Fjallkonan - 08.08.1888, Page 3
8. ágúst 1888.
FJALLKONAN.
91
an frá aftr, o: að það er orðið lífsspursmál allrar
alþýðu manna. Sumum mönnum — og ég er einn af
þeim — haettir við að skoða þetta mál eins og
nokkurskonar trúarmál eða gegnum trúarinnar hug-
sjón, þar sem aðrir eða allr þorri manna mun skoða
það sem félags- og stjórnmálefni, og sumir gegn-
um einhverjar skáldlegar hugmyndir. Að skoða
menning kvenna eins og spursmál, sem snerti hið
dýpsta og helgasta atriði í heimsmentun vorra
tíma, liggr mjög nærri þeim, sem trúa á guðlega
forsjón og guðlegan tilgang í sögu vors kyns og
í stríði þess og framsókn til fullkomnunar.
Hin svo nefnda kristilega menning (civilisation)
er sumpart heiðin enn eða hverfandi aftr til he'ðni,—
alt skipulag mannfélagsins skelfr og titrar frá
neðsta grunni: af lögfestri kúgun stjórnháttanna,
af lagalausri ákefð byltingamannanna, og af eljan-
leysi og þrekleysi, lifsleiða og guðleysi munaðar-
og mentalýðsins. Og þó eru öll vopn og allar
hlífar á lofti til sóknar og varnar í framsóknar stríði
mannanna, og vissulega eru framfarirnar miklar.
Enn því meir sem þær birtast á yfirborðinu,
því meira ber á skuggahliðunum, því þyngri niðr
Ómar úr djúpunum. 011 vopn eru á lofti, enn sum-
staðar höggr sá er hlífa skyldi; í sumum löndum
er kirkjan einmitt hinn mesti þröskuldr allra fram-
fara, í öðrum hervaldið og sumstaðar auðrinn sjálfr;
sumstaðar er þjóðmenning og mannfrelsi blandað
og mengað því, sem kallað er liyper-lmltiir, eða of-
mentun, enn sumstaðar agar öllu saman, mentun
og villidómi, eins og á sér stað í Vestrheimi og
á Rússlandi. Öli vopn eru á lofti — einnig í
heimspekis- og trúarmálum, og berjast þar eða elta
hverjar aðra aðalskoðanirnar á tilverunni: rationalis-
mus, panþeismus og materialismus og kirkjutrú í
margskonar myndum. Öll vopn eru á lofti: krist-
indómsins afl og lif, hin miklu hjálparmeðul vís-
inda, þekkingar, lýðfrelsis og allra hinna ótölulegu
umbóta i stjóruarháttum, uppeldi, mentun, aðhjúkr-
un og atvinnu manna; og þó eru ótalin vopnin
— vopnin sjálf, sem reyndar eru orðin svo mikil
og mögnuð, að þjóðunum sjálfum ofbýðr; þau eru
orðin lík þeim draugi, sem ógnar þeim, er hann
magnaði. Öll vopn eru á lofti, enn virðast sljó
orðin. Eða er mannkynssálin sjálf orðin sljó? Eða
eru ekki öll vopn á lofti? Vantar enn þá eitt !
sverð í fylkingarbrjósti framfaranna — eitt valið
og vigt sverð, sem ráði úrslitum? — Vissulega má
þá spyrja: geymir ekki kvenkynið einmitt þetta
vantandi vopn? Og mun ekki þetta vopn, þetta
meðal sóknar og varnar í lífs- og framfarastríði
þjóðanna, koma þá fyrst í Ijós til fulls, þegar þjóð-
irnar hafa komið jafnrétti og allsherjarmentun
kvenna á réttan rekspöl? Vér ætlum vissulega.
(Niðrl. næst).
BOKMENTIR.
Bú nadarrit. Útgefandi Hermann Jónasson. Annað ár.
Rvík. 1887 (ísaf. prentsm.) IV-j-224 bls. 8.
Þetta rit er engu miðr úr garði gert enn í fyrra,
I og töluvert íjölskrúðugra að innihaldi. Fremst er
j „hugleiðing um landbúnað vorn íslendinga að fornu
! og nýju“, eftir Einar Ásmundsson, mjög hyggilega
j samin. Bendir höf. á hversu roiklir garpar og bú-
menn fornmenn liafi verið, og að það sé ekki land-
inu að kenna, þótt menn búi illa. Að búnaðinutn
heiir farið svo aftr síðan í fornöld kennir hann hinni
; útlendu kúgunarstjórn, og sömuleiðis sé framfarirnar
j svo dræmar á síðustu árum, af þvi stjórnfrelsið sé
af skornum skamti. Hann bendir á, hve illa sé
j notuð gæði landsins. hve illa mönnum farist viðskift-
in við náttúruna; grasið þurfi góða rækt enn fái ekki,
fénaðrinn sömuleiðis, enn í'ái ekki. Náttúran launi
eins og við hana sé gert. — 5 dagsláttr ættu að geta
fóðrað eina kú að minsta kosti. Ef hver bóndi rækt,-
aði að jafnaðartaii */so af áburðarjörð sinni mundi
landið geta framfleytt þrefalt fleira fénaði. — Þá er
„um efnahaginn og landbúnaðinn á ísl.“ eftir Sæm.
Eyjólfsson. Segir höf. að efnaliagr landsm. hafl
sjaldan eða aldrei staðið verr enn nú, nema oftir
Skaf'tárharðindin; brýnir fyrir mönnum sparneytni
1 og að liafa það fyrir búreglu, að safna meira enn
! eytt er. Ræðr til að einbýli sé á jörðum, gæði jarð-
anna (slægjulönd o. s. frv.) sé notuð upp og
j öll stund lögð á jarðabætr. — Þá eru athuga-
semdir um hfcimilisstjórn, vinnumensku og lausa
mensku eftir útgefandann sjálfan. Hann talar
[ um hve mikið stjórnleysi og agaleysi eigi sér viða
stað á heimilum, og hver skaði það sé fyrir bóndann,
I að vera bundinn við hjú sitt árið út, eða lengr enn
hann oft þarfnast, og færir höf. mörg rök að þvi, að árs-
vistarskyldan ætti að nemast úr lögum enn lausa-
menska vera heimil öllum ; einnig talar hann um hinn
ósanngjarna mismun á kaupi karla og kvenna.
— Þar næst er ritg. um súrhey eftir Torfa Bjarna-
son; um kartöflur eftir Stefán Stefánsson kand. mag.
og um búnaðarástandið í Barðastrandarsýslu eftir
útgefandann, og eru ritgjörðir þessar fróðlegar og
gefa margar góðar bendingar. Að lokuin er búnað-
arlegt yfirlit yfir árið 1887, spurningar og svör og
ráðaþáttr.
Vér ieyfum oss að mæla mcð búnaðarriti þessu
sem einhverjn þarfasta riti, er út kemr hér á landi.
Það kostar að eins 1 kr. 50 au.
Nokkur smákvæði, eftir Óliifu Sigurðardóttur, og
Ein smásaga snúin úr dönsku. [Rvík, Íí kostn. höf. i prsin.
Sigf. Eym. og Sig. Jónss.] 1888. — 72 bls. 18mo. [50 au. í bök-
versl. Sigf. Eym.].
t»e8si tíð erekki ljóðagerðartíð; fáir yrkja og enn færri vilja
lesa ljóðmæli. t>ví er liætt við, að þessi litla bók verði lítið
keypt og lesin, því fremr sem efnið er alt injög einþætt — alt
um ólukkulega ást, og það er ekki sérlega nýstárlegt efni. Og
þó liefir þetta kver sitthvað til þess, að það ætti að verða keypt
og lesið. Ólöf Sigurðardóttir hefir óneitanlega skáld-æð; þótt
efnið sé tilbreytingalitið og ekki nýtt, og þótt blærinn beri helst til
steingrímskar stælingar-menjar víða, þá verðr því ekki neitað,
að þessi fáu ljóðmæli hafa þó neistann, sem skilr skáldskap frá
leirburði. Því er þetta og í fyrsta sinn, sem kvenmaðr gefr út
skáldskap eftir sig hér á landi [„Stúllcuu Júlíönu tei ég til leir-
burðar, enn ekki til skáldskapar]. Leirskáld kveða ekki erindi
eins og þetta t. d.:
Dýpsta sæla’ og sorgin þunga
svífa hljóðlaust ytír storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
tárin eru beggja orð.
Eða þetta:
Þótt skelfi mig stormsins hið æðandi afi,
jeg elska þó valdið hans stríða;