Fjallkonan - 18.01.1889, Síða 3
18. janúar 1889.
FJALLKONAN.
7
stjórnarinnar hönd, því almenningr vilji ekki einu
sinni lesa, hvað þá heldr kaupa þau blöð, sem fylgja
máli stjórnarinnar.
Politiskt líf í Ameríku. Merkr íslendingr, sem
hefir verið all-lengi 1 Bandaríkjunum, ritar á þessa
leið: „Pað er alment sagt, að politiskt líf í Ameríku
standi á háu stigi. Pegar kjósa skal mann á þing
eða í einhverjar sýslanir, t. d. sýslustjórnir o. s. frv.,
þá er uppi fótr og fit; undirbúnings fundir eru haldn-
ir og prófkosningar hér og þar, og þegar á aðalfund-
inn kemr vantar naumast nokkurn atkvæðisbæran
mann úr kjördæminu. Enn hér er sá galli á, að
fjöldamargir af þessum kjósendasæg hafa ekki sjálf-
stæða skoðun uin það. hverja skal kjósa, heldr eru
þeir að eins verkfæri í höndum einstakra manna,
sem hafa allar klær úti til að safna sem flestum á
sitt band. Að vísu er það fyrirboðið með lögum, að
kaupa atkvæði, og sektir eða fangelsi við lagt. Enn
hér fer sem oftar, að fara má í kringum lögin. Auk
þess sem það mun eiga sér stað, að atkvæði sé beinlínis
keypt, þá ná lög ekki yfir það, þótt menn sé keypt-
ir til að ferðast um með áskoranir til kjósenda og
til að telja um fyrir þeim, svo og að flytja þá ókeypis
á kjörfund, veita þeim ókeypis beina, o. s. frv. I
stuttu máli hafa efnamenn og embættismenn kosn-
ingarnar að mestu leyti í sínum höndum. Enda ætla
ég það hinn mesta ókost, eigi að eins á stjórnarfari
og politisku lífi Bandaríkjanna, heldr líka á öllum |
félagsskap og viðskiftum manna, að peningarnir hafa j
langt of mikið vald. Mikiun hluta alþýðunnar vant-
ar nógu glögga þekkingu, framsýni og samheldi til
að færa sér í nyt liið lögboðna frelsi".
Nýr Biblíu-Björn. „ísafold“ hefir borið sig
saman við biblíuna, þ. e. gamla testamentið + nýja-
testamentinu — að stærðinni, viti menn, enn ekki
að efnisgæðum. Óhætt mun samt að fullyrða, að
það sem best er í „ísafold“ muni fyllilega jafnast á
við það sem lakast er í gamlatestamentinu.
Reykjavík, 18. jan.
Tíðarfar. Síðan fyrir jól hefir snjóað mjög
mikið allstaðar sem til hefir spurst og er orðið hag-
laust mjög víða. Síðustu daga hefir verið stilling á
veðri og lítið frost.
Skipakomur. 15. jan. kom til Hafnarfjarðar
skip frá Portúgal með salt til Knudtzons verslunar;
hafði verið 45 daga á leiðinni. — Nýkominn er til
Reykjavíkr þiljubátr frá Clausens verslun í Stykkis-
hólmi til að sækja matvöru handa þeirri verslun í
Ólafsvík, sem er gersamlega á þrotum með allar {
nauðsynjavörur.
Nýtt rit. BARNFÓSTRAN, fyrirsögn handa
alþýðu um rétta meðferð á ungbörnum. Eftir dr. J.
Jónassen. Yerð 50 au. Rvík 1888. 64 bls, 8vo.
í formálanum segir höfundrinn:
„Fátt er ]iað, sem meira ríður á fyrir líf og heilsu manns- j
ins, en meðferð sú, sem hann fær í barnæsku. Óskynsamleg
meðferð ungbarna leggur opt grundvöllinn til langvinnra sjúk-
dóma, sem maðurinn verður að berjast við alla æfi síðan, og
margopt veldur hún beinlínis dauða barnsins. Það er enginn
efi á því, að hinn ógurlegi barnadanði hjer á landi stafar ein-
göngu frá óviturlegri meðíerð barnanna. Það er sárt fyrir
móðurhjartað að fylgja barni sínu til grafar, en enn þá sárara
er þó það, sem opt kemur fyrir, að móðirin verður að játa, að
dauði barnsins, ef til vill, hafi verið henni sjálfri að kenna.
Þessi óskynsama meðferð á auðvitað ekki rót sína í illum vilja
barnfóstranna, heldr að eins í fákunnáttu“.
Þetta rit ætti að vera á hverju heimili, og er
líka svo ódýrt, að engan munar um að kaupa það.
Laust brauð 16. þ. m. Breiðabólsstaðr í Fljóts-
hlíð, metið 2562 kr. 69 au. Aí brauðinu greiðast
700 kr. Prestsekkja er í brauðinu.
Mannalát.16. nóv.f. á. lést aðHolti á Ásum eftir nýafstaðinn
barnsburð Ragnheiðr Sigurðardóttir Jónassonar prests í Reyk-
holti, kona Magnúsar bónda Blöndals, 33. ára að aldri, efnileg
kona, mjög vel látin.
*1. des. f. á. lést að Þingmúla frú Guðríðr Jónsdóttir, eftir
8 vikna legu, ekkja síra Páls Pálssonar prófasts, sem var i Hörgs-
dal á Síðu, fædd á Kirkjubæjarkl. 1809 og var faðir hennar
Jón Magnússon, klaustrhaldari; gift 1844; varð ekkja 1861;
bjó síðan i Hörgsdal í 16 ár eða til 1877; þaðan fluttist hún
að Prestsbakka til sonar síns síra Páls Pálssonar og var síðan
hjá honum. Henni varð fimm barna auðið, og lifa 3 þeirra:
síra Páll, Guðríðr, kona síra Sveins Eiríkssonar á Kálfafells-
stað og Helga kona Bjarna Bjarnasonar í Hörgsdal. Auk
sinna eigin barna ól hún upp 4 börn, og eru tvö þeirra Páll
Þorkelsson tannlæknir i Eeykjavík og kona hans Helga Árna-
dóttir, sýslumanns. Munu Skaftfellingar lengi minnast hennar
með söknuði, þakklæti og virðingu fyrir höfðingsskap og hjálp-
semi. X-j-Y.
Suðrmúlasýslu, 3. des. „Nú eru frost og snjóar hér eystra,
enn óvíða jarðbannir. Vörur eru þrotnar á Eskifirði og eing-
inn afli úr sjó nokkurstaðar hér eystra. Engin ný fyrirtæki
til framfara“.
Amtrskaftaféllssýslu (Hornafirði), 8. des. „Tíðin heldr um-
hleypingasöm í haust og eins það sem af vetrinum er. Þó
hafa ekki verið nein harðindi enn. ',í miklum ofviðrum í haust
(4. 12. okt.) gerði hér miklar skemdir af grjótfoki á engjum og
högum, einkum í Lóni, auk þess sem hús rufust og bátar fuku
víða. Pyrri hlut nóv. var oftast stiit veðr og Irostleysa, enn
síðan umhleypingar, og snjókoma allmikil um mánaðamót nóv.
og des., enn síðan heíir verið þýða og er nú marautt“.
F y r i r s p u r u i r.
1. Hvort er betra að moka úr á túnum á haustin eða
ekki ?
2. Hvort er betra að slétta yfir tún (flög) að vorinu eða
haustinu ?
3. Hvað kostar húsrúm að meðaltali fyrir hverja kind?
4. Hvað hleðr meðalmaðr marga faðma af grjótgarði á dag,
ef efnið er við hendina?
5. Hvað þarf tún- og traðagarðr að vera hár?
t-6. Hvað mega hrútar, sem brúkaðir eru til ánna, vera
elstir?
7. Hvort er betra að hafa kýr eða ær á þeirri jörð, sem
er fremr beitarjörð, enn gjafajörð, og hvað má hafa margar ær
á móti kúnni?
8. Er skán góðr áburðr á tún, og hvenær er hún best?
9. Hvenær er hesthúshaugr bestr áburðr?
Svör: 1. Best er að bera á snemma á jhaustin og moka
þá úr; að bera á og moka úr eftir að jörðin er frosin, getr
gert það að verkum, að allr safinn úr áburðinum rennr burtu
af túninu í hlákum á vetrum.
2. Best er að láta flagið standa opið vetrinn yfir; frostið
og loftið kemst þá betr að, og hefir góð áhrif á moldina; tyrf-
ingin ólagast líka siðr ef tyrft er yfir að vorinu.
3. Þetta fer eftir atvikum. í Árnessýslu höfum vér vit-
að til að gott fjárhús fyrir 40 fjár fullorðið kostaði 60 kr.
4. Hér um bil fjóra faðma.
5. Traðargarðr 7—8 kvartil, túngarðr 8—10 kvartil.
6. Ekki eldri enn 7—8 vetra.
7. Víðast hvar hér á landi mun það borga sig betr að