Fjallkonan


Fjallkonan - 05.09.1888, Page 2

Fjallkonan - 05.09.1888, Page 2
102 F JALLKON AN. ö. septbr. 1888. skap og mannúð einhvers manns, þykir rétt að miða við það, hversu hann reynist þeim er undir hann eru gefnir; sá er t. d. kallaðr góðr húsbóndi, er fer vel með hjú sín; enn sá sem breytir illa við þau, og yfir höfuð hver sá, sem leg.st á lítilmagn- ann, getr trauðla haft góðan mann að geyma. A sama hátt getr sú stjórn engan veginn góð kallasti sem kúgar hinar lægstu stéttir mannfélagsins eða einhvern hluta þegnanna, og af slikri stjórn er einkis góðs að vænta, meðan hún bætir ekki ráð sitt. Yér skulum nú bregða oss i einn afkyma danska rikisins, þar sem heima á hinn fámennasti og fátækasti þjóðflokkr, er danska stjórnin hefir yfir að ráða, og sem stendr á lægstu stigi í and- legri og líkamlegri menning. Það eru vesalings Grrænlendingar. Grænland er næst Islandi allra landa, og hið eina land, er numið hefir verið af íslendingum. Það er þvi líklegt, að íslendingum þyki fróðlegt að fregna þaðan úr landi, sérstaklega um það, hvern- ig danska stjórnin breytir við þessa aumustu þegna sína. Á Grrænlandi er enn einokunarverslun, eins og fyrrum var hér á landi sorglegrar minningar, enn þó miklu harðúðugri. Þangað mega eigi sigla önnur kaupför enn þau, er heyra til grænlensku einokunarversluninni, sem rekin er á kostnað danska ríkisins. Onnur skip inega að eins fara til bygð- arinnar Ivigtut, þar sem kryolit-námurnar eru, og þó með því skilyrði, að þau flytji eugar aðrar vör- ur burt enn kryolít, og allra síst farþega, og er þessa stranglega gætt. Kaupförin mega heldr ekki flytja neinn Grænlending iir landi, nema með leyfi stjórnarinnar. Grænlendingar eru þannig að lögum bundnir við fæðingarþúfu sína; þeir eru i svipaðri jarð- festuánauð og danskir bændr vóru í fyrir 100 ár- um, og verri þó, því að í Danmörku vóru bændr að lögum lausir um fertugt, enn á Grrænlandi er ánauðin ævilöng. Stjórnin tekr reyndar stöku Girænlending til að kenna þeim verklegt nám, einkum trésiníði og tunnusmíði, enn þeir eru fluttir heim aftr og hafð- ir í þjónustu grænlensku verslunarinnar ævilangt. Ef útlendingr kvongast á Grænlandi innlendri stúlku, lendir hann að nokkru leyti í sömu fordæm- ingunni, og verðr að skilja eftir konu og börn ef hann vill fara úr landinu, nema sérstakt leyfi komi til, sem örðugt er að fá. Hvers vegna hafa Danir lagt þetta tjóðr á Grænlendinga? Til þess að geta einir setið að krásinni, til þess að geta einir og óhindraðir rekið einokunarverslunina sína. Þessu geta þeir haldið áfram meðan nokkur Grænlendingur er uppi. Vér skulum nú drepa litið eitt á landið og lifernishætti íbúanna. Sá hluti Grænlands, sem hinar dönsku nýlend- ur eru í, nær frá 60. norðrbreiddarstigi til hins 73., eða er um 200 mílur á lengd. Skip geta að eins gengið að vestrströndinni; við austrströndina er sífeldr is; miðhluti landsins er tómir jöklar, er viða ná í sjó fram beggja megin. Þrjá mánuði af árinu er sólbráð, og þetta er vorið, sumarið og haustið á Grænlandi. Enn ekki er hitinn meiri enn svo um sumartímann, að venjulega er frost í forsælunni. Á | vetrum er kuldinn svo mikill, að kvikasilfrið frýs (yfir 30° R.). Árið 1883 vóru í þessum bygðu héruðum Græn- ; lands 9,844 íbúar. Fólkið fækkar ár frá ári. Húsakynni Grænlendinga eru kofar, hlaðnir úr grjóti með moldarlögum eða mosa á milli, með j flötu þaki á röftum. Dyr eru svo iágar, að skríða verðr inn um þær. Koíárnir eru oft um 20 fer- : hyrndar álnir að inuanmáli, og sofa heimilismenn í öðrum helmingi kofans með hundum sinum. Hús- gögn eru þar að kalla engin, nema einskonar lamp- sem ljósfæri, ofn og eldunaráhöld. Aðalatvinnuvegr Græniendinga er selveiðar með skutli. Á sumrin fara Grænlendingar á bát- um sínum langt frá landi til útskerja, þar sem selrinn hefst við. Bátarnir eru tvenskonar, kven- bátar og „kajakkar", gerðir úr selskinni. Kajakk- arnir eru að eins fyrir einn mann, enn á kvenbát- unum geta verið fleiri. Þegar Grænlendingar eru í veri, hafa þeir ekki annað skýli enn þeir hvolfa yfir sig stærri bátunum. Ef selveiðin bregst vegna ísa eða óveðráttu er oftast hungrsneyð fyrir dyrum. (Framh. næst). Fóðrbirgðamálið. Eftir Björn Bjarnarson búfræðing. Eins og tekið hefir verið fram í „Fjallkonunni“, er það eigi fjarri vegi að ræða um fóðrbirgða- tryggingarmálið í blöðunum nú á milli þinga; því það má hér um bil eiga víst, að það verðr „tekið fyrir á hverju þingi“ þangað til það nær fram að ganga, eftir loforði framsögumannsins í þvi máli í neðri deild í f.sumar (P. Br.). sem vonandi er að verði gamall þingmaðr. Enn það vil óg vona, að hann haldi eigi alt of fast við það form, sem mál- ið var borið fram í á þingi í f.sumar, og sem hann einnig hefir haldið fram i „Þjóðólfi", því ég er hræddr um að það só eigi heppilegt. Hér skal óg eigi fara frekar út í málið í heild sinni i þetta skifti. Að eins vil ég taka það fram, að ég hefi bestu trú á heyásetningum, sem sóu alveg frjálsar og óþvingaðar ráðleggingar og leiðbeiningar reyndra og gætinna búmanna, hinna liklegustu í hverri sveit, og vil ég að bændr eigi jafnan kost á slík- um ráðleggingum, enn sóu sjálfráðir að þvi, hvern- ig og að hve miklu leyti þeir færa sór þær í nyt; þvi ég er þess fullviss, að menn munu með timan- um venjast, við að hagnýta sér þær róttilega. Á sama hátt er ekkert á móti því, að þar sem menn vilja reyna að koma upp forðabúrum á sama hátt með frjálsum samtökum. geti það haft góðan árangr; enn ég hefi óbeit á öllum þvingunarmeðulum í þessu máli. Hr. Páll Briem segir reyndar, að í frumvarpi atvinnuveganefndarinnar hafi að eins verið farið fram á lieimildarVög; enn til hvers? Þar sem menn koma sér alment saman um, að hafa heyásetning og forðabúr, þarf eigi sérstakrar laga- heimildar við, enn hana þarf til að geta dregið þá með nauðuga, sem eigi vilja verða með af frjálsum

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.