Fjallkonan


Fjallkonan - 18.01.1889, Síða 2

Fjallkonan - 18.01.1889, Síða 2
6 FJALLKONAN. 18. janúar 1889. Reykjavík, minsta og þéttbýlasta kjördæminu. Þetta fer meira eftir áhuga kjósanda, enn því hve langsótt er á kjörstaði. — Að öðru leyti eru fá nýmæli í þessu frumv., og er allóþarft að burðast með það nú, einmitt þegar verið er að fást við breyt- ingar á stjórnarskránni, sem eðlilega hafa ný kosn- ingarlög í för með sór. I þessu frumvarpi er einn- ig ákvörðun. sem kemr í bága við stjórnarskrá þá sem nú er, þar sem kjörstjórar erusviftir kosning- arrétti. Höf. þessa frumv. virðist fara líkt og manninum, sem ætlaði að smíða skip og byrjaði á neglunni. Vínflutiiingsbaimið og afnám víntollsins. Vér verðum að mæla með því, að almenningr gefi gaum að áskorunarskjölum þeim um banu á aðflutn- ingi vínfanga hingað til lands og afnám vínfanga- tollsins, sem G-ood-Templarar hafa sent út um alt land til undirskrifta, svo mál þetta geti komið því betr hugsað og undirbúið til alþíngis í sumar, því að eflaust kemr það þar til umræðu. E>ó árangrinn yrði ekki að sinni annar enn sá, að bindindis og sparnaðar- áhugi efldist meðal alþýðu, væri betr far- ið enn heima setið. Svo er að skilja, sem áskorun- | in fari því fratn skilyrðislaust, að vínfangatollrinn verði afuumiun, þótt aðfiutningsbannið nái eigi fram að ganga, enn líklegast er að hvorugt verði sam- þykt á þinginu. Eins og og nú stendr á, mun þykja varhugavert, að afnema tollinn, og ekki auðfylt það skarð, sem við það kæmi í tekjur landssjóðs, enn æskilegast væri víst, eins og allir bestu hagfræðing- segja nú, að hafa alls enga óbeina tolla. Ræða íslensks prests í ensku blaði. Blaðið Christian Life, sem út er gefið af „unitarium“ og kemr út i London, flutti 10. nóv. í vetr ágrip af ræðu síra Páls sál. Sigurðssonar í Graulverjabæ, þeirri sem prentuð var hér í haust og stíluð er gegn kenningunni um eilífa fyrirdæming. Á und- an ræðuágripinu er í fám orðum sagt frá höf. og ævi hans, enn síðar í blaðinu er grein frá ritstjórn- inni, sem lýkr miklu lofsorði á ræðuna og segir meðal annars að varla só hægt að finna skýrari og öflugri rök gegn þessu trúaratriði. Að lokum leið- ir ritstjómin athygli almennings að ræðu þessa „frjálslynda íslenska prests“. Þessi ummæli eru mikils verð og Islendingum til sóma, er þau koma frá þeirri þjóð sem hefir átt og á svo marga á- gæta kennimenn i prestlegri stöðu og sérstakl. frá þeim kirkjufiokki, sem hefir alið slíka prédikara sem Channing og Parker. Hvíti riddarinn. Auðmjúkr þénari Nelle- manns og gufuskipafólagsins, fóstbróðir dönsku kaup- mannanna og dyggr erindreki Danaveldis hér á landi, riddarinn Tr. Gunnarsson, hefir aus- ið úr sér alllangri grein í næst-síðasta blaði Isaf. — Fyrir þessa grein má kunna bæði riddaranum og ritstjóranum miklar þakkir, riddaranum fyrir það, að hann sýnir sig á leiksviðinu í allri sinni hvítu nekt, fyrir það, að hann snoppungar sjálfan sig og eyðileggr þá sem hann ætlar að verja — enn ritstjóranum fyrir það, að hann hefir sýnt enn betr enn áðr, hvar hann á heima, með því að taka aðra eins grein og þessa, sem varla á sinn líka í pólitiskum peysuskap, þó leitað væri með logandi kóngakerti innan um það sem lakast er í „Sunn- anpósti“ og „Reykjavíkrpósti“. Cxrein riddarans er eflaust eftir hann sjálfan, og hefir hún ekkert annað inni að halda, enn smjaðr til hinna „háu herra“ og sleggjudóma eða röklausar sakargiftir um þá sem berjast fyrir inn- lendri stjórn, einmitt þvi sama, sem riddarinn þótt- ist sjálfr berjast fyrir meðan hann fylgdi Jóni Sigurðssyni og áðr enn hann gerðist fyigi-krossfiskr Nellemanns og hinna konungkjörnu. Yór skulum benda á, að riddarinn líkir póli- tiskum ffamfaramönnum hór á landi við „heimilis- djöfla“. Sönnuð ,,faota“ kallar hann skammir, enn rökstudd sannindi „gall“ og „getsakir". Enn það er óþarft að eyða orðum að því, að lýsa anda þeim sem gengr gegnum alla greinina; það dylst engum athugasömum lesanda, að hann er eins lúalegr og sleikjulegr gagnvart þeim sem völdin hafa, eins og hann er fyrirlitningarfullr gagnvart þjóðinni, sem á rótt sinn að verja og heimta. Mergrinn i kenningu riddarans verðr hér um bil þessi, að hann segir við þjóðina: „Stjórnina, embættismennina og dönsku kaupmennina skaltu tilbiðja eins og drottin guð þinn — standa frammi fyrir þeim með hattinn i hendinni og fara að þeim með „þýðum orðum“, eðahelst þegja“. Enn við Danskinn segir hann: „Þér vinn óg það sem óg vinn“, eins og Úlfr rauði sagði við Ólaf Tryggva- son. Yér verðum að taka svari stjórnarflokksins móti árásum riddarans, þar sem hann bregðr honum um ódugnað og framkvæmdarleysi móti „óvinahernum". Þetta ámæli er óverðskuldað; stjórnarflokkrinn mun hafa gert það sem hægt var að gera, bæði með undirróðri, blöðum og blaðagreinum utan lands og innan. Enn þess ber að gæta, að stjórnarflokkrinn er hlægilega fámennr, líklega ekki meira enn svo sem svarar J/700 af landsmönnum, svo ekki er hægt að gera mikið með því liði. Enn hverjum hefði annars verið nær að gerast fyrirliði þessara „Hvít- inga“ eða stofna ó-þjóðvinafélag móti hinum rauðu, eða vinna eitthvað þvílíkt sér til ágætis, enn ridd- aranum sjálfum. Honum stæði næst, að reyna að safna meiri hluta landsmanna i stjórnarflokk, eins og hann segir að æskilegt sé og hægri menn hafi gert í Danmörku. Enn hann orkar ekki því sem minna er enn þetta. Orð hans munu verða eins og rödd hróp- andans í eyðimörku Isafoldar. Þjóð vor hefir tek- ið sér fasta stöðu i stjómarmálefnum, og aftr- för í því efni er ómöguleg, eftir eðli hlutanna og hætti aldarinnar. Þetta skilja nú „Hvítingar“ að likindum ekki, þó bréfritarar Dagblaðsins barmi sér yfir því við sína dönsku bræðr, að „Befolk- nijigen“(!!)’ á íslandi sé orðin svo æst, að hún taki ekki lengr neinum sönsum, svo ekki só til að hugsa, að halda úti ;‘neinu blaði eða „málgagni1 11 fyrir 1) Danska orðið „Polk“, þ. e. „þjóð“, þykir bréfritara Dagbl. náttúrlega alt of veglegt handa íslendingum eða hinum íslensku Bskimóum, sem Danir svo kalla.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.