Fjallkonan - 18.08.1888, Side 1
Kemrót þrisvar &mán-
uði, 36 blöð um árið.
Arg. kostar 2 kr. og
borgist fyrir júlílok
(ella 3 kr.).
FJALLKONAN
■
Afgreiðslust. og
skiifstofa er 1 húsi K.
Sigurð9sonar og Magn.
Benjatnlnss., nasst fyrir
austan „hótel ísland“.
'24. BLAÐ. REYK.TAVÍK, 18. ÁGÚST 18H8.
Til Þingvallarfundar eru kosnir. auk þeirra,
er áðr er getið: i Snæfellsnessýslu síra Stefán :
Jónsson í Hítarnesi, í Isafjarðarsýslu Skúli sýslu-
maðr Thoroddsen og séra Þorsteinn Benidiktsson
á Rafnseyri, í Norðrþingeyjarsýslu Árni bóndi í
Árnason í Höskuldarnesi á Sléttu, í Norðrmúla- |
sýslu Sveinn Brynjólfsson veitingamaðr á Vopna-
firði og Jón bóndi Jónsson á Sleðbrjót, í Árnessýslu
síra Jón Steingrímsson og sira Magnús Helgason,
í Reykjavík Björn Jónsson ritstjóri, í Suðrmúla-
sýslu síra Páll Pálsson og Gruttormr búfræðingr.
Stjóriimálafuiidr í Reykjavik. Laugardags-
kveldið 11. ágúst hélt málflutningsmaðr Páll Briem
fyrirlestr um stjórnarskrármálið. Áheyrendr vóru J
full ‘200. Með því að bæði „Þjóðólfr“ og „ísafold“
flytja ágrip af fyrirlestri þessum, væri það að bera
i bakkafullan lækinn, að drepa hér á meira enn
fáein atriði í þessum fyrirlestri. Aðalstefna fyrir-
lestrarins var að hrekja örvæntingarhugmyndir síra
Þórarins Böðvarssonar í stjórnarskrármálinu, sem
komið hafa fram í greinum hans í ,.Isafold“. Sagði
ræðumaðr, að Islendingar ættu að vera öruggir og
vongóðir um sigr i þessu máli; kröfurnar væri svo I
hóflegar og mótspyrnan frá hálfu stjórnarinnar
ætti ekki að vaxa mönnum í augum. Aðalkröfur
vorar væri, að vér vildum tryggja rétt Islands í
þess sórstöku málum með því að ákveða, að kon- |
ungr skyldi vinna eið að stjórnarskránni; að vér I
vildum ákveða ábyrgð stjórnarinnar og tryggja hana
með því að skipa landsdóm hér á landi; að vór
vildum fá innlenda, þingbundna og jafnframt kraft-
mikla stjórn. — Gegn kröfunni um eið konungs
hefði engin mótbára komið fram, enda væri hún
samkvæm stjórnarfrumvarpinu 1867. — Móti því
að landstjórnin ætti að bera ábyrgð fyrir þinginu, j
hefði stjórnin heldr ekki haft, enn sagt það að eins
um laudsdóminn, að hann væri skerðing á dóms-
valdi hæstaróttar, sem ákveðið er í stöðulögunum,
enn það væri ekki meira að draga ráðgjafa-ábyrgð-
mál. er væru svo fátíð, undan hæstarétti, enn bæði
öll landamerkjamál og mikinn fjölda smámála, eins
og nú eru lög til. — Aðalmótbáran á þinginu gegn
hinu nýja stjórnarskrárfrumvarpi væri sú, að það
svifti konung framkvæmdarvaldi og fengi það í
hendr landstjóranum, enn þess bæri að gæta, aðþað
sem einhver léti gera fyrir sína hönd, væri sama
sem hann gerði það sjálfr. Sú mótbára hefði heldr
ekki heyrst frá dönsku stjórninni; þvert á móti
hefði stjórnin 1867 sjálf lagt það til, að vér fengj-
um innlenda landstjórn i likri mynd og vér höld-
um nú fram. Yæri því líklegt, að konungr mundi
láta að óskum vorum, ef hann ihugaði málið af
nýju-.
I síðari hluta fyrirlestrarins benti ræðumaðr á
önnur lönd, sem standa í viðlíka sambandi við riki
þau, er þau heyra, og vér viljum að Island standi
í við Danmörku. Fyrst og fremst Canada, þar
sem landstjóri hefði enda meira vald enn ætlast
væri til að landstjórinn á Islandi hefði. Þar næst
talaði hann um Norðmannaeyjarnar bresku i sund-
inu milli Frakklands og Englands, er hefði fulla
sjálfstjórn, bæði í löggjöf og frainkvæmdarvaldi,
þó þær að nafninu lytu Etiglandi. Þær væru álíka
fjölmennar og Island (87,000). — Að endingu kvaðst
ræðumaðr vona hins besta sigrs í þessu máli.
Á eftir fyrirlestrinum var fundr settr og Þorl.
Ó. Johnson fundarstjóri. Talaði þá Þorleifr Jóns-
son ritstjóri nokkur orð um stjórnarskrármálið yfir
höfuð og mótspyrnuna gegn því og endaði ræðu
sína með þessum orðum: „Burt með hiua ónýtu
og óþjóðlegu útlendu stjórn!“ Þá tala.ði Jón Ólafs-
son alþingismaðr langt erindi og snjalt um sama
efni, og sórstaklega til Reykvíkinga, og áminti þá
um að reka nú af sér sliðruorðið i stjórnarskrár-
málinu og fylgja því drengilega fram með kosn-
ingu til Þingvallafundar. Fór hann nokkruin orð-
um um, hve illa þeim hefði að undaníoruu tekist kosn-
ingar þingmanna sinna. Að lokum talaði Guðlaugr
kand. Guðmundsson á víð og dreif um sarna aðal-
efni.
Kjörfundr í Rvik. Samkvæmt boði þingmanns
Reykvíkinga, Dr. J. Jónassons, var fundr haldinn í
leikfimishúsi barnaskólans til að ræða um, hvort
senda skyldi fulltrúa úr Reykjavík á Þingvallafund,
og kjósa hann, ef sá væri vilji fundarmanna. Fund
þenna sóttu 50—60 kjósendr og 30—40 menn aðrir.
Þingmaðrinn, Dr. Jónassen, lýsti yfir skoðun sinni
á stjórnarskrármálinu, og kvað engar líkur til, að það
ynnist, enda stæði hin núgildandi stjórnarskrá ekki
þjóðinni fyrir framförum i neinu tilliti. Lagði hann
það til, að Reykjavík ætti helst engan þátt í þessum
Þingvallafundi, enn að endingu kvaðst hann þó ekki
vera því mótfallinn, að kosinn væri maðr á
Þingvallafund til að fylgja því tram, að
konungi yrði sent ávarp og þess farið á leit, að
stjórnin legði fyrir næsta alþingi endrskoðað stjórn-
arskrárfrumvarp, er tæri svo nærri þörfum og kröt-
um þjóðarinnar sem fært þætti.
Fundarstjóri var prestaskólakennari sira Þór-
hallr Bjarnarson.
Páll Briem kvað það gleðja sig, að þingmaðrinn
væri þó ekki á móti því, að Reykvikingar kysi
fulltrúa á Þingvallafundinn, og kvaðst ekkert hafa á
móti ávarpstillögunni, er væri vel til fallin, af því
að svo stæði á, að konungr héldi ríkisstjórnarafmæli
sitt í haust.
Jón Ólafsson hélt því næst alllanga ræðu. og
mótmælti skoðunum þeim pr þingmaðrinn hafði látið
í ljós á málinu yfir böfuð. Þingmaðrinn svaraði því
engu, enn þá tók til máls W. Ó. Breiðtjörð kaup-
maðr, og mælti í mót endrskoðun stjórnarskiárinnar með
fáum orðum. Önnur mótmæli komu ekki fram af
hálíu mótstöðumanna endrskoðunarinnar. enda kom
það í Ijós við atkvæðagreiðsluna, að fundarmenn vóru