Fjallkonan - 18.08.1888, Side 2
94
FJALLKONAN.
18. ágúst 1888.
að kalla í e. hlj. fylgjandi stjórnarskrárendrskoðuninni,
því að það var samþykt með 52 atkv. (þar á meðai
atkv. þingmanns Rvíkr) gegn 4, að senda fulltrúa á
Þingvallafund. Björn Jónsson gat þess á fundinum,
að skorað hefði verið á sig að taka raóti þessari
kosningu og væri hann fús til þess. Var hann síðan
kosinn með 47 atkv. Aðrir hlutu ekki atkvæði.
Tíðarfarið á Suðrlandi hefir um langan tíma
verið hið blíðasta, er menn muna. Að norðan er
að frétta þerritíð, þar til seint i júlímánuði, hita
á daginn enn kulda á nóttum, sem hefir hnekt
grasvextinum.
Hafísinn var er siðast fréttist, fyrir norðaustr-
landinu, skamt frá landi.
Verslunarfréttir. Illa er enn látið af fiskverðiuu á Spáni,
eða engu betr enn að undanförnu. — Norðmenu bjóða í stóran
saltfisk frá Faxaflóa í ágúst og september 37 kr., enn seljendr
vilja fá 38. í Khöfn er eftirspurn eftir smáfiski, og er þar
gefin 417-2 kr. fyrir fallegan smáfisk vestfirskan. Fyrir stóran
saltfisk vestíirskan hafa fengist 443/4 kr. og fyrir vestfirska ýsu
38 kr.
Sunnlensk ull var á Englandi á 56 au., enn seljendr vildu
fá 58 au.
Oufuskipið „Princess Alexandra" kom hingað 11. þ. m.
í stað „Copelands" eftir hestum Slimons. Fór aftr 13. þ. m.
til Skotlands með 400 hesta.
„Copeland" strandaði 24. f. m. sem getið var í síðasta bl.
Fólki varð bjargað og meiri hluta liestanna; um hundrað hestar
fórust.
Mannalát. Hinn 13. þ. m. andaðist að Marbakka á Akra-
nesi uppgjafaprestr Helgi Sigurðssou, síðast prestr á Melum í
Borgarfirði. Hann er fæddr 2. ágúst 1815, og var faðir lians
Sigurðr Helgason dannebrogsmaðr, er lengi bjó á Jörfa á Kol-
beinsslaðalirepp. Helgi gekk í Bessastaðaskóla og útskrifaðist
þaðan 1840, sigldi þá til háskólans og tók þar tvö lærdóms-
próf; stundaði síðan læknisfræði nm hríð og gekk eiunig á
listaskólann (kunstakademiet) í Khöfn og uain dráttlist 0. fl.
Haun lærði eiunig fyrstr íslendinga ljósmyndagerð, eins og þá
tiðkaðist, eftir aðferð Daguerre’s. Hann hætti við læknifræðis-
náinið og fór hingað til lands og bjó síðan mörg ár á föðurleifð
sinni Jörfa. Prestvígðist 26. ágúst 1866 til Setbergs; fékk
Mela 9. mars 1875, og sagði af sér prestskap haustið 1883. —
Síra Helgi var gáfumaðr og fjölhæfr, enda lagði margt á gjörva
hönd; hann var meðal annars góðr smiðr bæði á tré og málma.
Með réttu má telja hann einn af stofnendnm forngripasafnsins
í Reykjavík, enda mun hann hafa einna fyrstr ísleiidinga orðið
til að safna forngripum. Eftir liann eru ýmsar ritgerðir í blöð-
um, uokkrar ritgerðir í haudritum, þar á meðal rímnahátta-
lykill, sem telryfir 2000 bragháttu (200 segir í doktorsdíspu-
tazíu Jóns Þorkelssonar í Khöfn) og auk þess nokkuð af upp-
dráttum og myndum af einstökum inönnum.
Dáin í f. m. merkiskona Steinvör Skúladóttir
a5 Lækjamóti í Víðidal, ekkja Jóns Sigurðssonar
jarðyrkjumanns á Lækjamóti og móðir Sigurðar
bónda þar, um áttræðisaldr.
Svðrþingeyjarsýsln, 5. ágúst. „Loksins batnaði veðráttan
1. júni, eftir þessi óttalegu vorharðindi, sem eru víst nálega
dæmalaus. Fjárhöld urðu þó allgóð hér í Snðrþiugeyjarsýslu,
því hey vóru mikil. Frá 13. júuí til 27. júli kom ekki deigr
dropi úr lofti; vóru ýmist ákaflega mikil nætrfrost eða miklir
hitar og oftast sólskin. Jörð, einkum harðlend tún, skrælnaði
því mjög, og sumstaðar svo, að eigi verðr reynt að slá túnin.
GrasVöxtr er víða lítill mjög. — Heyskapr byrjaði frá 10.—20.
júlí. Var víðast slegið fyrst í útliaga, enn nú eru tún nýsleg-
'in og töður mestallar úti, því enginn hefir þerrir verið sið-
an 26. júli. — Fiskafli hefir verið uær euginn á Skjálfanda
þangað til í gær; þá vóru 40 til hlutar á Húsavík af vænum
fiski að sagt er. — Um versluu hefir eigi verið að tala í sum-
ar. Á Húsavík hafa svo sein engar vörur komið, því skip það,
er átti að færa vörur til Orum & Wulfs versluuar snemma i
vor, er ókomið enu; enn eitthvað lítið af vörum kom nú fyrir
skömmu til þeirrar verslunar á öðru skipi. Predbjörn lausa-
kaupmaðr hefir og verið um hríð á Húsavik. Ull kaupa þeir
á 55—65 aura eftir gæðum; um aðra íslenska vöru er hér varla
1 að tala á þessum tima; smjör gengr á 45 aura og hálfsokkar
! á 20 aura; enn eigi er sum útlenda varan að sama skapi verð-
1 lág; kaffi er t. d. á 90 aura. — Hafísinn og vorharðindin leika
oss grátt í mörgu tilliti, og er það ekki síst tilfinnanlegt, að
vera þannig útilokaðr frá öllum verslunarviðskiftum besta hluta
í ársins. — Hagr manna er yfir böfuð slæmr, enda er furða, iive
leugi almenningi í þessu héraði endist þróttr til að verjast
I fullkomnu falli, svo sem hallærisláui og slíkum örvæntingar-
j ráðum".
Stjórnarskrármálið
og
Þingvallafundrinn.
Þessa dagana koma hingað til Reykjavíkr íull-
j trúar úr ýmsum kjördæmum landsins, er sendir eru
til að mæta á fundinum á Þingvelli á mánudaginn
kemr til að ræða um stjórnarskrármálið.
Þjóðin heíir sýnt þá rögg af sér, að lýsa enn af
nýju yíir vilja sínum í þessu máli.
Nýr þjóðvilji er kominn til sögunnar; enn liann
er ekki nýr að því leyti, að þjóðin hafi í neinu breytt
kröfum sínum.
Kosningarnar hafa fallið þannig, að íulltrúarnir,
i að einum undanskildum, munu verða með endrskoð-
un stjórnarskrárinnar.
Gleðilegt er það, að þjóðinni endist svo vel þol
og kjarkr til að halda áfram máli þessu, þar sem er
við svo ramman reip að draga: efnahagrinn hinn bág-
asti, er verið hefir um langan aldr, og stjórnin danska
og embættismennirnir, er lienni fylgja, ótilleiðanlegri
i og stirðari viðfangs, enn nokkru sinni fyr í stjórnar-
i baráttu vorri.
Héðan af mun eigi þurfa að efa, að máH þessu
verði haldið áfram þar til stjórnin verðr að mestu
eða öllu leyti við kröfum vorum. Vilji þjóðarinnar
! er einbeittr í þessu máli; allir eru orðnir sannfærð-
ir um það, að það sé lífsspursmál þjóðarinnar, að liafa
stjórn sína í landinu með ábyrgð íyrir alþingi, og að
1 þá fyrst sé verulegra framfara að vænta af löggjöf
og stjórn; þá fyrst sé von um viðrétting atvinnu-
! vega og verslunar i landinu.
Það er ekki langt síðan vér sáum skýrt. dæmi
! þess, hve gott er að búa við ábyrgðarlausa stjórn,
er embættismaðr einn sóluudaði landsfé svo tugum
þúsunda skifti, enn engar bætr fengust á. Slíkt getr
I komið fyrir oftar, meðan stjórninni er skipað eins
! og nú.
Slík dæmi vekja alþýðuna, ef hún er ekki vökn-
uð áðr.
Það mætti furðu gegua, ef vér íslendingar bær-
um enn ekki alment skyn á höfuðsannindi frjálsrar
| stjórnarskipunar, værum enn eigi komnir til þeirrar
meðvitundar um almenn maunréttindi, að vér fynd-
! um hve óeðlileg sú stjórn er, sem vér eigum við að
búa. í íull 50 ár heíir stöðugt verið ritað um sjálf-
stjórnarmál íslands i blöðum og tímaritum, og hefir
þjóðinni skilist sú kenning enn betr íyrir þá sök, að
: endrminning þjóðveldisius í fornöld lifir í hvers manns
liuga.
Hvernig getr þá danska stjórnin og fylgiíiskar
hennar imyndað sér, að alþýða hér á landi hafi enga
! skoðun, engan vilja i stjórnarskrármáiinu, heldr só
það alt tómr undirróðr og æsingar fáeinna manna?