Fjallkonan - 20.03.1889, Qupperneq 1
Kerar út
3—4 sinn. á mánuði.
Verð 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi i júlí.
FJALLKONAN.
Útgefandi:
VaM. Ásmundarson.
Skiifstofa og afgreiðsla:
Veltnsund, nr. 3.
VI, 8. REYK.TAVÍK, 20. MARS 1889.
Skilnaör íslands og Danmerkr.
-f'Oo-
í Dagblaðinu danska 4. jan. þ. á. er í yfirliti
ársviðburðanna 1888 dálitill kaíii um hjálendurnar,
sem Banir kalla, og setjum vér hann hér orðrétt
þýddan:
„Af Færeyjum, Islandi og Vestrindíum er ekki
margt að segja árið sem leið. — Hagr manna á
Færeyjum hefir verið sárbágr, og hafa viljað til ó-
venjulega mörg slys. — Á Islandi hafa haldið á-
fram útflutningarnir til Ameríku og verið æðimikl-
ir. „Endrskoðunarmennirnir“, eða þeir sem heimta
endrskoðun stjórnarskrárinnar í frjálslega stefnu,
hafa haldið fjölmennan fund á Þingvelli. Hjá all-
mörgum, sem þar héldu ræður, kom fram þesskonar
orðalag gegn Dönum, að ef ætlanda væri, að þeir
hefðu talað í nafni almennings á Islandi, þá væri
gott tilefni fyrir oss Dani til að íhuga, livort
ekki væri réttast að láta ísland eiga sig sjálft.
Vér höfum ekki annað enn kostnað af eynniog
oss stendr það á mjög litlu, að lienni verði
haldið undir krúnu Danaveldis. Hugmynd sú,
að Island yrði lýðríki með stj órnarskrá, sem þá
mætti hafa svo svæsna sem menn framast vildu,
mundi ekki hafa neitt það í för með sér, sem oss
gæti risið hugr við. — Bæði á Færeyjum, Islandi[?]
og í Vestrindium hefir stjórnarafmælis konungsins
verið minst með hátíðahöldum“.
Fjallkonan hefir, ein af öllum islenskum blöðum,
hreyft því (í 1. tölubl. þ. á.), hvort ekki mundi
reynandi fyrir Islendinga, að fá skilnað við Dan-
mörku, ef endrskoðunarmál stjórnarskrárinnar fær
eigi framgang að sinni. Nú vill svo vel til, að hér
er int í sama veg af blaði, sem er mjög nákomið
stjórninni, og sé svo, að hér fylgi hugr máli, sem
ætlanda er og heimtanda af þess konar blaði, þá
má tvent af því læra: fyrst það, að hægri mönn-
um Dana rísi minni hugr við að missa Island heldr
enn að vita það frjálst í sambandi við Danmörk
og njótandi þeirra réttinda, er þvi bera þannig; í
annan stað, að ánægja þeirra yfir því að halda oss
i tjóðrinu er þó ekki svo mikils verð í þeirra aug-
um, að þeim þyki slíkt tilvinnandi; virðist þvi
mega ætla, að hægri manna stjórn sú, er nú sitr
að völdum i Danmörku, mundi ekki ótilleiðanleg
til að sleppa Islandi, ef Islendingar færu þess á
leit.
Eða vilja Danir bjóða oss skilnaðinn að fyrra
bragði? Hver veit?
Orð Dagblaðsins eru mjög eftirtektaverð, og ættu
menn að íhuga þau vandlega í sambandi við endr-
skoðunarmálið.
Islendingar ættu ekki að láta segja sér slíkt
tvisvar, áðr enn þeir fara að gefa því nokkurn
gaum. Þótt tækifærið blasi svona beint við, hefir
ekkert íslenskt blað enn hreyft þessu máli nema
Fjallk.
Hér á landi mun flestum koma saman um það, að
Island hafi ekki hið minsta gagn af sambandinu
við Danmörk, annað enn tillagið úr ríkissjóði, sem
landið á heimting á hvort sem er. Yér þurfum
engrar verndar frá Dönum, enda kæmi oss vernd
þeirra að litlu haldi, ef eitthvað alvarlegt kæmi
fyrir; þeir geta ekki einu sinni verndað oss fyrir
yfiigangi fáeinna fiskimanna. Hitt þarf eigi að
taka fram, hve mikið tjón landið hefir beðið og
biðr enn af sambandinu við Dani.
Beri nií báðum þjóðunum saman um það, Dön-
um og Islendingum, að stjórnarsambandið þeirra á
milli sé annaðhvort gagnslaust eða að eins til tjóns,
hvers vegna er þá ekki reynt að slíta þvi sem
fyrst ?
Liklegt er að alþingi í sumar freisti samkomu-
lags við dönsku stjórnina um aðskilnaðinn, og dragi
þannig upp nýtt merki í stjórnarbaráttunni, merki
hins íslenska lyðveldis.
---oyOOC-KC. —
Slark-prestr sá, er nefndr er í bréfkafla af
Austfjörðum í sið. bl. Fjallk.. vitum vér fyrir vist
að eigi verðr látinn afskiftalaus af hálfu kirkju-
stjórnarinnar, og mun þá sæta sektum eða afsetn-
ingu, ef sakagiftir þær, er þar eru bornar á hann,
reynast sannar. — Að öðru leyti skal þess getið,
að þar sem sagt er í nefndum bréfkafla, að söfn-
uðrinn i Hróarstungu sé mjög óánægðr yfir úr-
slitum prestakosningarinnar þar og að hún hafi
tekist „slysalega11, enda hafi einn maðr ráðið mestu
o. s. frv., þá er það eflaust meining höfundarins,
að „óánægjan" og „slysin“ eru fólgin i þvi, að
kosningin mishepnaðist vegna formgalla. Þar vóru
þeir i kjöri síra Halldór Bjarnarson í Presthólum
og kand. theol. Eggert Pálsson. Síra Halldór fekk
flest atkvæði, enn nokkur þeirra reyndust síðan ó-
gild. Yér þekkjum persónulega síra Halldór sem
reglumann og duglegan mann, og sömuleiðis er
hitt prestsefnið reglumaðr, svo ekki getr komið til
orða að tala um þá i sambandi við slarkpresta.
Tveir sjóðir vei geynitlir(i) Yar ekki haldin
hlutavelta(tombóla) á Ormarsstöðum í Fellum fyrir
tveimr eða þremr árum? Gáfu eigi flestar sveitir
eystra meira eða minna til hennar? Yarð ekki á-
góðinn álitleg innstæða? Átti ekki að verja þessu
fé til að kaupa nýjar og betri tóvinnuvélar, enn
áðr vóru hér?
Af því að gefendr hafa hvorki heyrt þytinn af
véluuum né hljóminn af ávöxtum peninganna enn
í dag, — eru það vinsamleg tilmæli þeirra, að for-
stöðumennirnir, þeir sem hafa sett ágóðann af
hlutaveltunni á vöxtu, færi nú að birta reikning-
inn yfir þeuna blessaða sjóð, og vona þeir, að úr
honum mætti launa einn eða fleiri farandkennara
til dæmis, ef honum yrði eigi varið til annars.