Fjallkonan - 08.08.1888, Blaðsíða 2
90
FJALLKONAN.
8. ágúst 1888.
er þrifið til bissustingjanna. Þá er ef til vill dá-
litið eftir af „melinit“ til að kveykja síðasta bálið.
Verksmiðjur og brýr eru sprengdar í loft upp.
Bókasöfn, myndasöfn, listaverkin, frægustu sigr-
vinningar mannlegs andaverða að dusti á svipstundu.
Það hefir verið unnið að því í þrjár aldir, að afla
þessa auðs. enn hann verðr að engu á þremr mín-
útum. — Vinnum vér sigr? Það fáum vér að
heyra morguninn eftir, er hershöfðingjarnir frétta
hvort skipunum þeirra hefir verið hlýtt á öðrum
stöðum langt í burtu, og hvorra bissur hafi dregið
lengra. Enn hvort heldr sem er, hvort sem vér
sigrum eða bíðum ósigr, er oss glötunin vís þegar
svo er komið.
Það er sagt oss til hugfróa, að ekki muni
standa lengi á þessum ófriði'. Evrópu-ríkin segja
við hina sigruðu þjóð: „Þér hafið engan her fram-
ar og því engan rétt til að vera sérstök þjóð. Vér
skiftum með oss eignum yðar og landi. Vér köst-
um eign vorri á lög yðar og venjur, trúarbrögð
og mál“.
Evrópa verðr öll eitt líkhús eða spítali, og
pest og hungrdauði geisar. Mörg ár þarf til að
gera vegina aftr færa, til að byggja hús og verk-
smiðjur, o. s. frv. Og það veitir jafnvel ekki af
mörgum mannsöldrum til að koma kyrð á skaps-
muni manna. Eftir tuttugu ár verðr enginn maðr
vopnfær; ófriðrinn drap feðrna, börnin verða
svo fá.
Alt þetta tjón er þó ekkert að telja á móti
öðrum verri afleiðingum, sem mest er að óttast.
Það er ófriðr sósíalista og siðleysisþjóða. Sósía-
listar búast til ófriðar; þeir segjast að eins bíða
eftir hinu mikla Evrópu-stríði. Þeir segja: „Ment-
uðu þjóðir, reynið nú fyrst að vinna hvor á annari,
og þegar þér eruð orðnar dauðvona eftir ófriðinn,
komum vér og veitum yðr banasárið. Vér erum
hvorki Frakkar, Þjóðverjar, Englendingar né Rúss-
ar; vér erum sósíalistar, og hefnum vor þegar færi
gefst“. Ogþágæti líka farið svo, að siðleysisþjóðir
réðust á Evrópu, jafnframt sósialistunum. Komið
þá Kínverjar, Arabar, Svertingjar og Kyrrahafs-
menn, þá ber vel í veiði fyrir yðr! — Hinar ment-
uðu þjóðir þurfa ekki að hugsa til að hverfa frá
vigvellinum til að harma sigr sinn eða ósigr í ró
og næði. Grætum þess, að Frakkland og Þýska-
land hafa fimm miljónir vopnaðra manna, og að
Rússland, Austrríki og smáríkin hafa enn fleiri.
Það eru að minsta kosti 12 milj. manna, er vinna
að því á nokkrum vikum, að drepa niðr þjóðirnar
í Evrópu; þeir fara langar herferðir með svo mikl-
um kostnaði, að fæði liðsins kostar 25 milj. franka
um daginn og vopn og hergögn enn meira. Þá
eru brátt þrotnir allir fjársjóðir, öll vinna hætt,
forðabúr tæmd, verksmiðjur niðrbrotnar, akrar ó-
yrktir eða komnir í örtröð. Þá er Evrópa rétt
kjörið herfang hálfviltra þjóða. Evrópumenn hafa
kent þeim hernaðinn og fengið þeim vopn í hendr,
þær standa þá vel að vigi; þær eru hugaðar og
þolnar og hafa nægan auð og mannafla. Þær koma
eins og stefnivargar austan úr Asíu og sunnan úr
Afriku til að leggja xmdir sig Evrópu lönd.
Enn ókomni tíminn mun að mestu gleyma
hinum gömlu þjóðum, sem vóru svo hugritsainar,
enn jusu út öllu fé sínu og blóði og gjöreyddu
svo hver annari“.
Þetta er aðal inntakið úr ritgerð hins frakk-
neska manns.
Um réttindi kvenna.
Eftir
Matth. Jochumsson.
AMMMtv
Ég er einn hinna mörgu, sem kann flytjanda
hins gullfallega fyrirlestrs „um hagi og réttindi
| kvenna“ (Bríet Bjarnhéðinsdóttur) hinar bestu
| þakkir. Form hans, blær og frágangr miðar
ekki einungis til þess, að mæla fram með röksemd-
um hans, heldr og hans augnamiði sjálfu, réttind-
um og réttu áliti kvenna. Og hinn stilta og skyn-
samlega blæ fyrirl. tek ég sérstaklega f'ram fyrir
í þá sök, að sú hlið þessa máls hefir oftast þótt ó-
I fullkomnust og oftlega vakið vantraust og andróðr
j móti frelsisröddum kvenna — ekki síst meðal þeirra
| eiginna systra. Eins og önnur mannréttinda-mál
er þetta mál í eðli sínu þrætumál tveggja aðal-
flokka og margra minni flokka. Aðalflokkana mynda
framsóknarmenn og ihaldsmenn sin á milli, enn
hina smærri mynda menn og konur, úr báðum þeim
flokkum, út af sérstökum atvikum, misvitrum skoð-
unum, hloypidómum og svo frv. Ég skal benda
þeim, sem til þekkja, á dóma manna um frammi-
stöðu frú Collets (systur Wergelands skálds) í Noregi,
á Pauline Worm í Danmörku og á hverja kven-
frelsiskonu, sem vera skal. Flestum þeirra hefir
verið borið á brýn, að andi þeirra eða ritblær hafi
verið of æstr; að orðfæri þeirra og allr stíll hafi
orðið ósanngjarn, illkvittinn, okvenlegr. Að öðru
leyti játa allir hvorttveggja, að þetta alheimslega
frelsis- og framfaramál hafi verið sótt með
miklum skörungskap, elju og andríki, ekki einung-
is af ýmsum ágætismönnum meðal karla, héldr
engu síðr af konunum sjálfum, og að nú sé ) egar
fremr sókn enn vörn í málinu í þess miklu heild.
Enn harðla fjarri f'er því, að fullr sigr sé unninn.
Jafnrétti kvenna er mikið málefni með undra-djúp-
nm rótum og ómælilegum afleiðingum. Enn það
er enn þá spánýtt í heiminum, svo nýtt, að það er
nýfætt af höfði spekinganna. Fyrir miðja ævi
John Stuart Mills bryddi lítið á því, svo mér sé
kunnugt, jafnvel meðal hinna vitrustu og frjáls-
lyndustu manna, enda hafa hinar svonefndu frelsis-
þjóðir heimsins: Bandamenn Yestrheims og Engl-
ar og Frakkar í vorri álfu verið undarlega mistæk-
ir og glapsýnir í jafnréttismálum til þessara síð-
ustu tíma; hinir fyrstnefndu með þrælahaldið,
Frakkar undir Napoleoni þriðja, og Englar með
sínar miðaldastofnanir og forneskj ubrag í lögum
og landsvenjum samhliða hinni mestu og bestu
menning i heimi. Þar vantar enn mikið á að al-
mennings álitið í þessu máli sé vakið til hálfs,
enda á Englandi, þvi einmitt þar eru enn tveir
þriðjungar þingmanna móti kjörgengi kvenna. Það
má óhætt segja um afstöðu þessa máls, að það sé
enn á leiðinni að oýan o: frá hinum fáu vel upp-
lýstu, enn eigi afarlanga leið fyrir höndum, þang-
að til það kemr aftr (ef svo má að orði kveða) neð-
i