Fjallkonan


Fjallkonan - 29.09.1888, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 29.09.1888, Blaðsíða 2
110 F JALLKON AN. 29. septbr. 1888. lögboðin þar. í mörg ár hefir prentsmiðja verið í Godthaab, og Grrænlendingar hafa talsverða bóka- gerð; það eru ekki guðfræðibækr einar, heldr al- þýðlegar fræðibækr og ýms smárit, er innlendir menn hafa samið og gefið út. Síðan 1861 hefir tímarit komið þar út, sem heitir „Atuagagdliutit, nalinginarnik tusaruminasassunik univkat“ (þ. e. „til lestrs, frásagnir um ýms skemtandi efni“). Ritstjórinn er kynblendingr, og heitir Lars Möller; hann er jafnframt prentari og dráttlistarmaðr og sker sjálfr myndir í tímaritið. Grænlendingar eru mjög hneigðir tll söngs og læra sönglög norðrálfumanna og gera sjálfir texta við þau. Allir útlendir ferðamenn bera Grænlendingum vel söguna, segja þá ráðvanda, iðna og þrautgóða. Hinum heiðnu Eskimóum er viðbrugðið fyrir ráðvendni; hafa þeir þó alls engan átrúnað og eng- ar lagasetningar að hegða sér eftir. Það má telja víst, að Grrænlendingar ættu góða framtið fyrir höndum, ef danska stjórnin slepti þeim úr verslunar og bólfestu ánauðinni. Þeir mundu brátt læra að færa sér verslunarfrelsið í nyt, hag- leikr þeirra mundi þá koma þeim að góðu haldi, og þeir mundu betr geta stundað veiðiskap sinn; þeir mundu ef til vill leita burt til byggilegra landa, enn hafa að eins verstöð á Gfrænlandi. Menn kunna að segja, að Grænlendingar hafi ekki þann þroska, er þarf til að geta notað sér verslunarfrelsi, og að það mundi verða þeim hefndargjöf; sama var sagt um Islendinga bæði þegar einokuninni var létt af og eins þegar versl- unin var látin alveg laus; þetta hefir reynst svo um sumar viltar þjóðir, enn mun víðast hafa verið að kenna eftirlitsleysi landstjórnarinnar. Svo mikið er víst, að fari hinu sama fram, og Danir haldi enn um mörg ár áfram einokunarversl- un sinni á Grrænlandi, er eigi annað sýnna, enn að þessi litli þjóðflokkr veslist upp meir og meir og hverfi úr sögunni áðr enn langt líðr. Það er fróðlegt að bera saman meðferð Eng- lendinga og Dana á útlendum þeirra. Englend- ingar eiga flestar og stærstar útlendur allra þjóða, enn þeir gera þeim að kalla öllum jafnt til, manna þær upp og veita þeim fullkomna sjálfstjórn, svo að þær mega heita óháðar heimalandinu. Danir eigna sér að eins Island og Grænland auk minni eyja. Hvernig hafa þeir farið með oss Islendinga ? Yér höfum nú athugað, hve mannúðlega þeir fara með Grænlendinga enn í dag. Hjá dönsku stjórn- inni „lifir andinn æ hinn sami“, þó kraftarnir þverri og smámsaman saxist á limina hans „Sören- sens“. Geta menn nú ætlast til, að sú stjórn, sem er svo fastheldin við fornar einveldiskreddur, að hún heldr hinum lítilmótlegustu af þegnunum í ból- festutjóðri og undir verslunareinokun, muni góð- fúslega veita öðrum hluta þegnanna fullkomna sjálfstjórn og innleiða þingræði eftir breskri fyrir- mynd? „Geta menn lesið fikjur afþyrnum eða vinber af þistlum ?“ Það er ekki að furða þótt seigt gangi að fá dönsku stjórnina til að veita Islandi fulla sjálfstjórn, ekki að furða þótt nýja stjórnarskrármálið fái dauf- ar viðtökur hjá stjórninni. Menn segja. ef til vill, að ólíkum sé saman að jafna, Eskimóum og Islendingum; Islendingar hafi söguleg réttindi o. s. frv., enn Eskimóar ekki. Enn samkvæmt hinu helga lögmáli náttúru- réttarins verða allar þjóðir að metast jafnréttháar, hvort sem eru Islendingar eða Eskimóar. Tyrkir eða Gyðingar, hvítir menn eða svertingjar. Og þeim, sem skilja ekki þessa setningu eða telja öðru máli að gegna um rétt íslendinga enn Grænlendinga, getum vér að endingu sagt það, að Danir leggja Islendinga sem þjóð að jöfnu við Eskimóa. Það hefir Danskrinn sjálfr sagt oss ný- lega firir1 munn spámannsins Tryggva Gunnars- sonar í Isafold. Verum samt vongóðir. „Allir dagar eiga kvöld, eins um Dana fer nú völd“. Kafli úr sunnudagsprédikun, er prestr einn á Suðrlandi lluttj fyrir skömmu. --------„Hið mesta tjón og undir eins hin stærsta synd, er forfeðrum vorum varð á, var sú, er þeir höfnuðu þjóðfrelsi því. er guð liafði gefið þeim og gerðu sig að konungsþrælum. Undrist ekki, góðir bræðr, þótt ég nú sem oftar vitni til sögu lands vors, því að í sögunni er fólgin þjóðreynsla vor, og er hvorttveggja, að ég liygg það fólk lítt fallið til framfara, sem ekki gefr gaum að undanfarandi reynslu sinni, enda er óefað, að margan þarfan siðalærdóm má af sögunni nema. Yér segjum þá, að forfeðr vorir liafi mikla synd framið. er þeir höfnuðu frelsi sínu. Ef vér viljum meta stærð einnar syndar, þá getum vér það best með því. að skoða afleiðingar hennar; ef vér sjáum syndahegninguna. getum vér af henni ályktað um stærð brotsins. Nú er kunn- ugra enn frá þurfi að segja, að vér líðum hegninguna enn í dag; vér berum gjöld þess enn í dag, að for- feðrnir höfnuðu frelsinu á 13. öld. og vér höfum sem þjóð úttekið eymd og undirokun og aftrför í fylsta mæli alt til þessa. Hvílíkr ódæmaglæpr má sá vera, er ein kynslóð manna, sú er til vann, fær ekki und- ir risið, heldr þarf margar aldir og kynslóðir til að afplána? Hið sanna er, að veraldarsagan vottar þrá- sækilega, að engin synd vinnr til slíkrar hegningar sem burtskúfun frelsisins, og veldr vitanlega það, að það er ekki burtskúfun neinnar einstakrar dygðar eða dáðar, því að það væri sök sér, heldr er það burtskúfun sjálfs hæfileikans til að fremja nokkra dygð eða dáð. Þessi sannindi hafa landsmenn vorir enn tæplega sett sér fyrir sjónir. Að hætta að ann- ast málefni sjálfs sín og varpa þeirri umhyggju upp á aðra, er að álíta sem sérstaka blindni, heimsku og ónáttúru. Það er þá í stuttu máli að segja, eftir vitni allrar mannkynssögu, að burtskúfun frelsisins, burtskúfun sjálfsforræðis og sjálfsstjúrnar, er synd, sem breiðir náttmyrkr volæðis yfir lönd og lýði, ytir þúsundir og miljónir manna, yfir alda og óborna, verkar eigi að eins spilling einnar kynslóðar, heldr 1) firir=per rita ég ekki með y. — Bitstj.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.