Fjallkonan


Fjallkonan - 08.04.1889, Side 2

Fjallkonan - 08.04.1889, Side 2
38 FJALLKONAN. VI, 10. hugarburðum. Yér viljum ekki halda því fram, að Danmörk gefi sig meira eða minna í verndar- skjól hins þýska ríkis, því vér erum sjálfir vand- ari að virðingu vorri enn svo, að vér viljum ganga annara virðing of nærri; enn það er ætlan vor, að aldrei framkvæmist óskahugmynd Dana, skandínaf- iska sambandið, nema því að eins að Danir geri ráð sitt eftir þvi sem nú hagar til um stórveldin i Evrópu. I Stokkhólmi sjá menn glöggvara fram i tímann. Með Svíþjóð og Noregi annars vegar og Þýskalandi hins vegar er efnt til vináttusambands og mun verða haldið áfram á þeirri leið. Sæti Danmerkr er samhliða hinum skandínavisku bræðraríkjum; þar getr hún sloppið við ný vonbrigði og þar getr orðið lagðr grundvöllrinn til endrfæðingar rik- isins“. Þar næst eru í blaðinu færðar ástæður fyrir því, að Danmörk sé gerð að friðríki, þ. e. að húu sé laus við öll hernaðarafskifti eins og Svissland, enda hefir félag myndast í Danmörku, sem starfar að útbreiðslu þessarar hugmyndar, og er jafnframt ætlast til að Svíþjóð og Noregr verði undir sömu lögum um þetta. Niðrlag greinarinnar er þannig: „Að ætla sér að sannfæra hvortheldr þjóð eða ein- staklinga með skynsemisástæðum með eða móti ein- hverju máli, er jafnaðarlegast árangrslaust; vér sjáum þess ótal dæmi í veraldarsögunni og sögu einstakra ætta. Yér ætlum þvi að leiða hjá oss, að gera dönsku þjóðinni áminningu um þetta ráðlag hennar og til hvers það geti leitt, enn að eins láta þess getið, að eitthvað mætti þarfara vinna til að efla velferð rikja og þjóða enn að setja alla tilveru sína „út á eitt spil“ vegna landamerkja-ágreinings“. Um útiíáfu sýslumannaæfanua. Það hafa marg- ir spurt mig að því, hvers vegna hætt væri að láta sýslumannaæfirnar koma út, og hafa þeir hugsað að það væri mér að kenna, og að ég nenti ekki, að eiga við þær lengr; enn þetta er engan veginn svo. Ef ég hefði mátt ráða, skyldu þær allar vera út komnar; enn formaðr bókmentafélags deildar- innar hérna segist enga peninga hafa til að láta þær koma fljótar út, og getr þetta verið satt; al- þingi veitti seinast enga peninga sér á parti tii að halda áfram sýslumannaæfunum, og lítr svo út, sem því þyki, að nóg sé komið út af þeim; enn ég held að þetta sé engan veginn rétt gert af þing- inu, að fara að styrkja útgáfu einnar bókar, og hætta því svo í miðju kafi, áðr enn bókin er út komin; þetta væri nú samt sök sér, ef ekkert væri í bókina varið, enn það hefði þá samt aldrei átt að fara að styrkja útgáfu hennar, og hvað sýslumanna- æfirnar snertir, þá verð ég að álíta, að í þeim finnist mikillfjársjóðrtileflingar sögulandsins; i þeimfinnast og upplýsingar um ýmsar ættir, er menn ekki hafa annarstaðar, og það er því ljótara fyrir oss ís- lendinga, að fara nú að gleyma öllum ættartölum og þykja nokkurskonar sómi í þvi, þegar ættfræð- in i öðrum löndum hefir á seinni tímum unnið þar svo mikið álit; mundi ekki mörgum erlendis þykja gaman að því,. ef þeir gætu rakið ættir sínar eins langt aftr, sem vér, margir Islendingar? í þessu skyni skal ég geta þess, að vér, margir íslendingar, getum rakið ætt vora upp til Ingólfs Arnarsonar fyrsta landnámsmanns, því það er áreiðanlegt, að faðir Lofts rika var Gruttormr son Orms lögmanns Snorrasonar, er kominn var af Þorsteini Ingólfss} ni, enn Guttormr son Örnúlfs Jónssonar í Þykkva- skógi og Staðarfelli, sem var uppi um sömu mundir og Guttormr Ormsson, var faðir Helga, föður Þórðar, föður Sturlu á Staðarfelli, föður Orms lög- manns. Aðr hefi ég látið í ljósi þá skoðun, að Loftr ríki mundi hafa verið son Guttorms Örnúlfs- sonar, og fylgdi ég þar í Jóni Espólin og öðrum merkum ættfræðingum, enn þessi skoðun er, sem ég hefi sagt, skökk. Jón Pjetursson. *Um útg'áfu íslensks fornbréfasafns. (Niðrl.). Vér viljum ekki láta þess hér ógetið, að það var mest að þakka öflugum meðmælum Grríms Thomsens, að þingið 188/ gerði sér ekki þá minkun, að neita Jðni Þorkelssyni um styrkiun til tornbréfa- safnsins, svo að það marðist þó af að lokum, að það veitti hon- um 1200 krónur fyrir fjárhagstímabilið, þó með því skilyrði. að einungis texti bréfanna yrði prentaðr, og er vouandi að þingið sjái svo sóma sinn að láta þeunan litla fjárstyrk haldast ó- skertan framvegis, eða auka þó heldr við hann, þvi að allir sjá að hann er ekki neitt ýkjamikill. Þessunt styrk er líka öðru- visi varið enn ýmsum öðrum fjárveitingum þingsins, að hann er ekki veittr neitt út í biáinn í von nm einhvern árangr einhvern- tima og kannske aldrei, þvi að þingið getr jafnan séð, hvernig honum er varið. Þannig er nú kornið út 1. hefti af öðru bindi safnsins, og von á öðru hefti innan skamms. Hið nýkomna hefti nær yfir árin 1253—1280 og er 12 arkir að stærð. Út- gefandinu hefir fylgt þeirri sömu reglu og fyrirrennari hans, að raða skjölunum niðr eftir árum, og er sú aðferð auðvitað fullkomnari enn sú, að taka fyrir í einu eitthvert víst tíinabil, og gefa út bréfin frá þeiui tima án þess að binda sig við ára- röðina, eins og Norðmenn gera í sinu fornbréfasafni. Að vísu getr áraröðin eftir fyrri aðferðinni aldrei haldist svo óbreytt, að ekki þurfi dálitinn viðbæti, enn slíkt þarf aldrei að valda mikl- um óþægindum, og yfir höfuð er sú aðferð viðkunnanlegri, og þar að auki vísindaiegri, enn að gefa alt út i hrærigraut, enda þótt öll bréfin í sama biudi séu frá eiuhverju víssu tiraabili, og sá vegr sé fljötfarnari. Þetta hefti fornbréfasafnsins, sem þeg- ar er komið út, virðist oss gefa bestu vonir um, að útgefandinn sé fær til að leysa verk þetta vel af hendi, þrátt fyrir það þótt einhver ónefndr þingmaðr væri svo velviljaðr að efast um það á síðasta þingi, auðvitað til þess að traðka málinu, enn þess- konar getsakir eru jafnan á reiðum höndum hjá þeim, sem láta persónulegan kala ráða öllu í skoðnnum sínum. Það er nú líka orðið „hæst móðins“ meðal vor Islendinga, að geri einhver eitt- hvað, sem óvildarmenn hans halda, að hann hafi ein- hvern heiðr af, þá risa þeir upp á aftrfótunum til að sporna við „siíkri óhæfu“ eftir mætti; þá risa upp heilir herskarar af vísindalegum flautaþyrlum til þess að reyna, hvort þeim geti ekki tekist að „slá sig til riddara11 á höfundinum, þótt ekki sé nema með þvi að hanga i nokkrum prentvillum og öðru óinerki- legu, sem þá er alt eignað fávisku höfundarins. Svona drengi- lega ferst oss Islendingum við þá, er eitthvað nenua að vinna, og eitthvað vilja gera þjóð vorri til sóina, og það er sannar- lega ekki til að hvetja menn til visindalegra ritstarf'a, þegar alt er fært á verra veg, allar skuggahliðar málaðar með sem svörtustum litum, enn gengið þegjandi framhjá ölln, sem höf- undinum er til sóma. Oss dettr ekki í hug að segja, að það sé rétt að þegja um verulega galla, nei þvert á móti, enn hitt flnst oss sjálfsögð skylda hvers ritdómara, að benda einnig á hinar góðu hliðar ritsius og viðrkenna hið vísindalega gildi þess, þegar það á fullkominn rétt til að teljast i röð slikra rita. Vér getum ekki leitt hjá oss, að minnast á það, hvernig allar tilvitnanir („citöt"), allr samanburðr, allar „kritiskar" athuga- semdir í bókum eru eins og eitr í margra manna beinum, já, meira að segja flestir meðal vorra svonefndu lærðu manna hata slíkt bókstaflega, þykir það óþárfa málalengingar, semalls ekki eigi að vera o. s. frv. Það er að eins rektor Jón Þorkelsson og sárfáir aðrir, sem ekki hafa sniðið sig eftir þessari ramm- skökku skoðun, enn það er vonandi að þeir verði framvegis fleiri, sem rita meira „kritiskt“ og með meiri samanburði, enn áðr hefir tíðkast. Þrátt fyrir ákvæöi þingsins um að texti

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.