
Friðrik keisara 3., og segir, að þegar hans misti
við hafi orðið skarð fyrir skildi hins almenna þjóða-
friðar.
Hins vegar segir hann Vilhjálm keisara her-
skáan í anda og óvin Frakklands, enda hafi hann
alist upp á þeim árum, er Frakkar og Þjóðverjar
áttu í ófriði og fjandskap. Hann hafi vanist mest
við hermensku, og sé því líklegri til að verða her-
foringi enn friðsamlegr stjórnari. — Nú sem stendr
ráði Bismarck, er nefna megi höfðingja alls heims-
ins, öllu við keisarann; enn ráð Bismarcks sé öllum
hulin; enginn viti hvort hann vilji hafa frið eða !
ófrið. Bismarck hafi í 18 ár verið að búast til ó- |
1) Kona Brasseys lávarðar hefir orðið fr»g fyrir ferðir sínar.
Hún fór nálega um allan iieim og var sjálf skipstjðri á skipi
sínu „Sunbeam“ (Sólargeisla). Hún dó i fyrra af feber-sýki, !
er hún fekk í Queenslandi í Astralíu.
friðar, hverju sem það sé að þakka, að hann hefir
ekki ráðist í stríðið. Um þessar mundir virðist
helst sem hann vilji komast hjá ófriði í bráð. Enn
þessi 18 friðarár hafi í rauninni verið ófriðarár,
þar sem allar nágrannaþjóðirnar hafi orðið að vopn-
ast líka. Bismarck hafi fengið Austrríki, Ítalíu og
England í tygið með Þýskalandi, og sé líka að
semja við Spán. Ófriðnum mundi þegar ljósta á,
ef Rússland gengi i sambandið, enn á því séu nokk-
ur tormerki.
Það þurfi ekki nema lítinn neista til þess að
ófriðarbálið kvikni, ekki meira enn eitt bissuskot,
sem hlaupið hefir af i gáleysi. ófriðarneistinn lifi
í kolunum í Asíu, í Konstantínópel og á Balkan-
skaga, enn ekki síst i Elsas-Lothringen. Helsta trygg-
ingin fyrir friðinum síðan Friðrik keisari dó sé það,
að öllum ói við styrjöldinni, sem yrði voðalegri
enn áðr eru dæmi til i mannkyussögunni. „Svo
ógurlega stórar herfylkingar hafa aldrei fyrri runn-
ið saman til bardaga, auk þess sem samgöngufæri,
vopn og allr útbúnaðr er nú svo iniklu fullkomn-
ari enn áðr, að ekki er saman jafnandi. Nú getr
að líta Atla Húnakonung endrborinn með melinit1
i pixssi sínum og Krupps kanónur2 í togi“.
„Yér skulum nú ímynda oss, að ófriðrinn yrði
boðaðr á morgun. Óðar enn hersagan berst, slær
öllu í dauðadá. Synirnir kveðja inæðr sínar, ef
þeir hafa náð tvítugs aldri, hvernig sem heimilis-
hagir eru, þótt einkasonr sé, stoð og stytta móður
sinnar. Mæðrnar fara samdægrs á vonarvöl. Á
i efnuðum heimilum er enda ekki annað fólk eftir
enn konur, börn og gamalmenni. öll atvinna
hættir, allar starfsstofnanir eru lokaðar nema þær,
sem konur stýra, og bankarnir. Læknar og lyfsal-
ar fara sem aðrir. Þeir sem heima sitja verða að
lifa á þeim peningum, sem þeir eiga í handraðan-
um, þvi að nú er ekki hægt að vinna fyrir sér
með neinu móti.
Það stendr ekki lengi á viðbúnaðinum. Að
viku liðinni eru bændr, kaupmenn, lærðir menn,
listamenn og verkmenn allir komnir mörg hundr-
uð milur á burt frá heimilum sínum, alvopnaðir
með sverð, bissur og skothylki, og óðara enn liðið
kastar mæðinni er því skipað til bardaga. Daginn
eftir er orrustuvöllrinn orðinn að moldarflagi á mílu
viðáttu og þakinn valköstum, enn varla sér i heið-
an himin fyrir hröínum, og úlfar flykkjast að hvað-
anæfa. Nú eru særðir og sundrlimaðir liðsinenn
fluttir þúsundum saman á hjúkrunarhúsin; margir
fá hvergi hæli og deyja án allrar hjálpar. Sjúk-
dómar og landfarsóttir verða samfara þessum ó-
fögnuði. Eigi að síðr er ófriðnum hvildarlaust
haldið áfram meðan nokkurt efni i skot er eftir,
eða nokkur brauðbiti, og þegar skotefnið er þrotið
1) Hið nýja afarsterka sprentpefni.
2) „ Kanóna" er að minsta kosti ekki lakara orð enn „fall-
bissa“, sem er afböknn úr þýsku.