Fjallkonan - 29.09.1888, Page 3
29. septbr. 1888.
FJALLKONAN.
111
verkar frá kyni til kyns, ofrselr menn fáfræði og
löstum, lamar dáð og drengskap þeirra, svæfir þá og
gerir þá arma og auma, hugsunarlausa og liuglausa.
— Ég hefi kveðið ríkt að orði um synd þessa, enn
það er til að vekja athuga manna á því, hver dýr-
gripr þjóðfrelsi muni vera, og til þess jafnframt, að
gera mönnum skiljanlegt, hvernig það atvikast, þeg-
ar þjóðir falla úr sögunni og dragast niðr í eymd og
ómensku og ná sér ekki um langan aldr. Menn mega
ganga að því vísu, að slíkt verðr ekki nema til þess
dragi áhrifamiklar orsakir og einkannlega sjálfskap-
arvítin, sem verst eru. Enn menn kunna að vilja
spyrja: hvernig gat einn ytri viðburðr, ein stjórnar-
breyting haft slíkar afleiðingar? Enn svarið hlýtr
að verða: hið ytra er ávalt búningr liins innra; liinn
ytri viðburðr var óumfiýjauleg afleiðing innri viðburð-
ar og einmitt þess vegna hlaut hið ytra frelsi að
glatast, að útgert var um hið innra, hið andlega
frelsi. Að sönnu skal ég játa, að konungseinveldi
er skaðlegr hlutr, og víst man ég eftir orðum ritn-
ingarinnar, er segja, að guð hafi gefið Israel Sál kon-
ung í bræði sinni, enda er sagan margsinnis vottr
að því, hversu einvaldsstjórnin hefir reynst banvæn;
----------enn samt vil ég segja, —---------------að höf'uð-
freisistjón forfeðra vorra var fólgið í því að þeir höfðu
undirokast af löstum og glæpum".
Hvorn veginn á ég aö fara?
Þannig spyrja án efa margir, sem ókunnugir
eru öllum þeim villigötum, sem tíðum liggja út ur
aðalþjóðvegunum hér nm land. Menn skyldu í-
mynda sér, að hinar nýju vegabætur gerðu vegina
glöggari og graiðari yfirferðar; hið fyrra er víða
hvar þvert á móti. Eins og öllum er kunnugt, er
nú i seinni tið miklu fé varið hér til vegabóta,
sem er mjög þarflegt og hrósvert; enn að það komi
að fullum tilætluðum notum, er næsta efasamt (án
þess að nefna það, hvernig vegagerðin sé af hendi
leyst, það yfirlæt ég til þeirra, sem meira ferðast
og betr þekkja); orsökin er sú: Nýju vegirnir
sem verið er að leggja, og sem stundum, sökum
fjárvöntunar, standa hálfbúnir í fleiri ár, eru oftast-
nær ekki lagðir eftir hinum gömlu; heldr byrja
þar og þar út úr hinum gömlu, og beygjast þá þeg-
ar í aðra átt, til að ná beinni stefnu; ég vil sem
eitt dæmi nefna veginn upp úr Seljadalnum, yfir
Mosfellsheiði austr á Þingvelli. Nýi vegrinn liggr
fyrst hér um bil í suðr, enn hinn gamli í austr,
án þess þar sé nokkur leiðarvísir hvom veginn eigi
að fara; það er nú sök sér, því að þar sést nýi
vegrinn svo greinilega út úr hinum gamla; öðru
máli er að gegna, þegar komið er austan Mosfells-
heiði, og fara skal út ánýjaveginn; þar er ómögu-
legt fyrir ókunnuga að vita hvorn troðninginn á
að fara, til að komast rétta leið. Þar sem svona
stendr á, sem mun vera mjög víða hér á landi,
væri nauðsynlegt, að settar væm upp stangir á
vegamót.um með áritaðri leiðbeiningu, hvorn veg-
inn ætti að fara; það er mjög undarlegt, að aldrei
skuli hafa verið minnst á þetta; ég hef þó marg-
oft heyrt ferðamenn segja, að þeir þar og þar hafi
komist í ógöngur af villuleiðandi vegum, bæði í
héruðum og á fjallvegum. — Það væri án efa
þarfara, að okkar ísleusku svo kölluðu framfara-
menn, bentu á ýmislegt sem ábótavant er, og setn
við erum megnugir að bæta úr, heldr enn að
teyrna í blindni íslenskan almúga inn í ónauðsyn-
legar og kostnaðarsamar pólitiskar flækjur, sem
seint verðr greitt úr1 2.
Reykjavtk, 1. september 1S88.
W. Ó. Breiðfjörd-.
*Jón Þorkelsson (ýngri): i’m islenzkan skillilsknp
á 15. og: 1(5. öld. (Oni Digtningen paa Islainl i det >5. og 16.
Aarhuudrede). Khöfn, 1888.
Á bls. 130—132 tekur höfundurinn vel og örugglega mtU-
stað ríinnakveðskaparins og mötmælir Jónasi Hallgríinssyni,
sem reit á móti honuin í Fjölni og ætlaði að eyðileggja hann;
hafa suinir apað þetta eptir Jónasi. Enn það er sitt livað:
] skáldskapur og skáld. Skáldskapurinn sjálfur er ekki víta
verður fyrir það, þótt sumir yrki illa. Ætti menn að heimfæra
last um rímnakveðskap upp á aðrar skáldskapar-tegundir, þá
mætti og eyðileggja allan sálmaskáldskap, af því sum sálma-
skáld eru leirskáld, og þauuig mætti fara með allt. Rímur eru
ekkert anuað en episk kvæði með þeirri og Jieirri kveðaudi, en
menn hafa komizt upp á að hæða þær og fyrirlíta, eiiikuin af
því að leikmenn hafa fengist við þær, og þá ekki skeytt um
annað en að hrúga upp rímhroða, og af því liefur komizt óorð
á allan rínina-kveðskap, án þess liann sé lastverður i sjálfu sér,
og þótt rimur ha.fi verið einhver hin helzta og kannske þýðing-
armesta skemtan þjóðar vorrar. Eu áþekkur kveðskapnr tíðk-
ast lijá fleiri þjóðum eu hjá oss, t. a. m. Grikkjum, þar sem
kvæðamenu fara bæ frá bæ og kveða, að sögu miklu ámátlegra
rímnagaul en „fagurfræðingarnir11 liæða oss fyrir.
Þar sem getið er um Volsaþátt (hls. 202) liefði mátt. minna
á söguna um Ásrnuud fiagðagæfu (ísl. þjóðs. 1, 171—179), eins
og höf. einnig minnist á rímur af Ásmundi á hls. 116 og 154.
— Einnig hefði mátt takafram (íathugasemd) þá ósamkvæmni,
sem er í hátfatali Halls Magnússonar (bls. 361—367), þar sem
| fleiri en einn háttur eru nefndir sama nafni (t.. a. in. skjálf-
lient Nr. 43 og skjálfhent Nr. 73), annars er mismunur á hátta-
nöfnum hjá skáldum, t. a. m. það sem Hallur kallar „lyklaþátt“
(Nr. 38), það kallast „Kolbeiuslag" í Andrarímum og í ríninm
af Hálfdáni gamla, og margt fleira mætti liér uin rita. En
þetta og anuað eins ertt engar aðHnníugar.
Yfir höfuð er þetta verk það merkilegasta og hezta sem út
hefur verið gefið um íslenzk fræði í mörg ár, og ómögulegt að
taka fram allt það sein það hefur sér til ágætis, enda er það
ómissandi hverjum þeim sem vill fá verulega og rétta þekkingu
á skáldskap vorum og þjóðaranda á þeim tíma, sem hinn lærði
höfuudur liefur kosið sér að rita um.
ofleneSi fit §ierndal.
*
♦ *
Athugas. ritstj. Þvi verðr ekki neitað, að bók Dr. Jóns
Þorkelssonar lýsir mÍKilli þekkingu á islenskum kveðskap á 15.
og 16. öld. Höf liefir með mikilli ástundun rannsakað hand-
ritasöfnin bæði hér á landi og erlendis, og kynt sér allan kveð-
1) Ritstjóri Þjóðólfs, hr. Þorleifr Jónsson, neitaði tp-ein þessaii uin
upptöku 1 blaði stnu, og var þó ekki svo að skilja, að mér dytli i hug,
að telja liann i flokki „evo k. framfarainanna". W. Ó. Ureiðfjorð.
2) Bending hins heiðraða höf. urn að vegvlsar sé hafðir á vegainótum,
er vel og skynsamlega hugsað, enn þvi mœtti einnig víð bœta, að tcski-
legt væri, einkum 4 fjalivegum, að stengr eða vörður væru rcistar er
I sýndu vegalengdina, t. d. ein varða 4 hverjum miluskiftum, og Jafnframt
j ætti að vera merki 4 vörðunum er sýndu 4ttirnar. — Að þvf er snertir
athugasemd höf. 1 emla greinarinnar, getum vér ekki verið 4 sama in41 i;
oss virðist einnig þörf 4 að bæta vegi landestjómarinnar og gera hana
greiðari, og viljum ekki gera svo litið ór alþýðu, að segja, að hón leiðist
1 blindni. Vér eram heldr ekki hræddir við hinar pólitisku flækjur, sem
höfundrinn kailar svo; vér vonum að þær hindri ekki þorskinn eða
slldina 1 göngu sinni, og að það verði varla nema golþorskarnir sem 4-
netjast i þeim. Bitstj.