Fjallkonan - 08.04.1889, Síða 1
Kemr út
3—4 sinn. á mánuði.
Verð 2 (erlendis 3) kr.
Gjalddagi 1 júlí.
FJALLKONAN.
Út gefandi:
Vald. Ásmundaraon.
Skiifstofa og afgreiðsla:
Veltusund, nr. 3.
VI, 10. REYK.TAVÍK, 8. APRÍL 1889.
Dómr um pólitík Dana.
-oOo-
Að Þýskaland loki ekki með öllu augunum fyr-
ir herbúnaði Dana, má meðal annars sjá af grein
nokkurri í einu af málgögnum Bismarks 21. febr.
þ. á.; er hún eftirtektaverð bæði að þvi ieyti, sem
afstöðu Danmerkr snertir, ef til ófriðar skyldi koma,
og ekki síðr þess vegna, að hún lýsir dýpstu fyrir-
litningu fyrir stjórnaraðferð þeirri, sem einkennir
gyllinitímabilið. — Grein þessi hefir vakið mikla
eftirtekt á Þýskalandi. — Aðalinntak hennar er
þetta:
Stjórnarblaðið „Berl. Tid.“ segir í einni leiðandi
grein: „Danmörk hlaut að verða undir í svo ójöfnum
leik (stríðinu 1864), því hún var ein síns liðs“.
Þar til er því að svara, að það máttu stjórngarp-
ar Dana vita fyrirfram. Bismarek sýndi þá | egar
i pólitik sinni hina dæmafáu hreinskilni, sem hann
jaf’nan hefir sýnt fram á þennan dag, þessa hrein-
skilni sem nærri þvi gengr fram af mönnum. Það
vóru ekki að eins þýskir stjórnfræðingar sem sögðu
það, enski sendiherrann Wodehouse lávarðr, er kom
til Hafnar á leið sinni frá Berlín, áréttaði það enn betr
við Danastjórn að birting stjórnarskrárinnar frá 18.
nóv. 1864 mundi óhjákvæmilega leiða til j>ess, að her-
togadæmin yrðu hernumin.
011 stórveldin réðu Dönum frá að etja iildeilum.
enn stjórnin og almenningsálitið, sem var afvegaleitt
af henni og blöðunum, tróð upp í eyrun fyrir öllum
heilræðum, og þumbaðist i sinni kergjulegu þrá-
kelkni, jafnvel eftir að Dybböl virki var unnið, svo
Lundúna fundrinn varð árangrslaus.
Danmörk er velkomið, að halda fast við mistök
stjórnar sinnar sem þá var; vér höfum fyrir vort
ieyti fylstn ástæðu til að óska sjálfum oss til ham-
ingju með ráðlag Ðanmerkr og annara seinni mót-
stöðumanna, sem hafa gert oss stórkostlegan hagn-
að með blindni sinni. Enn því fremr ættu menn
í Danmörku að tortryggja þá, sem eru síreiðubún-
ir að bæta nýjum glapræðum ofan á hin gömlu.
Þeir herrar Hall og Monrad standa fyrir dómstóli
sögunnar eins og afarskammsýnir ættlandsvinir,
sem óviljandi hafa orðið meðstarfendr að hinu mikla
verki Bismarcks. Enn Dönum ætti þó meðfram
að skiljast, að atburðirnir 1864 hafi í raun réttri
orðið þeim til góðs og knúð þá á nýtt framfara-
skeið, sem reyndar liggr í aðra stefnu og öðruvísi
enn eftir hinum fyrri ert’ðakreddum þeirra.
Franz Jósep keisari hefir fyllilega viðrkent það
skipulag, sem stafar frá fundinum við Koenig-
gratz og hagar sér hreinskilnislega og drengilega
þar eftir. Enn svo er að sjá sem Danmörk, eða
flokkrinn sem þar ræðr (hægri inenn), hafi ekkert
lært og engu gleymt; Ðanmörk ímyndar sér, að ef
jötnum Evrópu lendir saman í bardaga, þá geti hún
látið til sín taka í leiknum og jafnað á Þjóðverj-
um. Stjórnin leitast við að telja Dana þjóð trú
um. að Vínarsamningrinni frá 1864 hafi ekki endi-
legt gildi og aðalstjórnblaðið „Berl. Tid.“ vitnar í
foringjaráðs skýrslurnar þýsku (Generalstabswerk),
ekki til þess að vara við nýjum gönuhlaupum, heldr
til þess að telja hinn mótspyrnandi meiri hluta
fólksþingsins á sitt mál, og heimtar svo nýjar
fjárveitingar til víggirðingar Khafnar sjóarmegin,
til aukningar herflotans o. s. frv.; segir enga
ættlandsvini nema þá, sem stjórnina vilji styðja
í þessu. Atta miljónum króna er búið að eyða í
einni lotu til að víggirða Kaupmannahöfn lands-
megin, og þjóðgortarablaðið „Dagbladet" er belg-
troðið af greinum um víggirðingu, her og flota,
sem auka mundu við kostnaðinn að minsta kosti
60 milj. króna. Samtals 68 miljónir króna fyrir
land með 2 miljónum íbúa! Hvað ætli menn segðu,
ef Bismarck heimtaði samsvarandi upphæð, eða af
íbúum Þýskalands, sem eru 24 sinnum fleiri enn
Danir, 1632 miljónir króna = 1886 milj. ríkismarka
til herþarfa. og herbúnaðar!
Það er aldrei nema satt, að stjórnvísi Bismarcks
hefir kotnið fótum undir mikilleika Prússlands, enda
móti vilja meiri hlutans á fulltrúaþinginu; enn
þess ber að gæta, að hann áformaði alt eftir glögg-
ustu athugunum á því, hvernig áhorfðist um út-
lend veldi ok notaði með lagkænsku reynslu sína
í þeim efnum. Hr. Estrup skyldi þó ekki vilja
telja oss trú um, að hann hafi kunnað að stokka
„diplomatisku“ spilin eins vel og Bismarck, og
hafi á hendi eins há „tromf“ og hann, að því al-
veg sleptu, að stórmikið skilr milli Danmerkr nú
og Prússlands 1864, bæði hvað aflsmuni snertir og
réttmætar metnaðar kröfur, já, svo mikið, að þar
er alls enginn samjöfnuðr. Hvort það sé rétt gert
af Estrup, að sitja við stjórnarstýrið til þess að
heyja stríl móti þingræðinu, það er sá hlutr sem
danska þjó-ðin verðr að ráða fram úr með sjálfri
sér. Enn hvað sem öðru líðr, þá er það mjög ó-
heppiiegt, að landvarnarmálið hefir verið gert að
sóknarvopni. Stjórnarblaðið „Dagbladet“, sem —
óviljandi reyndar — gerði oss Þjóðverjum svo ó-
metanlegt gagn árið 1864 og þar á undan, það er
nú að kasta ellibelgnum í Þjóðverja-hatri og gróðr-
setja það i hjörtum hinnar yngri kynslóðar, og
tildrar slúðrsögum og misindis flugugreinum fram
fyrir lesendr sína. Aðr átti Þýskaland að hrynja
í grunn ef Yilhjálmr keisari dæi; nú spáir það
Þýskalandi hrörnun og hruni er Bismarck deyr.
Hitt, að Þýskaland hefir yngst upp við ríkis-
töku Vilhj II., og er með guðs hjálp reiðubúið að
snúa gegn féndum sínum, það vilja þeir ekki sjá
eða geta ekki séð. Þar sem „kíttið“ er sameigin-
legt hatr, þar er engrar blessunar von, og værí
smárikinu Danmörku betra að kannast við reynsl-
unnar átakanlega dæmi, enn að lifa í stórveldis-